Segir ólíklegt að liðsauki Miðflokksins hafi áhrif á skipan þingnefnda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. febrúar 2019 17:48 Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar Vísir/Vilhelm Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur ekki að ganga Karls Gauta Hjaltasonar og Ólafs Ísleifssonar, fyrrum þingmanna Flokks fólksins og síðar óháðra þingmanna, til liðs við Miðflokkinn muni hafa áhrif á ásýnd Alþingis með tilliti til skipan nefnda. Þetta kom fram í samtali Loga við fréttastofu í dag. „Ég held að þetta muni ekki breyta neinu á þinginu í sjálfu sér. Ég held að þetta muni ekki hafa í för með sér neinar breytingar á nefndum eða öðru slíku.“ Fyrr í dag var haft eftir Ólafi Ísleifssyni að vistaskiptin gætu kallað á endurskipulagningu í nefndum þingsins þar sem Miðflokkurinn er nú orðinn stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, stærri en Samfylkingin sem áður var stærst stjórnarandstöðuflokka. Þá var greint frá því fyrr í dag að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sendi öllum flokksmönnum sínum bréf, þar sem meðal annars kom fram að hann muni fara fram á að kosið verði aftur í nefndir Alþingis. Aðspurður út í þessar fyrirætlanir Sigmundar Davíðs segist Logi þó telja minni líkur en meiri á því að kosið verði á ný í þingnefndir. „Það er auðvitað búið að gera samkomulag í þingbyrjun og það þarf 22 þingmenn til þess að taka það upp,“ segir Logi og bætir við að hann sjái ekki fyrir sér að svo fjölmennur hópur þingmanna sem séu sama sinnis og Miðflokksmenn sé til staðar. Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34 Ákváðu að ganga í Miðflokkinn í gær Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að hann og Karl Gauti Hjaltason hafi ákveðið að ganga í Miðflokkinn í gær. 22. febrúar 2019 16:08 Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur ekki að ganga Karls Gauta Hjaltasonar og Ólafs Ísleifssonar, fyrrum þingmanna Flokks fólksins og síðar óháðra þingmanna, til liðs við Miðflokkinn muni hafa áhrif á ásýnd Alþingis með tilliti til skipan nefnda. Þetta kom fram í samtali Loga við fréttastofu í dag. „Ég held að þetta muni ekki breyta neinu á þinginu í sjálfu sér. Ég held að þetta muni ekki hafa í för með sér neinar breytingar á nefndum eða öðru slíku.“ Fyrr í dag var haft eftir Ólafi Ísleifssyni að vistaskiptin gætu kallað á endurskipulagningu í nefndum þingsins þar sem Miðflokkurinn er nú orðinn stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, stærri en Samfylkingin sem áður var stærst stjórnarandstöðuflokka. Þá var greint frá því fyrr í dag að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sendi öllum flokksmönnum sínum bréf, þar sem meðal annars kom fram að hann muni fara fram á að kosið verði aftur í nefndir Alþingis. Aðspurður út í þessar fyrirætlanir Sigmundar Davíðs segist Logi þó telja minni líkur en meiri á því að kosið verði á ný í þingnefndir. „Það er auðvitað búið að gera samkomulag í þingbyrjun og það þarf 22 þingmenn til þess að taka það upp,“ segir Logi og bætir við að hann sjái ekki fyrir sér að svo fjölmennur hópur þingmanna sem séu sama sinnis og Miðflokksmenn sé til staðar.
Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34 Ákváðu að ganga í Miðflokkinn í gær Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að hann og Karl Gauti Hjaltason hafi ákveðið að ganga í Miðflokkinn í gær. 22. febrúar 2019 16:08 Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
„Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34
Ákváðu að ganga í Miðflokkinn í gær Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að hann og Karl Gauti Hjaltason hafi ákveðið að ganga í Miðflokkinn í gær. 22. febrúar 2019 16:08
Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25