Tvær konur til viðbótar saka R.Kelly um kynferðisbrot Andri Eysteinsson skrifar 21. febrúar 2019 23:50 Enn bætist á lista yfir konur sem saka R.Kelly um kynferðisbrot. Vísir/Getty Tvær konur, þær Rochelle Washington og Latresa Scaff, hafa nú stigið fram og lýst kynferðisofbeldi sem þær segja að bandaríski tónlistarmaðurinn Robert Sylvester Kelly, betur þekktur sem R.Kelly, hafi beitt þær á tíunda áratug síðustu aldar. BBC greinir frá. Washington og Scaff, héldu ásamt lögfræðingi sínum, Gloriu Alfred, blaðamannafund í New York þar sem þær lýstu reynslu sinni af söngvaranum. Konurnar segja að starfsfólk söngvarans hafi hleypt þeim baksviðs eftir tónleika R. Kelly í borginni Baltimore í Marylandríki árið 1995 eða 1996. Konurnar sem í dag eru 40 og 39 ára gamlar segja að starfsfólkið hafi gefið þeim kókaín, kannabis og áfengi og sagt þeim að bíða eftir söngvaranum á hótelherbergi hans eftir tónleikana. Þar hafi hann króað þær af og krafist þess að þær stunduðu með honum kynlíf. Önnur kvennanna, Rochelle Washington, segist hafa neitað óskum söngvarans og farið á salernið en Scaff hafi stundað með honum kynlíf. Latresa Scaff sem var á þeim tíma 16-17 ára gömul segist ekki hafa verið í ástandi til þess að veita samþykki sitt, vegna ölvunar. Lögfræðingur kvennanna, Gloria Alfred, starfar einnig fyrir fleiri konur sem ásakað hafa R.Kelly. Á blaðamannafundinum hafði Alfreð þetta að segja um söngvarann: „Þú getur ekki flúið og þú hefur engan stað til að felast, þú hefur komist upp með kynferðisbrot þín í allt of langan tíma“ Skammt er frá því að heimildamyndin Surviving R. Kelly var í umræðunni en þar var ljósi varpað á skuggalega fortíð söngvarans. Leiddi myndin til þess að tónlist R.Kelly var fjarlægð af Spotify ásamt því að fjöldi tónlistarmanna baðst afsökunar á því að hafa unnið með honum. Bandaríkin MeToo Mál R. Kelly Tengdar fréttir „Öllum var sama því við vorum svartar stelpur“ Fjöldi kvenna hefur undanfarin misseri stigið fram og sakað bandaríska R&B-tónlistarmanninn R Kelly um kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi. 18. janúar 2019 11:45 Sony lætur R. Kelly gossa Fyrirtækið vill hafa lágt um ákvörðunina og ætlar ekki að senda frá sér sérstaka yfirlýsingu vegna málsins. 18. janúar 2019 20:58 R Kelly þvertekur fyrir ásakanir um kynferðisofbeldi í 19 mínútna löngu lagi Lagið er titlað I Admit, eða Ég játa, og var gefið út á Soundcloud-reikningi R Kelly í dag. 23. júlí 2018 17:46 „R. Kelly er elskulegur maður. Robert er djöfullinn sjálfur“ Lifetime gerir þrjá þætti þar sem rætt er við fórnarlömb R. Kelly. 23. október 2018 11:33 Chance The Rapper biðst afsökunar á að hafa starfað með R. Kelly Rapparinn Chance The Rapper birti í dag afsökunarbeiðni til fórnarlamba rapparans R. Kelly. Chance The Rapper gaf út lagið Somewhere In Paradise með R. Kelly árið 2015. 6. janúar 2019 13:24 Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira
