Segir ólíklegt að liðsauki Miðflokksins hafi áhrif á skipan þingnefnda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. febrúar 2019 17:48 Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar Vísir/Vilhelm Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur ekki að ganga Karls Gauta Hjaltasonar og Ólafs Ísleifssonar, fyrrum þingmanna Flokks fólksins og síðar óháðra þingmanna, til liðs við Miðflokkinn muni hafa áhrif á ásýnd Alþingis með tilliti til skipan nefnda. Þetta kom fram í samtali Loga við fréttastofu í dag. „Ég held að þetta muni ekki breyta neinu á þinginu í sjálfu sér. Ég held að þetta muni ekki hafa í för með sér neinar breytingar á nefndum eða öðru slíku.“ Fyrr í dag var haft eftir Ólafi Ísleifssyni að vistaskiptin gætu kallað á endurskipulagningu í nefndum þingsins þar sem Miðflokkurinn er nú orðinn stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, stærri en Samfylkingin sem áður var stærst stjórnarandstöðuflokka. Þá var greint frá því fyrr í dag að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sendi öllum flokksmönnum sínum bréf, þar sem meðal annars kom fram að hann muni fara fram á að kosið verði aftur í nefndir Alþingis. Aðspurður út í þessar fyrirætlanir Sigmundar Davíðs segist Logi þó telja minni líkur en meiri á því að kosið verði á ný í þingnefndir. „Það er auðvitað búið að gera samkomulag í þingbyrjun og það þarf 22 þingmenn til þess að taka það upp,“ segir Logi og bætir við að hann sjái ekki fyrir sér að svo fjölmennur hópur þingmanna sem séu sama sinnis og Miðflokksmenn sé til staðar. Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34 Ákváðu að ganga í Miðflokkinn í gær Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að hann og Karl Gauti Hjaltason hafi ákveðið að ganga í Miðflokkinn í gær. 22. febrúar 2019 16:08 Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur ekki að ganga Karls Gauta Hjaltasonar og Ólafs Ísleifssonar, fyrrum þingmanna Flokks fólksins og síðar óháðra þingmanna, til liðs við Miðflokkinn muni hafa áhrif á ásýnd Alþingis með tilliti til skipan nefnda. Þetta kom fram í samtali Loga við fréttastofu í dag. „Ég held að þetta muni ekki breyta neinu á þinginu í sjálfu sér. Ég held að þetta muni ekki hafa í för með sér neinar breytingar á nefndum eða öðru slíku.“ Fyrr í dag var haft eftir Ólafi Ísleifssyni að vistaskiptin gætu kallað á endurskipulagningu í nefndum þingsins þar sem Miðflokkurinn er nú orðinn stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, stærri en Samfylkingin sem áður var stærst stjórnarandstöðuflokka. Þá var greint frá því fyrr í dag að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sendi öllum flokksmönnum sínum bréf, þar sem meðal annars kom fram að hann muni fara fram á að kosið verði aftur í nefndir Alþingis. Aðspurður út í þessar fyrirætlanir Sigmundar Davíðs segist Logi þó telja minni líkur en meiri á því að kosið verði á ný í þingnefndir. „Það er auðvitað búið að gera samkomulag í þingbyrjun og það þarf 22 þingmenn til þess að taka það upp,“ segir Logi og bætir við að hann sjái ekki fyrir sér að svo fjölmennur hópur þingmanna sem séu sama sinnis og Miðflokksmenn sé til staðar.
Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34 Ákváðu að ganga í Miðflokkinn í gær Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að hann og Karl Gauti Hjaltason hafi ákveðið að ganga í Miðflokkinn í gær. 22. febrúar 2019 16:08 Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
„Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34
Ákváðu að ganga í Miðflokkinn í gær Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að hann og Karl Gauti Hjaltason hafi ákveðið að ganga í Miðflokkinn í gær. 22. febrúar 2019 16:08
Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25