Þrefalt fleiri ungmenni leita til Frú Ragnheiðar til að fá hreinan sprautubúnað Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. mars 2019 11:00 Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri Frú Ragnheiðar. Vísir Þrefalt fleiri ungmenni, á aldrinum átján til tuttugu ára, sem sprauta vímuefnum í æð leituðu til Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða krossins, árið 2018 miðað við árið 2017. „Við tókum eftir miklum breytingum á síðasta ári. Árið 2017 leituðu tólf manns, sem voru átján til tuttugu ára, til okkar en árið 2018 þá voru þetta þrjátíu og sex einstaklingar,“ segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastjóri hjá Frú Ragnheiði. Í kvölfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að en meira helmingi fleiri unglingar, yngri en átján ára, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við síðustu ár. Forstjóri barnaverndarstofu sagði þetta verið mikið áhyggjuefni, sérstaklega í ljósi þess að eftir að börnin ná átján ára aldri fari þau úr barnaverndarkerfinu og eru án eftirlits. Þá var einnig fjallað um það að hópur þeirra sem sprauta sig reglulega með vímuefnum í æð og leita á sjúkrahúsið Vog fari ört vaxandi en hátt í þrjú hundruð manns með þennan vanda leituðu á Vog í fyrra. Fjölgunin átti einnig við um ungmenni á aldrinum átján til tuttugu ára en fimmtíu og sex manns á þeim aldri komu á Vog í fyrra eftir að hafa sprautað sig.Unglingarnir heimilislausir „Staða þessa hóps er í raun þannig að þau eiga langvarandi vímuefnavanda að baki. Það er oft mikil áfallasaga, einelti og erfiðar félagslegar aðstæður. Þegar þau leita til okkar hafa þau oft verið að sprauta sig í æð í nokkur ár og sumir nokkra mánuði. Staða þeirra er líka þannig að mörg þeirra eru heimilislaus. Þau eru flakkandi á milli íbúða og mörg þeirra gista úti,“ segir Svala en hluti þessara ungmenna leita til Frú Ragnheiðar til að fá hreinan sprautubúnað og aðstoð. Svala segir fjölgunina vissulega vera áhyggjuefni en er þó ánægð með að ungmennin leiti til þeirra. „Þannig getum við veitt þeim nærþjónustu og heilbrigðisþjónustu og sýklalyfjameðferð og veitt þeim þann stuðning sem þau þurfa og við höfum reynt að tala vel utan um þau sem koma til okkar og hjálpað þeim við að fara í viðeigandi vímuefnameðferðir og fá viðeigandi geðþjónustu. Vissulega er þetta ekki nóg, það þarf að þjónusta þennan hóp miklu betur,“ segir Svala en hún tekur undir áhyggjur forstjóra barnaverndarstofu um að aðhald og eftirlit skorti eftir að börnin nái átján ára aldri. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Helmingi fleiri börn sprautað sig með vímuefnum í æð Meira en helmingi fleiri unglingar, yngri en 18 ára, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við síðustu ár. Forstjóri barnaverndarstofu segir þetta mikið áhyggjuefni. Hún vill sjá frekari skyldur hjá hinu opinbera um stuðning við hópinn eftir að þau ná átján ára aldri og eru þá án eftirlits. 18. mars 2019 19:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Þrefalt fleiri ungmenni, á aldrinum átján til tuttugu ára, sem sprauta vímuefnum í æð leituðu til Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða krossins, árið 2018 miðað við árið 2017. „Við tókum eftir miklum breytingum á síðasta ári. Árið 2017 leituðu tólf manns, sem voru átján til tuttugu ára, til okkar en árið 2018 þá voru þetta þrjátíu og sex einstaklingar,“ segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastjóri hjá Frú Ragnheiði. Í kvölfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að en meira helmingi fleiri unglingar, yngri en átján ára, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við síðustu ár. Forstjóri barnaverndarstofu sagði þetta verið mikið áhyggjuefni, sérstaklega í ljósi þess að eftir að börnin ná átján ára aldri fari þau úr barnaverndarkerfinu og eru án eftirlits. Þá var einnig fjallað um það að hópur þeirra sem sprauta sig reglulega með vímuefnum í æð og leita á sjúkrahúsið Vog fari ört vaxandi en hátt í þrjú hundruð manns með þennan vanda leituðu á Vog í fyrra. Fjölgunin átti einnig við um ungmenni á aldrinum átján til tuttugu ára en fimmtíu og sex manns á þeim aldri komu á Vog í fyrra eftir að hafa sprautað sig.Unglingarnir heimilislausir „Staða þessa hóps er í raun þannig að þau eiga langvarandi vímuefnavanda að baki. Það er oft mikil áfallasaga, einelti og erfiðar félagslegar aðstæður. Þegar þau leita til okkar hafa þau oft verið að sprauta sig í æð í nokkur ár og sumir nokkra mánuði. Staða þeirra er líka þannig að mörg þeirra eru heimilislaus. Þau eru flakkandi á milli íbúða og mörg þeirra gista úti,“ segir Svala en hluti þessara ungmenna leita til Frú Ragnheiðar til að fá hreinan sprautubúnað og aðstoð. Svala segir fjölgunina vissulega vera áhyggjuefni en er þó ánægð með að ungmennin leiti til þeirra. „Þannig getum við veitt þeim nærþjónustu og heilbrigðisþjónustu og sýklalyfjameðferð og veitt þeim þann stuðning sem þau þurfa og við höfum reynt að tala vel utan um þau sem koma til okkar og hjálpað þeim við að fara í viðeigandi vímuefnameðferðir og fá viðeigandi geðþjónustu. Vissulega er þetta ekki nóg, það þarf að þjónusta þennan hóp miklu betur,“ segir Svala en hún tekur undir áhyggjur forstjóra barnaverndarstofu um að aðhald og eftirlit skorti eftir að börnin nái átján ára aldri.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Helmingi fleiri börn sprautað sig með vímuefnum í æð Meira en helmingi fleiri unglingar, yngri en 18 ára, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við síðustu ár. Forstjóri barnaverndarstofu segir þetta mikið áhyggjuefni. Hún vill sjá frekari skyldur hjá hinu opinbera um stuðning við hópinn eftir að þau ná átján ára aldri og eru þá án eftirlits. 18. mars 2019 19:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Helmingi fleiri börn sprautað sig með vímuefnum í æð Meira en helmingi fleiri unglingar, yngri en 18 ára, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við síðustu ár. Forstjóri barnaverndarstofu segir þetta mikið áhyggjuefni. Hún vill sjá frekari skyldur hjá hinu opinbera um stuðning við hópinn eftir að þau ná átján ára aldri og eru þá án eftirlits. 18. mars 2019 19:15