Tvær konur, þær Rochelle Washington og Latresa Scaff, hafa nú stigið fram og lýst kynferðisofbeldi sem þær segja að bandaríski tónlistarmaðurinn Robert Sylvester Kelly, betur þekktur sem R.Kelly, hafi beitt þær á tíunda áratug síðustu aldar. BBC greinir frá. Washington og Scaff, héldu ásamt lögfræðingi sínum, Gloriu Alfred, blaðamannafund í New York þar sem þær lýstu reynslu sinni af söngvaranum. Konurnar segja að starfsfólk söngvarans hafi hleypt þeim baksviðs eftir tónleika R. Kelly í borginni Baltimore í Marylandríki árið 1995 eða 1996. Konurnar sem í dag eru 40 og 39 ára gamlar segja að starfsfólkið hafi gefið þeim kókaín, kannabis og áfengi og sagt þeim að bíða eftir söngvaranum á hótelherbergi hans eftir tónleikana. Þar hafi hann króað þær af og krafist þess að þær stunduðu með honum kynlíf. Önnur kvennanna, Rochelle Washington, segist hafa neitað óskum söngvarans og farið á salernið en Scaff hafi stundað með honum kynlíf. Latresa Scaff sem var á þeim tíma 16-17 ára gömul segist ekki hafa verið í ástandi til þess að veita samþykki sitt, vegna ölvunar. Lögfræðingur kvennanna, Gloria Alfred, starfar einnig fyrir fleiri konur sem ásakað hafa R.Kelly. Á blaðamannafundinum hafði Alfreð þetta að segja um söngvarann: „Þú getur ekki flúið og þú hefur engan stað til að felast, þú hefur komist upp með kynferðisbrot þín í allt of langan tíma“ Skammt er frá því að heimildamyndin Surviving R. Kelly var í umræðunni en þar var ljósi varpað á skuggalega fortíð söngvarans. Leiddi myndin til þess að tónlist R.Kelly var fjarlægð af Spotify ásamt því að fjöldi tónlistarmanna baðst afsökunar á því að hafa unnið með honum.
Bandaríkin MeToo Mál R. Kelly Tengdar fréttir „Öllum var sama því við vorum svartar stelpur“ Fjöldi kvenna hefur undanfarin misseri stigið fram og sakað bandaríska R&B-tónlistarmanninn R Kelly um kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi. 18. janúar 2019 11:45 Sony lætur R. Kelly gossa Fyrirtækið vill hafa lágt um ákvörðunina og ætlar ekki að senda frá sér sérstaka yfirlýsingu vegna málsins. 18. janúar 2019 20:58 R Kelly þvertekur fyrir ásakanir um kynferðisofbeldi í 19 mínútna löngu lagi Lagið er titlað I Admit, eða Ég játa, og var gefið út á Soundcloud-reikningi R Kelly í dag. 23. júlí 2018 17:46 „R. Kelly er elskulegur maður. Robert er djöfullinn sjálfur“ Lifetime gerir þrjá þætti þar sem rætt er við fórnarlömb R. Kelly. 23. október 2018 11:33 Chance The Rapper biðst afsökunar á að hafa starfað með R. Kelly Rapparinn Chance The Rapper birti í dag afsökunarbeiðni til fórnarlamba rapparans R. Kelly. Chance The Rapper gaf út lagið Somewhere In Paradise með R. Kelly árið 2015. 6. janúar 2019 13:24 Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira
„Öllum var sama því við vorum svartar stelpur“ Fjöldi kvenna hefur undanfarin misseri stigið fram og sakað bandaríska R&B-tónlistarmanninn R Kelly um kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi. 18. janúar 2019 11:45
Sony lætur R. Kelly gossa Fyrirtækið vill hafa lágt um ákvörðunina og ætlar ekki að senda frá sér sérstaka yfirlýsingu vegna málsins. 18. janúar 2019 20:58
R Kelly þvertekur fyrir ásakanir um kynferðisofbeldi í 19 mínútna löngu lagi Lagið er titlað I Admit, eða Ég játa, og var gefið út á Soundcloud-reikningi R Kelly í dag. 23. júlí 2018 17:46
„R. Kelly er elskulegur maður. Robert er djöfullinn sjálfur“ Lifetime gerir þrjá þætti þar sem rætt er við fórnarlömb R. Kelly. 23. október 2018 11:33
Chance The Rapper biðst afsökunar á að hafa starfað með R. Kelly Rapparinn Chance The Rapper birti í dag afsökunarbeiðni til fórnarlamba rapparans R. Kelly. Chance The Rapper gaf út lagið Somewhere In Paradise með R. Kelly árið 2015. 6. janúar 2019 13:24