Segir mikinn áhuga á 27 milljóna Sushiplássi á Stjörnutorgi Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. mars 2019 11:30 Sushibarinn express stendur á miðju Stjörnutorgi. Vísir/vilhelm Einar Sturla Möinichen og aðrir aðstandendur Sushibarsins hafa tekið ákvörðun um selja Kringluútibú veitingastaðarins. Útibúið hefur verið starfrækt á Stjörnutorgi undir merkjum Sushibarsins Express undanfarin þrjú ár en þar áður var rýmið á forræði Osushi. Uppsett verð fyrir veitingaplássið eru 27 milljónir króna. Einar segir í samtali við Vísi að ástæðan fyrir sölunni sé í raun sáraeinföld. Reksturinn hafi ekki lengur staðið undir sér og aðstandendur staðarins hafi tekið ákvörðun um að einbeita sér að öðrum öngum rekstursins, í stað þess að berjast fyrir áframhaldandi veru Sushibarsins á Stjörnutorgi. Einar og félagar reka jafnframt Sushibar á Suðurlandsbraut og Sakebarinn á Laugavegi. Þá standa þeir í ströngu þessa dagana við að standsetja rýmið sem áður hýsti útibú Sushibarsins á Laugavegi. Þær framkvæmdir hafa verið tímafrekari og um leið kostnaðarsamari en gert var ráð fyrir í upphafi, eins og Vísir greindi frá í úttekt sinni um stöðuna á „Draugavegi.“ Einar segir að leitað hafi verið að kaupendum að rýminu á Stjörnutorgi frá áramótum, en fyrst núna hafi það verið gert opinbert með formlegri fasteignaauglýsingu. Á þeim tíma hafi töluverður fjöldi áhugasamra sett sig í samband við Einar og spurst fyrir um möguleika rýmisins. Kringlan fær um fimm milljón heimsóknir á ári hverju og segir Einar því að snjallt viðskiptafólk ætti vel að geta rekið stað á Stjörnutorgi, þó svo að þeim hafi ekki tekist það.Vísir/Vilhelm Einar segir að hugmyndir flestra þeirra hafi þó ekki hentað í plássið, það sé ekki aðeins lítið heldur einnig opið og á miðju Stjörnutorgi. Rýmið bjóði þannig ekki upp á fyrirferðamikla eldamennsku eða brasseringar, eins og ýmsir vonbiðlar hafi séð fyrir sér, en henti aftur á móti fullkomlega fyrir einfaldari matreiðslu. Nefnir Einar í því samhengi hvers kyns samlokugerð, súkkulaðisölu eða jafnvel sushilögun. Þrátt fyrir að rekstur Sushibarsins hafi ekki gengið sem skyldi segir Einar að það sé ekki þar með sagt að veitingarekstur á Stjörnutorgi sé ómögulegur. Þvert á móti, Kringlan fái um fimm milljón heimsóknir viðskiptavina á hverju ári auk þess sem töluvert sé um að vera í hádeginu, þegar menntaskólanemar og aðrir starfsmenn Kringlusvæðisins fá sér að borða. Þá sé jafnframt töluverð gerjun á Stjörnutorgi þessa dagana, en eins og Vísir hefur áður sagt frá stendur til að opna svokallaða mathöll í vesturhorni torgsins. Áætlað er að fyrstu veitingastaðirnir í mathöllinni opni í lok apríl. Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Kringlan Tengdar fréttir Vekja „Draugaveg“ til lífsins með ísbar og tattústofu Hvað veldur því að eitt fjölfarnasta horn í miðborg Reykjavíkur hefur skartað mörgum tómum verslunarrýmum undanfarna mánuði og ár? 7. febrúar 2019 09:15 Opna mathöll í Kringlunni Fyrirhugað er að Stjörnutorg fái andlitslyftingu í náinni framtíð. 8. október 2018 11:54 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Einar Sturla Möinichen og aðrir aðstandendur Sushibarsins hafa tekið ákvörðun um selja Kringluútibú veitingastaðarins. Útibúið hefur verið starfrækt á Stjörnutorgi undir merkjum Sushibarsins Express undanfarin þrjú ár en þar áður var rýmið á forræði Osushi. Uppsett verð fyrir veitingaplássið eru 27 milljónir króna. Einar segir í samtali við Vísi að ástæðan fyrir sölunni sé í raun sáraeinföld. Reksturinn hafi ekki lengur staðið undir sér og aðstandendur staðarins hafi tekið ákvörðun um að einbeita sér að öðrum öngum rekstursins, í stað þess að berjast fyrir áframhaldandi veru Sushibarsins á Stjörnutorgi. Einar og félagar reka jafnframt Sushibar á Suðurlandsbraut og Sakebarinn á Laugavegi. Þá standa þeir í ströngu þessa dagana við að standsetja rýmið sem áður hýsti útibú Sushibarsins á Laugavegi. Þær framkvæmdir hafa verið tímafrekari og um leið kostnaðarsamari en gert var ráð fyrir í upphafi, eins og Vísir greindi frá í úttekt sinni um stöðuna á „Draugavegi.“ Einar segir að leitað hafi verið að kaupendum að rýminu á Stjörnutorgi frá áramótum, en fyrst núna hafi það verið gert opinbert með formlegri fasteignaauglýsingu. Á þeim tíma hafi töluverður fjöldi áhugasamra sett sig í samband við Einar og spurst fyrir um möguleika rýmisins. Kringlan fær um fimm milljón heimsóknir á ári hverju og segir Einar því að snjallt viðskiptafólk ætti vel að geta rekið stað á Stjörnutorgi, þó svo að þeim hafi ekki tekist það.Vísir/Vilhelm Einar segir að hugmyndir flestra þeirra hafi þó ekki hentað í plássið, það sé ekki aðeins lítið heldur einnig opið og á miðju Stjörnutorgi. Rýmið bjóði þannig ekki upp á fyrirferðamikla eldamennsku eða brasseringar, eins og ýmsir vonbiðlar hafi séð fyrir sér, en henti aftur á móti fullkomlega fyrir einfaldari matreiðslu. Nefnir Einar í því samhengi hvers kyns samlokugerð, súkkulaðisölu eða jafnvel sushilögun. Þrátt fyrir að rekstur Sushibarsins hafi ekki gengið sem skyldi segir Einar að það sé ekki þar með sagt að veitingarekstur á Stjörnutorgi sé ómögulegur. Þvert á móti, Kringlan fái um fimm milljón heimsóknir viðskiptavina á hverju ári auk þess sem töluvert sé um að vera í hádeginu, þegar menntaskólanemar og aðrir starfsmenn Kringlusvæðisins fá sér að borða. Þá sé jafnframt töluverð gerjun á Stjörnutorgi þessa dagana, en eins og Vísir hefur áður sagt frá stendur til að opna svokallaða mathöll í vesturhorni torgsins. Áætlað er að fyrstu veitingastaðirnir í mathöllinni opni í lok apríl.
Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Kringlan Tengdar fréttir Vekja „Draugaveg“ til lífsins með ísbar og tattústofu Hvað veldur því að eitt fjölfarnasta horn í miðborg Reykjavíkur hefur skartað mörgum tómum verslunarrýmum undanfarna mánuði og ár? 7. febrúar 2019 09:15 Opna mathöll í Kringlunni Fyrirhugað er að Stjörnutorg fái andlitslyftingu í náinni framtíð. 8. október 2018 11:54 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Vekja „Draugaveg“ til lífsins með ísbar og tattústofu Hvað veldur því að eitt fjölfarnasta horn í miðborg Reykjavíkur hefur skartað mörgum tómum verslunarrýmum undanfarna mánuði og ár? 7. febrúar 2019 09:15
Opna mathöll í Kringlunni Fyrirhugað er að Stjörnutorg fái andlitslyftingu í náinni framtíð. 8. október 2018 11:54