Mótmælendur hafna því að hafa hindrað aðgengi að þinghúsinu Jakob Bjarnar skrifar 19. mars 2019 15:24 Bjarni Daníel segir mótmælin hafa farið friðsamlega fram, eða allt þar til lögreglan kom og tók að stjaka við mótmælendum. visir/egill „Við vorum ekki að hindra aðgengi að þinghúsinu,“ segir Bjarni Daníel, einn þeirra sem var í hópi mótmælenda í dag, en þrír úr hópnum voru handteknir. Bjarni Daníel segir að lögreglan fari með rangt mál. „Við gerðum það bara örlítið óþægilegt fyrir þingmenn að komast þarna inn. Bara sýna að við værum ekki hætt að mótmæla.“Bjarni Daníel og aðrir mótmælendur telja að meðfylgjandi myndband sýni það svo ekki verður um villst að þau öftruðu engum inngöngu í húsið. Þetta hafi verið friðsamleg mótmæli. „Eins og sést á myndbandinu vorum við búin að skrifa á hendur okkar stutt skilaboð sem eru: Stöðvið brottvísanir. Sem er brýnasta krafa flóttafólks og okkar sem stöndum með þeim.“Bjarni Daníel er einn mótmælenda og hann segir að mótmælum sé hvergi nærri lokið.Mótmælum er hvergi nærri lokið, þeim lýkur ekki fyrr en stjórnvöld setjast að samningaborðinu og taka tillit til fimm atriða sem mótmælendur hafa sett fram: Kröfur flóttafólks. Tjaldið umdeilda sem komið hafði verið fyrir á Austurvelli var tekið niður vegna slæmra veðurskilyrða, til að mynda er stormi spáð í kvöld. Bjarni Daníels segist ekki vita hvort það fer upp aftur. Það verði bara að koma í ljós. Þá telur Bjarni vert að fram komi að ein af þeim þremur sem handtekin var fyrr í dag hafi verið tekin eftir að hún krafðist þess að lögreglan myndi koma tilmælum sínum á framfæri á ensku einnig. „Flóttafólkið flest skilur ekki íslensku nægjanlega vel til að skilja þessi tilmæli. En, lögreglan gerði það ekki og var hún handtekin í kjölfar þess, að hún benti á þetta.“ Alþingi Hælisleitendur Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Þrír mótmælendur handteknir við Alþingishúsið Meðlimir No Border hindruðu aðgengi þingmanna og starfsfólks að þinghúsinu. 19. mars 2019 14:31 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
„Við vorum ekki að hindra aðgengi að þinghúsinu,“ segir Bjarni Daníel, einn þeirra sem var í hópi mótmælenda í dag, en þrír úr hópnum voru handteknir. Bjarni Daníel segir að lögreglan fari með rangt mál. „Við gerðum það bara örlítið óþægilegt fyrir þingmenn að komast þarna inn. Bara sýna að við værum ekki hætt að mótmæla.“Bjarni Daníel og aðrir mótmælendur telja að meðfylgjandi myndband sýni það svo ekki verður um villst að þau öftruðu engum inngöngu í húsið. Þetta hafi verið friðsamleg mótmæli. „Eins og sést á myndbandinu vorum við búin að skrifa á hendur okkar stutt skilaboð sem eru: Stöðvið brottvísanir. Sem er brýnasta krafa flóttafólks og okkar sem stöndum með þeim.“Bjarni Daníel er einn mótmælenda og hann segir að mótmælum sé hvergi nærri lokið.Mótmælum er hvergi nærri lokið, þeim lýkur ekki fyrr en stjórnvöld setjast að samningaborðinu og taka tillit til fimm atriða sem mótmælendur hafa sett fram: Kröfur flóttafólks. Tjaldið umdeilda sem komið hafði verið fyrir á Austurvelli var tekið niður vegna slæmra veðurskilyrða, til að mynda er stormi spáð í kvöld. Bjarni Daníels segist ekki vita hvort það fer upp aftur. Það verði bara að koma í ljós. Þá telur Bjarni vert að fram komi að ein af þeim þremur sem handtekin var fyrr í dag hafi verið tekin eftir að hún krafðist þess að lögreglan myndi koma tilmælum sínum á framfæri á ensku einnig. „Flóttafólkið flest skilur ekki íslensku nægjanlega vel til að skilja þessi tilmæli. En, lögreglan gerði það ekki og var hún handtekin í kjölfar þess, að hún benti á þetta.“
Alþingi Hælisleitendur Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Þrír mótmælendur handteknir við Alþingishúsið Meðlimir No Border hindruðu aðgengi þingmanna og starfsfólks að þinghúsinu. 19. mars 2019 14:31 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Þrír mótmælendur handteknir við Alþingishúsið Meðlimir No Border hindruðu aðgengi þingmanna og starfsfólks að þinghúsinu. 19. mars 2019 14:31