Þín aðstoð við að móta stefnu í málefnum barna Ásmundur Einar Daðason skrifar 15. mars 2019 07:15 Öll getum við verið sammála um að börnin okkar séu besta fjárfesting samfélagsins. Um leið og við sammælumst um þá staðreynd þurfum við sem samfélag að mæta þeirri áskorun af festu að tryggja öllum börnum sem best uppvaxtarskilyrði. Við þurfum að grípa börn í áhættu áður en það er um seinan, bregðast við með viðeigandi hætti og tryggja þeim stuðning og nauðsynlega þjónustu svo þau geti tekið virkan þátt í samfélaginu frá bernsku til fullorðinsára. Um síðustu áramót varð sú breyting á stjórnskipan að félagsmálaráðuneytið setti aukna og sérstaka áherslu á málefni barna. Mikil vinna er í gangi í tengslum við þessar breytingar og hluti af henni er endurskoðun barnaverndarlaga sem og endurskoðun á félagslegri umgjörð og stuðningi við börn á Íslandi. Við vinnuna er lögð áhersla á víðtækt samstarf og samvinnu, hvort sem um ræðir breytingar á lögum, á reglugerðum eða framkvæmd þjónustu. Ég hef skipað þverpólitíska nefnd þingmanna til að hafa yfirumsjón með mótun þessarar vinnu. Hún starfar með fagfólki og notendum kerfisins víða að. Samhliða því hefur verið settur upp stýrihópur stjórnarráðsins í málefnum barna sem skipaður er fulltrúum sex ráðuneyta enda hafa þessi mál snertifleti víða í samfélaginu og þvert á kerfi. Með það að markmiði að fá sem flesta að borðinu og ná fram heildarsýn í því hvernig eigi að stuðla að aukinni velferð barna á Íslandi sendi ég út bréf til aðila sem hafa málefni barna með höndum, eða til um 600 viðtakenda. Í bréfinu var óskað eftir athugasemdum, ábendingum og þátttöku viðtakenda og annarra í opnum hliðarhópum sérfræðinga um tiltekin málefni. Í þeirri vinnu sem fram fer er ekki síst mikilvægt að hlusta á raddir sem sjaldan fá að heyrast. Ég vil hvetja alla sem vilja koma skoðunum á framfæri til að fara inn á vef félagsmálaráðuneytisins en þar má finna frekari upplýsingar um vinnuna og koma ábendingum á framfæri. Á vormánuðum eru fyrirhugaðir opnir fundir þar sem fyrstu útlínur vinnunnar verða kynntar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Öll getum við verið sammála um að börnin okkar séu besta fjárfesting samfélagsins. Um leið og við sammælumst um þá staðreynd þurfum við sem samfélag að mæta þeirri áskorun af festu að tryggja öllum börnum sem best uppvaxtarskilyrði. Við þurfum að grípa börn í áhættu áður en það er um seinan, bregðast við með viðeigandi hætti og tryggja þeim stuðning og nauðsynlega þjónustu svo þau geti tekið virkan þátt í samfélaginu frá bernsku til fullorðinsára. Um síðustu áramót varð sú breyting á stjórnskipan að félagsmálaráðuneytið setti aukna og sérstaka áherslu á málefni barna. Mikil vinna er í gangi í tengslum við þessar breytingar og hluti af henni er endurskoðun barnaverndarlaga sem og endurskoðun á félagslegri umgjörð og stuðningi við börn á Íslandi. Við vinnuna er lögð áhersla á víðtækt samstarf og samvinnu, hvort sem um ræðir breytingar á lögum, á reglugerðum eða framkvæmd þjónustu. Ég hef skipað þverpólitíska nefnd þingmanna til að hafa yfirumsjón með mótun þessarar vinnu. Hún starfar með fagfólki og notendum kerfisins víða að. Samhliða því hefur verið settur upp stýrihópur stjórnarráðsins í málefnum barna sem skipaður er fulltrúum sex ráðuneyta enda hafa þessi mál snertifleti víða í samfélaginu og þvert á kerfi. Með það að markmiði að fá sem flesta að borðinu og ná fram heildarsýn í því hvernig eigi að stuðla að aukinni velferð barna á Íslandi sendi ég út bréf til aðila sem hafa málefni barna með höndum, eða til um 600 viðtakenda. Í bréfinu var óskað eftir athugasemdum, ábendingum og þátttöku viðtakenda og annarra í opnum hliðarhópum sérfræðinga um tiltekin málefni. Í þeirri vinnu sem fram fer er ekki síst mikilvægt að hlusta á raddir sem sjaldan fá að heyrast. Ég vil hvetja alla sem vilja koma skoðunum á framfæri til að fara inn á vef félagsmálaráðuneytisins en þar má finna frekari upplýsingar um vinnuna og koma ábendingum á framfæri. Á vormánuðum eru fyrirhugaðir opnir fundir þar sem fyrstu útlínur vinnunnar verða kynntar.
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar