Flugvélar Boeing fara aftur í loftið í fyrsta lagi í maí Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2019 22:45 Flugvélarnar voru kyrrsettar í kjölfar banvæns slyss í Eþíópíu á sunnudaginn og annars í Indónesíu í fyrra. AP/Matt York Allar flugvélar Boeing af gerðinni 737 MAX 8 og MAX 9 verða kyrrsettar þar til í maí, í fyrsta lagi. Flugmálayfirvöld Bandaríkjanna, FAA, segja að þeim verði ekki flogið á ný fyrr en þær hafa allar fengið hugbúnaðaruppfærslu. Flugvélarnar voru kyrrsettar í kjölfar banvæns slyss í Eþíópíu á sunnudaginn og annars í Indónesíu í fyrra. Sérfræðingar hafa fundið líkindi hafa á slysunum með því að bera saman gögn úr gervihnöttum. Báðar flugvélarnar brotlentu skömmu eftir flugtak og í Eþíópíu tilkynnti flugstjóri flugvélarinnar að hann ætti í erfiðleikum með að stýra henni og hafði hann beðið um, og fengið, heimild til að snúa við og lenda aftur. Bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á flugslysinu í Indónesíu í fyrra að skynjari hafi fyrir mistök talið nef flugvélarinnar vera of hátt og sjálfstýring flugvélarinnar hafi því tekið völdin og lækkað flugið. Flugmenn flugvélarinnar hafi ekki getað hækkað flugið og því hafi hún hrapað í Jövuhaf.Þar að auki hafa fregnir borist af því að FAA hafi minnst tvisvar sinnum borist tilkynningar frá flugmönnum í Bandaríkjunum um að flugvélar af þessum gerðum hafi lækkað flugið um tólfhundruð til fimmtánhundruð fet á mínútu, eftir að kveikt var á sjálfsstýringu þeirra. Í bæði skiptin tók þó stuttan tíma að rétta flugvélarnar af, þegar slökkt hafði verið á sjálfsstýringunni.Rannsókn á flugrita hefst á morgunBBC hefur eftir þingmanninum Rick Larsen að það muni taka nokkrar vikur að uppfæra hugbúnað allra flugvélanna sem um ræðir. Það muni í það minnsta taka út apríl. Þó er bent á að FAA sagði í gær að uppfærsla sem starfsmenn Boeing hafa verið að vinna að frá flugslysinu í Indónesíu sé langt frá því að vera tilbúin. Það muni taka mánuði að klára hana.Frakkar hafa tekið yfir rannsókn á flugrita flugvélarinnar sem brotlenti í Eþíópíu. Flugritinn er þó sagður hafa orðið fyrir verulegum skemmdum og óljóst er hve langan tíma það mun taka að ná gögnum af honum. Vinnan hefst í fyrramálið, samkvæmt Reuters.Forsvarsmenn Boeing staðhæfa að flugvélarnar séu öruggar en hafa þó stöðvað afhendingu þeirra fimm þúsund flugvéla sem flugfélög um heiminn allan hafa pantað af bandaríska fyrirtækinu. Framleiðslu þeirra verður þó haldið áfram í millitíðinni. Hlutabréf Boeing hafa lækkað um ellefu prósent frá því á sunnudaginn. Bandaríkin Boeing Eþíópía Frakkland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bandaríkjamenn segja líkindi með flugslysum Ný gögn sem bárust flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, sýna líkindi á milli flugslyssins í Eþíópíu á sunnudaginn og flugslysi í Indónesíu í fyrra. 13. mars 2019 23:00 Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni 13. mars 2019 18:30 Fyrirbyggjandi ráðstafanir eðlilegar þegar kemur að flugöryggi Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir eðlilegt að gripið sé til fyrirbyggjandi ráðstafanna þegar kemur að flugöryggi. 