Erlent

Fundu bréf í bílnum sem árásarmaðurinn stal

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Lögregla birti þessa mynd af hinum grunaða árásarmanni í gær.
Lögregla birti þessa mynd af hinum grunaða árásarmanni í gær. Mynd/Lögreglan í Utrecht
Saksóknarar í Hollandi greina frá því að bréf hafi fundist í bílnum sem grunaður árásarmaður í Utrecht notaði til að flýja vettvang árásarinnar í gær. Bréfið renni stoðum undir það að maðurinn hafi ætlað sér að fremja hryðjuverk.

Maðurinn, hinn 37 ára Gokmen Tanis, hóf skothríð í sporvagni við 24 Oktoberplein í Utrecht í gærmorgun. Tanis lagði á flótta undan lögreglu í stolnum bíl en var handtekinn snemma í gærkvöldi. Þrír létust í árásinni en hingað til hefur lögregla ekki útilokað að um hryðjuverk hafi verið ræða.

„Enn sem komið er tökum við hryðjuverk sterklega til greina. Bréf sem fannst í bílnum sem notaður var til að flýja vettvang, og eðli málsins, renna stoðum undir það,“ hefur BBC eftir saksóknurum í Hollandi. Aðrar ástæður að baki árásinni hafa þó ekki verið útilokaðar.

Fengist hefur staðfest að hinum grunaða var nýlega sleppt úr haldi lögreglu í tengslum við rannsókn á nauðgunarmáli. Þá hafa tveir menn til viðbótar, 23 og 27 ára, verið handteknir vegna árásarinnar.


Tengdar fréttir

Búið að handtaka árásarmanninn í Utrecht

Lögregluyfirvöld í Hollandi hafa náð að handtaka Gokmen Tanis, sem grunaður um að hafa myrt þrjá og sært aðra fimm þegar hann hóf skotárás í sporvagni í hollensku borginni Utrecht klukksn 9:45 að íslenskum tíma í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×