John Legend segir háskólakerfið lengi hafa verið ríku fólki í hag Sylvía Hall skrifar 17. mars 2019 16:37 John Legend og Chrissy Teigen hafa bæði tjáð sig um málið en þó á ólíkan hátt. Vísir/Getty Söngvarinn John Legend hefur tjáð sig um svikamylluna sem hjálpaði börnum hinna ríku og frægu að komast inn í nokkra virtustu háskóla Bandaríkjanna. Alríkissaksóknarar í Boston hafa ákært að minnsta kosti fjörutíu manns í tengslum við málið. Meðal þeirra sem hafa verið ákærðir eru leikkonurnar Felicity Huffman og Lori Laughlin en þær eru sagðar hafa borgað háar upphæðir til þess að tryggja börnum sínum skólavist í ákveðnum háskólum. Fyrirtæki manns að nafni William Singer seldi umrædda þjónustu og útvegaði fólk til að taka inntökupróf í háskólana eða kom börnunum á íþróttastyrk, jafnvel þó börnin spiluðu ekki íþróttir. Legend gekk sjálfur í University og Pennsylvania sem er virtur háskóli og komast aðeins 10% umsækjanda að. Hann segir málið vera stærra en þetta tiltekna mál þar sem kerfið hafi lengi verið ríku fólki í hag. „Kjarni málsins er sá að kerfið hefur verið ríku fólki í hag í langan tíma. Inntökukerfið umbunar börnum þeirra ríku og börnum þeirra sem hafa gengið í ákveðna skóla. Það eru margar löglegar leiðir til þess að fara að því sem er ekki sanngjarnt,“ sagði söngvarinn í viðtali við ET. Chrissy Teigen, fyrirsæta og eiginkona Legend, gerði grín að málinu á Twitter-síðu sinni á dögunum þar sem hún hafði sett andlit vina sinna á myndir af frægum fótboltamönnum. „Er þetta raunverulegt? Við erum að reyna að komast inn í Harvard,“ skrifaði Teigen við myndina.does this look real? we are trying to get into harvard @jenatkinhair @mrmikerosenthal @johnlegend pic.twitter.com/jpcNGq2mVi— christine teigen (@chrissyteigen) 13 March 2019 Bandaríkin Tengdar fréttir Sephora hættir samstarfi við dóttur Lori Laughlin í kjölfar háskólasvikamyllu Olivia Jade er í hópi þeirra barna sem komust inn í skóla vegna háskólasvikamyllu. 14. mars 2019 22:42 Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Söngvarinn John Legend hefur tjáð sig um svikamylluna sem hjálpaði börnum hinna ríku og frægu að komast inn í nokkra virtustu háskóla Bandaríkjanna. Alríkissaksóknarar í Boston hafa ákært að minnsta kosti fjörutíu manns í tengslum við málið. Meðal þeirra sem hafa verið ákærðir eru leikkonurnar Felicity Huffman og Lori Laughlin en þær eru sagðar hafa borgað háar upphæðir til þess að tryggja börnum sínum skólavist í ákveðnum háskólum. Fyrirtæki manns að nafni William Singer seldi umrædda þjónustu og útvegaði fólk til að taka inntökupróf í háskólana eða kom börnunum á íþróttastyrk, jafnvel þó börnin spiluðu ekki íþróttir. Legend gekk sjálfur í University og Pennsylvania sem er virtur háskóli og komast aðeins 10% umsækjanda að. Hann segir málið vera stærra en þetta tiltekna mál þar sem kerfið hafi lengi verið ríku fólki í hag. „Kjarni málsins er sá að kerfið hefur verið ríku fólki í hag í langan tíma. Inntökukerfið umbunar börnum þeirra ríku og börnum þeirra sem hafa gengið í ákveðna skóla. Það eru margar löglegar leiðir til þess að fara að því sem er ekki sanngjarnt,“ sagði söngvarinn í viðtali við ET. Chrissy Teigen, fyrirsæta og eiginkona Legend, gerði grín að málinu á Twitter-síðu sinni á dögunum þar sem hún hafði sett andlit vina sinna á myndir af frægum fótboltamönnum. „Er þetta raunverulegt? Við erum að reyna að komast inn í Harvard,“ skrifaði Teigen við myndina.does this look real? we are trying to get into harvard @jenatkinhair @mrmikerosenthal @johnlegend pic.twitter.com/jpcNGq2mVi— christine teigen (@chrissyteigen) 13 March 2019
Bandaríkin Tengdar fréttir Sephora hættir samstarfi við dóttur Lori Laughlin í kjölfar háskólasvikamyllu Olivia Jade er í hópi þeirra barna sem komust inn í skóla vegna háskólasvikamyllu. 14. mars 2019 22:42 Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Sephora hættir samstarfi við dóttur Lori Laughlin í kjölfar háskólasvikamyllu Olivia Jade er í hópi þeirra barna sem komust inn í skóla vegna háskólasvikamyllu. 14. mars 2019 22:42