Seðlabankastjóri boðaður á opinn fund í næstu viku Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 9. mars 2019 07:00 Búast má við að Már Guðmundsson fái erfiðar spurningar á opnum fundi í næstu viku. Fréttablaðið/Anton Brink Már Guðmundsson seðlabankastjóri mun sitja fyrir svörum á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á fimmtudaginn í næstu viku. Á fundi nefndarinnar síðastliðinn miðvikudag fór umboðsmaður Alþingis hörðum orðum um stjórnsýslu bankans á tímum gjaldeyrishafta, og gagnrýndi meðal annars opinberar yfirlýsingar forsvarsmanna bankans um þá sem sættu eftirliti og upplýsingagjöf við fjölmiðla um húsleitina hjá Samherja árið 2012. „Eins og málið lítur út á þessu stigi er það auðvitað grafalvarlegt. Við bíðum þó eftir svörum og skýringum frá fulltrúum Seðlabankans í næstu viku og eftir það ætti staðan að vera aðeins skýrari,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Hún segir málið hafa verið lengi hjá nefndinni og að fundur nefndarinnar með fulltrúum Seðlabankans sé löngu ákveðinn. Á fyrrnefndum fundi nefndarinnar sagði umboðsmaður það ekki samræmast hlutverki forsvarsmanna eftirlitsstofnana að lýsa opinberlega efasemdum um sakleysi manna eftir að mál þeirra hafi verið felld niður vegna galla á regluverki eða annarra formgalla. Umboðsmanni varð einnig tíðrætt um þau orð Más Guðmundssonar í bréfi til forsætisráðherra, sem birt var á vef bankans í lok febrúar, að húsleitin hjá Samherja árið 2012 hefði haft ákveðin fælingaráhrif. Í bréfinu er fælingarmætti húsleitarinnar lýst þannig að tekist hafi að stöðva útstreymi aflandskróna og bæta virkni skilaskyldu. Með húsleitinni hafi verið send skýr skilaboð um að Seðlabankanum hafi verið alvara með því að framfylgja höftunum. Í máli umboðsmanns kom einnig fram að hann teldi ástæðu til að kanna nánar hver hafi verið hlutur starfsmanna gjaldeyriseftirlits Seðlabankans í að upplýsa starfsmann Ríkisútvarpsins um fyrirhugaða húsleit en við íþyngjandi rannsóknarúrræði eins og húsleit ríkir þagnarskylda á starfsmönnum sem að henni koma, ekki aðeins vegna rannsóknarhagsmuna heldur einnig vegna réttar borgaranna til að teljast saklausir uns sekt þeirra er sönnuð. Umboðsmaður sagði Samherjamálið og framkvæmd gjaldeyriseftirlitsins gefa tilefni til að huga betur að aðgreiningu verkefna hjá stofnunum sem er falið eftirlitshlutverk og vald til að beita viðurlögum. Slík verkefni fari ekki endilega vel saman við önnur verkefni viðkomandi stofnunar. Þessum vanda er einnig lýst í fyrrnefndu bréfi Más til forsætisráðherra. Hann greinir þar frá því þegar starfsmenn bankans svari upplýsingabeiðnum fjölmiðla með vísan til þagnarskylduákvæða sé því jafnan verr tekið en í tilvikum annarra eftirlitsstofnana, lögreglu og saksóknara. Það kunni að skýrast af því að starfsmenn bankans tjái sig gjarnan opinberlega um önnur verkefni bankans eins og peningastefnu og fjármálastöðugleika. Þá segir í bréfinu að Seðlabankinn eigi erfiðara með að draga sig inn í skel þar sem þögn sé gjarnan túlkuð sem svo að hlutir þoli ekki dagsljósið og neikvæð smitáhrif á aðra starfsemi geti haft neikvæð smitáhrif í meiri mæli en í tilvikum sérhæfðari eftirlitsstofnana, lögreglu og saksóknara. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Stjórnsýsla Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri mun sitja fyrir svörum á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á fimmtudaginn í næstu viku. Á fundi nefndarinnar síðastliðinn miðvikudag fór umboðsmaður Alþingis hörðum orðum um stjórnsýslu bankans á tímum gjaldeyrishafta, og gagnrýndi meðal annars opinberar yfirlýsingar forsvarsmanna bankans um þá sem sættu eftirliti og upplýsingagjöf við fjölmiðla um húsleitina hjá Samherja árið 2012. „Eins og málið lítur út á þessu stigi er það auðvitað grafalvarlegt. Við bíðum þó eftir svörum og skýringum frá fulltrúum Seðlabankans í næstu viku og eftir það ætti staðan að vera aðeins skýrari,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Hún segir málið hafa verið lengi hjá nefndinni og að fundur nefndarinnar með fulltrúum Seðlabankans sé löngu ákveðinn. Á fyrrnefndum fundi nefndarinnar sagði umboðsmaður það ekki samræmast hlutverki forsvarsmanna eftirlitsstofnana að lýsa opinberlega efasemdum um sakleysi manna eftir að mál þeirra hafi verið felld niður vegna galla á regluverki eða annarra formgalla. Umboðsmanni varð einnig tíðrætt um þau orð Más Guðmundssonar í bréfi til forsætisráðherra, sem birt var á vef bankans í lok febrúar, að húsleitin hjá Samherja árið 2012 hefði haft ákveðin fælingaráhrif. Í bréfinu er fælingarmætti húsleitarinnar lýst þannig að tekist hafi að stöðva útstreymi aflandskróna og bæta virkni skilaskyldu. Með húsleitinni hafi verið send skýr skilaboð um að Seðlabankanum hafi verið alvara með því að framfylgja höftunum. Í máli umboðsmanns kom einnig fram að hann teldi ástæðu til að kanna nánar hver hafi verið hlutur starfsmanna gjaldeyriseftirlits Seðlabankans í að upplýsa starfsmann Ríkisútvarpsins um fyrirhugaða húsleit en við íþyngjandi rannsóknarúrræði eins og húsleit ríkir þagnarskylda á starfsmönnum sem að henni koma, ekki aðeins vegna rannsóknarhagsmuna heldur einnig vegna réttar borgaranna til að teljast saklausir uns sekt þeirra er sönnuð. Umboðsmaður sagði Samherjamálið og framkvæmd gjaldeyriseftirlitsins gefa tilefni til að huga betur að aðgreiningu verkefna hjá stofnunum sem er falið eftirlitshlutverk og vald til að beita viðurlögum. Slík verkefni fari ekki endilega vel saman við önnur verkefni viðkomandi stofnunar. Þessum vanda er einnig lýst í fyrrnefndu bréfi Más til forsætisráðherra. Hann greinir þar frá því þegar starfsmenn bankans svari upplýsingabeiðnum fjölmiðla með vísan til þagnarskylduákvæða sé því jafnan verr tekið en í tilvikum annarra eftirlitsstofnana, lögreglu og saksóknara. Það kunni að skýrast af því að starfsmenn bankans tjái sig gjarnan opinberlega um önnur verkefni bankans eins og peningastefnu og fjármálastöðugleika. Þá segir í bréfinu að Seðlabankinn eigi erfiðara með að draga sig inn í skel þar sem þögn sé gjarnan túlkuð sem svo að hlutir þoli ekki dagsljósið og neikvæð smitáhrif á aðra starfsemi geti haft neikvæð smitáhrif í meiri mæli en í tilvikum sérhæfðari eftirlitsstofnana, lögreglu og saksóknara.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Stjórnsýsla Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira