Segir ekkert smámál að lækka laun Birnu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 15. mars 2019 07:15 Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka. Fréttablaðið/Eyþór „Við þurftum að ræða þetta fram og til baka, það er ekkert smámál að gera þessar breytingar,“ segir Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka, um það samkomulag að lækka laun Birnu Einarsdóttur bankastjóra um 12,5 prósent frá og með næstu mánaðamótum. Hann segir sátt hafa ríkt um niðurstöðuna innan stjórnar, hjá bankastjóranum og Bankasýslu ríkisins. Heildarlaun Birnu lækka úr 4,4 milljónum á mánuði í rúmlega 3,8 milljónir eftir að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kom þeim skilaboðum til stjórna ríkisbankanna tveggja, í gegnum Bankasýslu ríkisins, að tafarlaus endurskoðun á launaskriði stjóranna skyldi framkvæmd. Bankarnir hafa báðir brugðist við. Friðrik og stjórn Íslandsbanka höfðu nýverið í bréfi til Bankasýslunnar varið launaákvarðanir sínar til bankastjórans sem hóflegar og ekki leiðandi. Hin skarpa launalækkun Birnu er því nokkur viðsnúningur. Friðrik segir umræðuna hafa vegið þungt. „Það voru umræður í þjóðfélaginu, bæði bréfaskipti milli fjármálaráðuneytisins og bankasýslunnar og umræður ýmissa ráðherra um þessi launamál sem gera það að verkum að við töldum ástæðu til að endurskoða launasetningu bankastjórans.“ Friðrik bendir á að laun Birnu lækkuðu einnig að hennar frumkvæði um fjórtán prósent í upphafi árs. Með ákvörðuninni nú hafi laun hennar lækkað um nærri fjórðung síðan ríkið eignaðist bankann. Launavísitalan hafi hækkað um tæp 23,6 prósent á sama tímabili. „En okkur hefur þótt staða Íslandsbanka sérstök og öðruvísi en hjá öðrum því sögulega hefur bankinn ekkert verið í eigu ríkisins. Hann var ekki einn þeirra sem voru einkavæddir um síðustu aldamót og Íslandsbanki og forverar hans verið í eigu einkaaðila talsvert langt aftur í tímann. Bankinn starfar auðvitað á samkeppnismarkaði og sá markaður er alltaf að breytast og það hefur meðal annars ráðið launasetningunni hingað til,“ segir Friðrik. Þá telur hann að launasamanburður við aðra ríkisforstjóra gefi ekki alveg rétta mynd. „Bankastjóranum er ekki heimilt að sitja í stjórnum fyrirtækja og fá fyrir það laun. En það er á allra vitorði að margir forstjórar fyrirtækja í ríkiseigu sitja í ýmsum stjórnum fyrirtækja og fá þar tekjur utan þess sem þeir hafa af aðalstarfi sínu.“ Aðalfundur Íslandsbanka fer fram í næstu viku og boðar Friðrik að þar verði kynntar breytingar á starfskjarastefnunni. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
„Við þurftum að ræða þetta fram og til baka, það er ekkert smámál að gera þessar breytingar,“ segir Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka, um það samkomulag að lækka laun Birnu Einarsdóttur bankastjóra um 12,5 prósent frá og með næstu mánaðamótum. Hann segir sátt hafa ríkt um niðurstöðuna innan stjórnar, hjá bankastjóranum og Bankasýslu ríkisins. Heildarlaun Birnu lækka úr 4,4 milljónum á mánuði í rúmlega 3,8 milljónir eftir að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kom þeim skilaboðum til stjórna ríkisbankanna tveggja, í gegnum Bankasýslu ríkisins, að tafarlaus endurskoðun á launaskriði stjóranna skyldi framkvæmd. Bankarnir hafa báðir brugðist við. Friðrik og stjórn Íslandsbanka höfðu nýverið í bréfi til Bankasýslunnar varið launaákvarðanir sínar til bankastjórans sem hóflegar og ekki leiðandi. Hin skarpa launalækkun Birnu er því nokkur viðsnúningur. Friðrik segir umræðuna hafa vegið þungt. „Það voru umræður í þjóðfélaginu, bæði bréfaskipti milli fjármálaráðuneytisins og bankasýslunnar og umræður ýmissa ráðherra um þessi launamál sem gera það að verkum að við töldum ástæðu til að endurskoða launasetningu bankastjórans.“ Friðrik bendir á að laun Birnu lækkuðu einnig að hennar frumkvæði um fjórtán prósent í upphafi árs. Með ákvörðuninni nú hafi laun hennar lækkað um nærri fjórðung síðan ríkið eignaðist bankann. Launavísitalan hafi hækkað um tæp 23,6 prósent á sama tímabili. „En okkur hefur þótt staða Íslandsbanka sérstök og öðruvísi en hjá öðrum því sögulega hefur bankinn ekkert verið í eigu ríkisins. Hann var ekki einn þeirra sem voru einkavæddir um síðustu aldamót og Íslandsbanki og forverar hans verið í eigu einkaaðila talsvert langt aftur í tímann. Bankinn starfar auðvitað á samkeppnismarkaði og sá markaður er alltaf að breytast og það hefur meðal annars ráðið launasetningunni hingað til,“ segir Friðrik. Þá telur hann að launasamanburður við aðra ríkisforstjóra gefi ekki alveg rétta mynd. „Bankastjóranum er ekki heimilt að sitja í stjórnum fyrirtækja og fá fyrir það laun. En það er á allra vitorði að margir forstjórar fyrirtækja í ríkiseigu sitja í ýmsum stjórnum fyrirtækja og fá þar tekjur utan þess sem þeir hafa af aðalstarfi sínu.“ Aðalfundur Íslandsbanka fer fram í næstu viku og boðar Friðrik að þar verði kynntar breytingar á starfskjarastefnunni.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira