„Fréttirnar eru sannar, ég trúi því ekki að ég sé að segja þetta en bróðir okkar Keith svipti sig lífi um helgina. Ég er í áfalli, fokking reiður, ráðvilltur og harmi sleginn. Hvíl í friði. Liam bróðir,“ skrifar Howlett á opinberri Instagram-síðu Prodigy.
The news is true , I can’t believe I’m saying this but our brother Keith took his own life over the weekend , I’m shell shocked , fuckin angry , confused and heart broken ..... r.i.p brother Liam #theprodigyView this post on Instagram
A post shared by The Prodigy official (@theprodigyofficial) on Mar 4, 2019 at 4:13am PST
Sveitin naut mikilla vinsælda á tíunda áratugnum meðal annars með lögunum Firestarter, Breathe og Smack My Bitch Up.
Keith Flint kom margsinnis til Íslands til að halda tónleika með sveitinni Prodigy. Frægir eru tónleikar sveitarinnar á tónlistarhátíðinni Uxa 1995 en hún hélt einnig tónleika hér á landi 1994, 1998, 2004 og loks á Secret Solstice 2017.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.
Nánari upplýsingar hér.