Mótmælendur hafna því að hafa hindrað aðgengi að þinghúsinu Jakob Bjarnar skrifar 19. mars 2019 15:24 Bjarni Daníel segir mótmælin hafa farið friðsamlega fram, eða allt þar til lögreglan kom og tók að stjaka við mótmælendum. visir/egill „Við vorum ekki að hindra aðgengi að þinghúsinu,“ segir Bjarni Daníel, einn þeirra sem var í hópi mótmælenda í dag, en þrír úr hópnum voru handteknir. Bjarni Daníel segir að lögreglan fari með rangt mál. „Við gerðum það bara örlítið óþægilegt fyrir þingmenn að komast þarna inn. Bara sýna að við værum ekki hætt að mótmæla.“Bjarni Daníel og aðrir mótmælendur telja að meðfylgjandi myndband sýni það svo ekki verður um villst að þau öftruðu engum inngöngu í húsið. Þetta hafi verið friðsamleg mótmæli. „Eins og sést á myndbandinu vorum við búin að skrifa á hendur okkar stutt skilaboð sem eru: Stöðvið brottvísanir. Sem er brýnasta krafa flóttafólks og okkar sem stöndum með þeim.“Bjarni Daníel er einn mótmælenda og hann segir að mótmælum sé hvergi nærri lokið.Mótmælum er hvergi nærri lokið, þeim lýkur ekki fyrr en stjórnvöld setjast að samningaborðinu og taka tillit til fimm atriða sem mótmælendur hafa sett fram: Kröfur flóttafólks. Tjaldið umdeilda sem komið hafði verið fyrir á Austurvelli var tekið niður vegna slæmra veðurskilyrða, til að mynda er stormi spáð í kvöld. Bjarni Daníels segist ekki vita hvort það fer upp aftur. Það verði bara að koma í ljós. Þá telur Bjarni vert að fram komi að ein af þeim þremur sem handtekin var fyrr í dag hafi verið tekin eftir að hún krafðist þess að lögreglan myndi koma tilmælum sínum á framfæri á ensku einnig. „Flóttafólkið flest skilur ekki íslensku nægjanlega vel til að skilja þessi tilmæli. En, lögreglan gerði það ekki og var hún handtekin í kjölfar þess, að hún benti á þetta.“ Alþingi Hælisleitendur Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Þrír mótmælendur handteknir við Alþingishúsið Meðlimir No Border hindruðu aðgengi þingmanna og starfsfólks að þinghúsinu. 19. mars 2019 14:31 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
„Við vorum ekki að hindra aðgengi að þinghúsinu,“ segir Bjarni Daníel, einn þeirra sem var í hópi mótmælenda í dag, en þrír úr hópnum voru handteknir. Bjarni Daníel segir að lögreglan fari með rangt mál. „Við gerðum það bara örlítið óþægilegt fyrir þingmenn að komast þarna inn. Bara sýna að við værum ekki hætt að mótmæla.“Bjarni Daníel og aðrir mótmælendur telja að meðfylgjandi myndband sýni það svo ekki verður um villst að þau öftruðu engum inngöngu í húsið. Þetta hafi verið friðsamleg mótmæli. „Eins og sést á myndbandinu vorum við búin að skrifa á hendur okkar stutt skilaboð sem eru: Stöðvið brottvísanir. Sem er brýnasta krafa flóttafólks og okkar sem stöndum með þeim.“Bjarni Daníel er einn mótmælenda og hann segir að mótmælum sé hvergi nærri lokið.Mótmælum er hvergi nærri lokið, þeim lýkur ekki fyrr en stjórnvöld setjast að samningaborðinu og taka tillit til fimm atriða sem mótmælendur hafa sett fram: Kröfur flóttafólks. Tjaldið umdeilda sem komið hafði verið fyrir á Austurvelli var tekið niður vegna slæmra veðurskilyrða, til að mynda er stormi spáð í kvöld. Bjarni Daníels segist ekki vita hvort það fer upp aftur. Það verði bara að koma í ljós. Þá telur Bjarni vert að fram komi að ein af þeim þremur sem handtekin var fyrr í dag hafi verið tekin eftir að hún krafðist þess að lögreglan myndi koma tilmælum sínum á framfæri á ensku einnig. „Flóttafólkið flest skilur ekki íslensku nægjanlega vel til að skilja þessi tilmæli. En, lögreglan gerði það ekki og var hún handtekin í kjölfar þess, að hún benti á þetta.“
Alþingi Hælisleitendur Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Þrír mótmælendur handteknir við Alþingishúsið Meðlimir No Border hindruðu aðgengi þingmanna og starfsfólks að þinghúsinu. 19. mars 2019 14:31 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Þrír mótmælendur handteknir við Alþingishúsið Meðlimir No Border hindruðu aðgengi þingmanna og starfsfólks að þinghúsinu. 19. mars 2019 14:31