14. mars 2019 20:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Allar flugvélar Boeing af gerðinni 737 MAX 8 og MAX 9 verða kyrrsettar þar til í maí, í fyrsta lagi. Flugmálayfirvöld Bandaríkjanna, FAA, segja að þeim verði ekki flogið á ný fyrr en þær hafa allar fengið hugbúnaðaruppfærslu. Flugvélarnar voru kyrrsettar í kjölfar banvæns slyss í Eþíópíu á sunnudaginn og annars í Indónesíu í fyrra. Sérfræðingar hafa fundið líkindi hafa á slysunum með því að bera saman gögn úr gervihnöttum. Báðar flugvélarnar brotlentu skömmu eftir flugtak og í Eþíópíu tilkynnti flugstjóri flugvélarinnar að hann ætti í erfiðleikum með að stýra henni og hafði hann beðið um, og fengið, heimild til að snúa við og lenda aftur. Bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á flugslysinu í Indónesíu í fyrra að skynjari hafi fyrir mistök talið nef flugvélarinnar vera of hátt og sjálfstýring flugvélarinnar hafi því tekið völdin og lækkað flugið. Flugmenn flugvélarinnar hafi ekki getað hækkað flugið og því hafi hún hrapað í Jövuhaf.Þar að auki hafa fregnir borist af því að FAA hafi minnst tvisvar sinnum borist tilkynningar frá flugmönnum í Bandaríkjunum um að flugvélar af þessum gerðum hafi lækkað flugið um tólfhundruð til fimmtánhundruð fet á mínútu, eftir að kveikt var á sjálfsstýringu þeirra. Í bæði skiptin tók þó stuttan tíma að rétta flugvélarnar af, þegar slökkt hafði verið á sjálfsstýringunni.Rannsókn á flugrita hefst á morgunBBC hefur eftir þingmanninum Rick Larsen að það muni taka nokkrar vikur að uppfæra hugbúnað allra flugvélanna sem um ræðir. Það muni í það minnsta taka út apríl. Þó er bent á að FAA sagði í gær að uppfærsla sem starfsmenn Boeing hafa verið að vinna að frá flugslysinu í Indónesíu sé langt frá því að vera tilbúin. Það muni taka mánuði að klára hana.Frakkar hafa tekið yfir rannsókn á flugrita flugvélarinnar sem brotlenti í Eþíópíu. Flugritinn er þó sagður hafa orðið fyrir verulegum skemmdum og óljóst er hve langan tíma það mun taka að ná gögnum af honum. Vinnan hefst í fyrramálið, samkvæmt Reuters.Forsvarsmenn Boeing staðhæfa að flugvélarnar séu öruggar en hafa þó stöðvað afhendingu þeirra fimm þúsund flugvéla sem flugfélög um heiminn allan hafa pantað af bandaríska fyrirtækinu. Framleiðslu þeirra verður þó haldið áfram í millitíðinni. Hlutabréf Boeing hafa lækkað um ellefu prósent frá því á sunnudaginn.
Bandaríkin Boeing Eþíópía Frakkland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bandaríkjamenn segja líkindi með flugslysum Ný gögn sem bárust flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, sýna líkindi á milli flugslyssins í Eþíópíu á sunnudaginn og flugslysi í Indónesíu í fyrra. 13. mars 2019 23:00 Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni 13. mars 2019 18:30 Fyrirbyggjandi ráðstafanir eðlilegar þegar kemur að flugöryggi Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir eðlilegt að gripið sé til fyrirbyggjandi ráðstafanna þegar kemur að flugöryggi. 14. mars 2019 20:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Bandaríkjamenn segja líkindi með flugslysum Ný gögn sem bárust flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, sýna líkindi á milli flugslyssins í Eþíópíu á sunnudaginn og flugslysi í Indónesíu í fyrra. 13. mars 2019 23:00
Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni 13. mars 2019 18:30
Fyrirbyggjandi ráðstafanir eðlilegar þegar kemur að flugöryggi Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir eðlilegt að gripið sé til fyrirbyggjandi ráðstafanna þegar kemur að flugöryggi. 14. mars 2019 20:00