Býst við breyttri skipan þingnefnda í kjölfar stækkunar Miðflokksins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. febrúar 2019 20:04 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagðist í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 gera ráð fyrir breyttri verkaskiptingu í nefndum Alþingis í kjölfar þess að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson gengu til liðs við Miðflokkinn. Þeir voru í desember reknir úr Flokki fólksins eftir að Klaustursupptökurnar voru gerðar opinberar og hafa síðan þá setið á þingi sem óháðir þingmenn. Sigmundur segir viðbótina, sem gerir Miðflokkinn að stærsta stjórnarandstöðuflokknum á þingi, hafa áhrif innan þings og utan. „Innan Alþingis hefur þetta þau praktísku áhrif að við erum orðin stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn og fyrir vikið gerum við ráð fyrir breyttri verkaskiptingu í nefndum og slíku,“ segir Sigmundur og bætir við að Miðflokkurinn sé í raun orðinn forystuflokkur stjórnarandstöðunnar. „Út á við hefur þetta þau áhrif að þingflokkurinn er orðinn stærri, kominn með tvo gríðarlega öfluga liðsmenn, Ólaf Ísleifsson, fáir standast honum snúning á sviði hagfræðinnar, Karl Gauta sem er gríðarlega öflugur á sviði lögfræði, laga og réttar og auðvitað eru þeir öflugir í mörgum öðrum málum líka. Þannig að þetta hefur bæði áhrif innan þings og utan.“ Sigmundur segist þá telja eðlilegt að stokkað verði upp í nefndum sem skipaðar voru að samkomulagi þingflokkanna eftir kosningar. „Við teljum að sjálfsögðu tilefni til þess, enda eðlilegt að hlutverkaskipting í nefndum endurspegli þingstyrk flokkanna.“ Aðspurður hvort að breytingin á skipan þingflokks Miðflokksins muni hafa þau áhrif að flokkurinn muni leitast við að vinna betur með öðrum stjórnarandstöðuflokkum eða hvort hún kunni að leiða til meiri átaka innan andstöðunnar segir Sigmundur að eðlilegast væri ef stjórnarandstöðuflokkarnir funduðu um framhaldið. „Við höfum verið í ágætis samstarfi hvað varðar praktísk atriði þó að það sé rétt að við séum mjög ólík pólitískt en eðlilegt næsta skref er að funda um þau mál.“Viðtal við Sigmund Davíð í kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að neðan. Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34 Segir ólíklegt að liðsauki Miðflokksins hafi áhrif á skipan þingnefnda Logi Einarsson segist ekki sjá fyrir sér að kosið verði aftur í þingnefndir þrátt fyrir að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson hafi gengið til liðs við Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 17:48 Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagðist í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 gera ráð fyrir breyttri verkaskiptingu í nefndum Alþingis í kjölfar þess að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson gengu til liðs við Miðflokkinn. Þeir voru í desember reknir úr Flokki fólksins eftir að Klaustursupptökurnar voru gerðar opinberar og hafa síðan þá setið á þingi sem óháðir þingmenn. Sigmundur segir viðbótina, sem gerir Miðflokkinn að stærsta stjórnarandstöðuflokknum á þingi, hafa áhrif innan þings og utan. „Innan Alþingis hefur þetta þau praktísku áhrif að við erum orðin stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn og fyrir vikið gerum við ráð fyrir breyttri verkaskiptingu í nefndum og slíku,“ segir Sigmundur og bætir við að Miðflokkurinn sé í raun orðinn forystuflokkur stjórnarandstöðunnar. „Út á við hefur þetta þau áhrif að þingflokkurinn er orðinn stærri, kominn með tvo gríðarlega öfluga liðsmenn, Ólaf Ísleifsson, fáir standast honum snúning á sviði hagfræðinnar, Karl Gauta sem er gríðarlega öflugur á sviði lögfræði, laga og réttar og auðvitað eru þeir öflugir í mörgum öðrum málum líka. Þannig að þetta hefur bæði áhrif innan þings og utan.“ Sigmundur segist þá telja eðlilegt að stokkað verði upp í nefndum sem skipaðar voru að samkomulagi þingflokkanna eftir kosningar. „Við teljum að sjálfsögðu tilefni til þess, enda eðlilegt að hlutverkaskipting í nefndum endurspegli þingstyrk flokkanna.“ Aðspurður hvort að breytingin á skipan þingflokks Miðflokksins muni hafa þau áhrif að flokkurinn muni leitast við að vinna betur með öðrum stjórnarandstöðuflokkum eða hvort hún kunni að leiða til meiri átaka innan andstöðunnar segir Sigmundur að eðlilegast væri ef stjórnarandstöðuflokkarnir funduðu um framhaldið. „Við höfum verið í ágætis samstarfi hvað varðar praktísk atriði þó að það sé rétt að við séum mjög ólík pólitískt en eðlilegt næsta skref er að funda um þau mál.“Viðtal við Sigmund Davíð í kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34 Segir ólíklegt að liðsauki Miðflokksins hafi áhrif á skipan þingnefnda Logi Einarsson segist ekki sjá fyrir sér að kosið verði aftur í þingnefndir þrátt fyrir að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson hafi gengið til liðs við Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 17:48 Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
„Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34
Segir ólíklegt að liðsauki Miðflokksins hafi áhrif á skipan þingnefnda Logi Einarsson segist ekki sjá fyrir sér að kosið verði aftur í þingnefndir þrátt fyrir að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson hafi gengið til liðs við Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 17:48
Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25