Seðlabankastjóri boðaður á opinn fund í næstu viku Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 9. mars 2019 07:00 Búast má við að Már Guðmundsson fái erfiðar spurningar á opnum fundi í næstu viku. Fréttablaðið/Anton Brink Már Guðmundsson seðlabankastjóri mun sitja fyrir svörum á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á fimmtudaginn í næstu viku. Á fundi nefndarinnar síðastliðinn miðvikudag fór umboðsmaður Alþingis hörðum orðum um stjórnsýslu bankans á tímum gjaldeyrishafta, og gagnrýndi meðal annars opinberar yfirlýsingar forsvarsmanna bankans um þá sem sættu eftirliti og upplýsingagjöf við fjölmiðla um húsleitina hjá Samherja árið 2012. „Eins og málið lítur út á þessu stigi er það auðvitað grafalvarlegt. Við bíðum þó eftir svörum og skýringum frá fulltrúum Seðlabankans í næstu viku og eftir það ætti staðan að vera aðeins skýrari,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Hún segir málið hafa verið lengi hjá nefndinni og að fundur nefndarinnar með fulltrúum Seðlabankans sé löngu ákveðinn. Á fyrrnefndum fundi nefndarinnar sagði umboðsmaður það ekki samræmast hlutverki forsvarsmanna eftirlitsstofnana að lýsa opinberlega efasemdum um sakleysi manna eftir að mál þeirra hafi verið felld niður vegna galla á regluverki eða annarra formgalla. Umboðsmanni varð einnig tíðrætt um þau orð Más Guðmundssonar í bréfi til forsætisráðherra, sem birt var á vef bankans í lok febrúar, að húsleitin hjá Samherja árið 2012 hefði haft ákveðin fælingaráhrif. Í bréfinu er fælingarmætti húsleitarinnar lýst þannig að tekist hafi að stöðva útstreymi aflandskróna og bæta virkni skilaskyldu. Með húsleitinni hafi verið send skýr skilaboð um að Seðlabankanum hafi verið alvara með því að framfylgja höftunum. Í máli umboðsmanns kom einnig fram að hann teldi ástæðu til að kanna nánar hver hafi verið hlutur starfsmanna gjaldeyriseftirlits Seðlabankans í að upplýsa starfsmann Ríkisútvarpsins um fyrirhugaða húsleit en við íþyngjandi rannsóknarúrræði eins og húsleit ríkir þagnarskylda á starfsmönnum sem að henni koma, ekki aðeins vegna rannsóknarhagsmuna heldur einnig vegna réttar borgaranna til að teljast saklausir uns sekt þeirra er sönnuð. Umboðsmaður sagði Samherjamálið og framkvæmd gjaldeyriseftirlitsins gefa tilefni til að huga betur að aðgreiningu verkefna hjá stofnunum sem er falið eftirlitshlutverk og vald til að beita viðurlögum. Slík verkefni fari ekki endilega vel saman við önnur verkefni viðkomandi stofnunar. Þessum vanda er einnig lýst í fyrrnefndu bréfi Más til forsætisráðherra. Hann greinir þar frá því þegar starfsmenn bankans svari upplýsingabeiðnum fjölmiðla með vísan til þagnarskylduákvæða sé því jafnan verr tekið en í tilvikum annarra eftirlitsstofnana, lögreglu og saksóknara. Það kunni að skýrast af því að starfsmenn bankans tjái sig gjarnan opinberlega um önnur verkefni bankans eins og peningastefnu og fjármálastöðugleika. Þá segir í bréfinu að Seðlabankinn eigi erfiðara með að draga sig inn í skel þar sem þögn sé gjarnan túlkuð sem svo að hlutir þoli ekki dagsljósið og neikvæð smitáhrif á aðra starfsemi geti haft neikvæð smitáhrif í meiri mæli en í tilvikum sérhæfðari eftirlitsstofnana, lögreglu og saksóknara. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Stjórnsýsla Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri mun sitja fyrir svörum á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á fimmtudaginn í næstu viku. Á fundi nefndarinnar síðastliðinn miðvikudag fór umboðsmaður Alþingis hörðum orðum um stjórnsýslu bankans á tímum gjaldeyrishafta, og gagnrýndi meðal annars opinberar yfirlýsingar forsvarsmanna bankans um þá sem sættu eftirliti og upplýsingagjöf við fjölmiðla um húsleitina hjá Samherja árið 2012. „Eins og málið lítur út á þessu stigi er það auðvitað grafalvarlegt. Við bíðum þó eftir svörum og skýringum frá fulltrúum Seðlabankans í næstu viku og eftir það ætti staðan að vera aðeins skýrari,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Hún segir málið hafa verið lengi hjá nefndinni og að fundur nefndarinnar með fulltrúum Seðlabankans sé löngu ákveðinn. Á fyrrnefndum fundi nefndarinnar sagði umboðsmaður það ekki samræmast hlutverki forsvarsmanna eftirlitsstofnana að lýsa opinberlega efasemdum um sakleysi manna eftir að mál þeirra hafi verið felld niður vegna galla á regluverki eða annarra formgalla. Umboðsmanni varð einnig tíðrætt um þau orð Más Guðmundssonar í bréfi til forsætisráðherra, sem birt var á vef bankans í lok febrúar, að húsleitin hjá Samherja árið 2012 hefði haft ákveðin fælingaráhrif. Í bréfinu er fælingarmætti húsleitarinnar lýst þannig að tekist hafi að stöðva útstreymi aflandskróna og bæta virkni skilaskyldu. Með húsleitinni hafi verið send skýr skilaboð um að Seðlabankanum hafi verið alvara með því að framfylgja höftunum. Í máli umboðsmanns kom einnig fram að hann teldi ástæðu til að kanna nánar hver hafi verið hlutur starfsmanna gjaldeyriseftirlits Seðlabankans í að upplýsa starfsmann Ríkisútvarpsins um fyrirhugaða húsleit en við íþyngjandi rannsóknarúrræði eins og húsleit ríkir þagnarskylda á starfsmönnum sem að henni koma, ekki aðeins vegna rannsóknarhagsmuna heldur einnig vegna réttar borgaranna til að teljast saklausir uns sekt þeirra er sönnuð. Umboðsmaður sagði Samherjamálið og framkvæmd gjaldeyriseftirlitsins gefa tilefni til að huga betur að aðgreiningu verkefna hjá stofnunum sem er falið eftirlitshlutverk og vald til að beita viðurlögum. Slík verkefni fari ekki endilega vel saman við önnur verkefni viðkomandi stofnunar. Þessum vanda er einnig lýst í fyrrnefndu bréfi Más til forsætisráðherra. Hann greinir þar frá því þegar starfsmenn bankans svari upplýsingabeiðnum fjölmiðla með vísan til þagnarskylduákvæða sé því jafnan verr tekið en í tilvikum annarra eftirlitsstofnana, lögreglu og saksóknara. Það kunni að skýrast af því að starfsmenn bankans tjái sig gjarnan opinberlega um önnur verkefni bankans eins og peningastefnu og fjármálastöðugleika. Þá segir í bréfinu að Seðlabankinn eigi erfiðara með að draga sig inn í skel þar sem þögn sé gjarnan túlkuð sem svo að hlutir þoli ekki dagsljósið og neikvæð smitáhrif á aðra starfsemi geti haft neikvæð smitáhrif í meiri mæli en í tilvikum sérhæfðari eftirlitsstofnana, lögreglu og saksóknara.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Stjórnsýsla Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Sjá meira