Könnun Maskínu: Flestir ætla að kjósa Hatara en Friðrik Ómar þar á eftir Birgir Olgeirsson skrifar 1. mars 2019 15:28 Samkvæmt könnun Maskínu eru Hatari og Friðrik Ómar líklegastir í Söngvakeppninni. Rúmlega 37% þeirra sem ætla að fylgjast með Söngvakeppninni munu líklegast kjósa lag Hatara, „Hatrið mun sigra“. Þetta kemur fram í könnun Maskínu en þar segir að á milli 23% og 24% ætla að kjósa lag Friðriks Ómars, „Hvað ef ég get ekki elskað“ og stefnir því í það að baráttan verði á milli Hatara og Friðriks Ómars. Rúmlega 11% ætla að kjósa lag Kristinu Bærendsen „Mama Said“. Tæplega 21% svarenda hafa ekki myndað sér skoðun á því hvaða lag þeir muni koma til með að kjósa. Samkvæmt könnuninni ætla 63 til 65 prósent Íslendinga að fylgjast með úrslitum Söngvakeppninnar sem fer fram í Laugardalshöll annað kvöld. Í tilkynningu frá Maskínu er tekið fram að enginn yngri en átján ára tók þátt í könnuninni. Karlar (42,9%) eru töluvert líklegri en konur (31,8%) til þess að kjósa Hatara. Konur eru líklegri til þess að kjósa Friðrik Ómar (32,3%) en karlar (14,1%). Þá er mikill munur á því hvaða aldurshópar koma til með að kjósa Hatara. Á bilinu 10% og 11% þeirra sem eru 60 ára eða eldri ætla að kjósa Hatara samanborið við um 56% Íslendinga á aldrinum 40-49 ára. Íslendingar 60 ára og eldri eru líklegastir til þess að kjósa Friðrik Ómar (32,7%) og fólk á aldrinum 40 til 49 ára ólíklegast (19,4%).Aðspurðir hvaða lag Íslendingar telji að muni sigra í Söngvakeppninni, segir nær helmingur að lag Hatara komi til með að bera sigur úr býtum. Á eftir Hatara kemur Friðrik Ómar, en á bilinu 24% og 25% telja að hann sigri í keppninni annað kvöld. Tæplega 62% Íslendinga sem ætla að kjósa Hatara telja að lagið sigri í keppninni en rúmlega 51% þeirra sem ætla að kjósa Friðrik Ómar telja að hann komi til með að sigra.Svarendur voru 704 talsins og komu úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu. Könnunin fór fram dagana 22. febrúar- 1. mars 2019. Eurovision Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Désirée prinsessa látin Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Rúmlega 37% þeirra sem ætla að fylgjast með Söngvakeppninni munu líklegast kjósa lag Hatara, „Hatrið mun sigra“. Þetta kemur fram í könnun Maskínu en þar segir að á milli 23% og 24% ætla að kjósa lag Friðriks Ómars, „Hvað ef ég get ekki elskað“ og stefnir því í það að baráttan verði á milli Hatara og Friðriks Ómars. Rúmlega 11% ætla að kjósa lag Kristinu Bærendsen „Mama Said“. Tæplega 21% svarenda hafa ekki myndað sér skoðun á því hvaða lag þeir muni koma til með að kjósa. Samkvæmt könnuninni ætla 63 til 65 prósent Íslendinga að fylgjast með úrslitum Söngvakeppninnar sem fer fram í Laugardalshöll annað kvöld. Í tilkynningu frá Maskínu er tekið fram að enginn yngri en átján ára tók þátt í könnuninni. Karlar (42,9%) eru töluvert líklegri en konur (31,8%) til þess að kjósa Hatara. Konur eru líklegri til þess að kjósa Friðrik Ómar (32,3%) en karlar (14,1%). Þá er mikill munur á því hvaða aldurshópar koma til með að kjósa Hatara. Á bilinu 10% og 11% þeirra sem eru 60 ára eða eldri ætla að kjósa Hatara samanborið við um 56% Íslendinga á aldrinum 40-49 ára. Íslendingar 60 ára og eldri eru líklegastir til þess að kjósa Friðrik Ómar (32,7%) og fólk á aldrinum 40 til 49 ára ólíklegast (19,4%).Aðspurðir hvaða lag Íslendingar telji að muni sigra í Söngvakeppninni, segir nær helmingur að lag Hatara komi til með að bera sigur úr býtum. Á eftir Hatara kemur Friðrik Ómar, en á bilinu 24% og 25% telja að hann sigri í keppninni annað kvöld. Tæplega 62% Íslendinga sem ætla að kjósa Hatara telja að lagið sigri í keppninni en rúmlega 51% þeirra sem ætla að kjósa Friðrik Ómar telja að hann komi til með að sigra.Svarendur voru 704 talsins og komu úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu. Könnunin fór fram dagana 22. febrúar- 1. mars 2019.
Eurovision Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Désirée prinsessa látin Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira