Gera þurfi betur í skimunum á krabbameini Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 5. mars 2019 19:51 Færa á hluta af skimunum sem Krabbameinsfélag Íslands hefur sinnt inn á heilsugæslustöðvarnar og ráðast í heildarendurskoðun á hvernig skima skuli fyrir krabbameini hér á landi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögur sem Skimunarráð sendi landlækni um róttækar breytingar. Ráðið leggur til að skimanir verði hluti af almennri og opinberri heilbrigðisþjónustu og að komið verði á fót sérstakri Stjórnstöð skimunar sem tæki yfir það starf sem Leitarstöð Krabbameinsfélag Íslands hefur sinnt. „Það er í samræmi við krabbameinsáætlunina að við þurfum að ná betur utan um þetta en hefur verið gert. Módelið sem lagt er upp með er í raun og veru það sem verið er að gera í Evrópu og víða. Þarna eru ýmsar tillögur og ég hef ákveðið að fallast á og samþykkja og setja í gang verkefnastjórn til að koma þeim til framkvæmda,“ segir Svandís. Færa á skimanir fyrir leghálskrabbameini til heilsugæslustöðvanna en leghálsspeglanir vegna afbrigða við leghálsskoðun verði gerðar á vegum Landspítalans. Þá er lagt til að rannsóknarstofa frumustroka vegna leghálssýna gæti flust til Stjórnstöðvar skimana eða á Landspítalann og að veirurannsóknir á leghálssýnum verði gerðar á veirufræðideild Landspítalans. Brjóstamyndatökur verði áfram gerðar á vegum Krabbameinsfélags Íslands.Landlæknir telur að það verði betri yfirsýn af hálfu stjórnvalda yfir skimanir með ákvörðun um heildarendurskoðun.Vísir/stöð 2Alma D. Möller telur að það verði betri yfirsýn af hálfu stjórnvalda yfir skimanir þegar þær verða færðar inn í opinbera og almenna heilbrigðisþjónustu „Vonandi verður það til þess að fleiri þiggja skimanir. Það er auðvitað markmiðið með þessu að við séum að tryggja enn þá betra og aukið öryggi og þar með betri heilsu þjóðarinnar,“ segir Svandís og tekur þar með undir orð landlæknis sem bætir við; „Vonandi mun mæting eflast, hún hefur aðeins verið að dala. Það eru forsendur þess að skimanir geri gagn að mæting sé ásættanleg,“ segir Alma. Heilbrigðismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Færa á hluta af skimunum sem Krabbameinsfélag Íslands hefur sinnt inn á heilsugæslustöðvarnar og ráðast í heildarendurskoðun á hvernig skima skuli fyrir krabbameini hér á landi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögur sem Skimunarráð sendi landlækni um róttækar breytingar. Ráðið leggur til að skimanir verði hluti af almennri og opinberri heilbrigðisþjónustu og að komið verði á fót sérstakri Stjórnstöð skimunar sem tæki yfir það starf sem Leitarstöð Krabbameinsfélag Íslands hefur sinnt. „Það er í samræmi við krabbameinsáætlunina að við þurfum að ná betur utan um þetta en hefur verið gert. Módelið sem lagt er upp með er í raun og veru það sem verið er að gera í Evrópu og víða. Þarna eru ýmsar tillögur og ég hef ákveðið að fallast á og samþykkja og setja í gang verkefnastjórn til að koma þeim til framkvæmda,“ segir Svandís. Færa á skimanir fyrir leghálskrabbameini til heilsugæslustöðvanna en leghálsspeglanir vegna afbrigða við leghálsskoðun verði gerðar á vegum Landspítalans. Þá er lagt til að rannsóknarstofa frumustroka vegna leghálssýna gæti flust til Stjórnstöðvar skimana eða á Landspítalann og að veirurannsóknir á leghálssýnum verði gerðar á veirufræðideild Landspítalans. Brjóstamyndatökur verði áfram gerðar á vegum Krabbameinsfélags Íslands.Landlæknir telur að það verði betri yfirsýn af hálfu stjórnvalda yfir skimanir með ákvörðun um heildarendurskoðun.Vísir/stöð 2Alma D. Möller telur að það verði betri yfirsýn af hálfu stjórnvalda yfir skimanir þegar þær verða færðar inn í opinbera og almenna heilbrigðisþjónustu „Vonandi verður það til þess að fleiri þiggja skimanir. Það er auðvitað markmiðið með þessu að við séum að tryggja enn þá betra og aukið öryggi og þar með betri heilsu þjóðarinnar,“ segir Svandís og tekur þar með undir orð landlæknis sem bætir við; „Vonandi mun mæting eflast, hún hefur aðeins verið að dala. Það eru forsendur þess að skimanir geri gagn að mæting sé ásættanleg,“ segir Alma.
Heilbrigðismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira