Hafa tíu mánuði til að ákvarða hvernig skimunum á krabbameini skal háttað Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 7. mars 2019 13:26 Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands, segir áhyggju efni hvað heilbrigðisyfirvöld hafi stuttan tíma til að ákvarða hvernig skimunum skal háttað. Heilbrigðisráðuneytið hefur aðeins tíu mánuði til að taka endanlega ákvörðun um hvernig haga skuli skimunum fyrir krabbameini hér á landi. Þá rennur þjónustusamningur Sjúkratrygginga við Krabbameinsfélag Íslands út. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagið hefur áhyggjur af þessum stutta tíma sem er til stefnu, hugmyndirnar séu óþroskaðar og langt frá því útfærðar að fullu. Færa á hluta af skimunum sem Krabbameinsfélag Íslands sinnir inn á heilsugæslustöðvarnar og ráðast í heildarendurskoðun á hvernig skima skuli fyrir krabbameini hér á landi. Heilbrigðisráherra hefur samþykkt tillögur sem skimunarráð sendi landlækni um róttækar breytingar. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands, segir margar hugmyndirnar góðar en verkefnið býsna flókið og ómótað. „Þetta er viðkvæm þjónusta og það þarf að vanda mjög mikið til verka ef það á að hreyfa eitthvað til. Það getur til dæmis strax haft áhrif á þátttökuna, það höfum við séð erlendis. Svona hlutir er ekkert sem hægt er að gera mjög hratt. Þetta verður að undirbúa vel og hugsa frá öllum endum og könntum,“ segir Halla.Engin kostnaðaráætlun til taks Færa á meðal annars skimanir fyrir leghálskrabbameini til heilsugæslustöðvanna og leghálsspeglanir verði gerðar á vegum landsspítalans. Í tilkynningu sem Krabbameinsfélagið sendi frá sér segir að engin kostnaðaráætlun fylgi tillögunum og heilbrigðisráðuneytið hafi ekki gert grein fyrir hvort og þá hvernig viðbótarfjármagns verði aflað. Fjárveiting ríkisins hafi ekki dugað hingað til. „Okkar mál er fyrst og fremst að það sé tryggt að almenningur hafi örugglega aðgang að skimun fyrir krabbameinum og að öll vinna í kringum skimunina, þá erum við að tala um boðunarkerfi, utanumhald af öllu tagi, uppgjör af skimunum, hvaða árangur er af þeim, hvað greinist í skimum og svo framvegis, að þessir hlutir séu allir í lagi,“ segir hún. Heilbrigðismál Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið hefur aðeins tíu mánuði til að taka endanlega ákvörðun um hvernig haga skuli skimunum fyrir krabbameini hér á landi. Þá rennur þjónustusamningur Sjúkratrygginga við Krabbameinsfélag Íslands út. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagið hefur áhyggjur af þessum stutta tíma sem er til stefnu, hugmyndirnar séu óþroskaðar og langt frá því útfærðar að fullu. Færa á hluta af skimunum sem Krabbameinsfélag Íslands sinnir inn á heilsugæslustöðvarnar og ráðast í heildarendurskoðun á hvernig skima skuli fyrir krabbameini hér á landi. Heilbrigðisráherra hefur samþykkt tillögur sem skimunarráð sendi landlækni um róttækar breytingar. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands, segir margar hugmyndirnar góðar en verkefnið býsna flókið og ómótað. „Þetta er viðkvæm þjónusta og það þarf að vanda mjög mikið til verka ef það á að hreyfa eitthvað til. Það getur til dæmis strax haft áhrif á þátttökuna, það höfum við séð erlendis. Svona hlutir er ekkert sem hægt er að gera mjög hratt. Þetta verður að undirbúa vel og hugsa frá öllum endum og könntum,“ segir Halla.Engin kostnaðaráætlun til taks Færa á meðal annars skimanir fyrir leghálskrabbameini til heilsugæslustöðvanna og leghálsspeglanir verði gerðar á vegum landsspítalans. Í tilkynningu sem Krabbameinsfélagið sendi frá sér segir að engin kostnaðaráætlun fylgi tillögunum og heilbrigðisráðuneytið hafi ekki gert grein fyrir hvort og þá hvernig viðbótarfjármagns verði aflað. Fjárveiting ríkisins hafi ekki dugað hingað til. „Okkar mál er fyrst og fremst að það sé tryggt að almenningur hafi örugglega aðgang að skimun fyrir krabbameinum og að öll vinna í kringum skimunina, þá erum við að tala um boðunarkerfi, utanumhald af öllu tagi, uppgjör af skimunum, hvaða árangur er af þeim, hvað greinist í skimum og svo framvegis, að þessir hlutir séu allir í lagi,“ segir hún.
Heilbrigðismál Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira