Málefnaleg samstaða réði inngöngu í Miðflokkinn Heimir Már Pétursson skrifar 22. febrúar 2019 20:29 Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins. Vísir/Stöð 2 Miðflokkurinn er orðinn stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á Alþingi eftir að tveir utanflokkaþingmenn sem vikið var úr Flokki fólksins gengu til liðs við flokkinn í dag. Þeir segja málefnin hafa ráðið ákvörðun þeirra. Fundur fjögurra þingmanna Miðflokksins og tveggja þingmanna Flokks fólksins á Klaustur barnum hinn 20. nóvember hefur reynst afdrifaríkur en þar var meðal annars talað fjálglega um að þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason gengju úr flokki fólkins í Miðflokkinn. Eftir að upptökur af fundinum voru birtar fyrst hinn 28. nóvember voru þeir Ólafur og Karl Gauti reknir úr Flokki fólksins tveimur dögum síðar og urðu þingmenn utan flokka. Ólafur Ísleifsson segir Miðflokkinn standa þeim málefnalega nærri. „Þessi ákvörðun er reist á málefnalegum forsendum. Stjórnmál snúast um málefni. Það hafa legið gagnvegir á milli okkar í málefnalegu tilliti og það er mikil samstaða,” segir Ólafur. Samfylkingin taldist stærst þingflokka stjórnarandstöðunnar í skjóli atkvæðamagns þar til í dag. En nú er Miðflokkurinn orðinn stærsti þingflokkur stjórnarandstöðunnar með níu þingmenn. Það hefur til að mynda áhrif á hver formanna flokkanna talar fyrst í umræðum á Alþingi. Allt frá klausturupptökunum og eftir að þeim félögum var síðan vikið úr Flokki fólksins hafa verið háværar raddir um að þeir væru á leið í Miðflokkinn.Voruð þið fram að þessu alveg heilir í Flokki fólksins á sínum tíma, þannig að þið voruð ekki að undirbúa brottför ykkar þaðan?„Algerlega. Það var aldrei nokkuð snið á okkur að fara úr þeim flokki. Það kom okkur mjög á óvart að forysta flokksins skyldi taka þessa fljótfærnu ákvörðun sem þau gerðu þarna á mjög skömmum tíma,” segir Karl Gauti. Ákvörðun þeirra tvímenninga að ganga til liðs við Miðflokkinn hafi ekki verið tekinn fyrr en í dag. Hér að neðan má sjá muninn á skipan þingflokka stjórnarandstöðunnar fyrir og eftir inngöngu Karls Gauta og Ólafs í Miðflokkinn. Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Miðflokkurinn er orðinn stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á Alþingi eftir að tveir utanflokkaþingmenn sem vikið var úr Flokki fólksins gengu til liðs við flokkinn í dag. Þeir segja málefnin hafa ráðið ákvörðun þeirra. Fundur fjögurra þingmanna Miðflokksins og tveggja þingmanna Flokks fólksins á Klaustur barnum hinn 20. nóvember hefur reynst afdrifaríkur en þar var meðal annars talað fjálglega um að þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason gengju úr flokki fólkins í Miðflokkinn. Eftir að upptökur af fundinum voru birtar fyrst hinn 28. nóvember voru þeir Ólafur og Karl Gauti reknir úr Flokki fólksins tveimur dögum síðar og urðu þingmenn utan flokka. Ólafur Ísleifsson segir Miðflokkinn standa þeim málefnalega nærri. „Þessi ákvörðun er reist á málefnalegum forsendum. Stjórnmál snúast um málefni. Það hafa legið gagnvegir á milli okkar í málefnalegu tilliti og það er mikil samstaða,” segir Ólafur. Samfylkingin taldist stærst þingflokka stjórnarandstöðunnar í skjóli atkvæðamagns þar til í dag. En nú er Miðflokkurinn orðinn stærsti þingflokkur stjórnarandstöðunnar með níu þingmenn. Það hefur til að mynda áhrif á hver formanna flokkanna talar fyrst í umræðum á Alþingi. Allt frá klausturupptökunum og eftir að þeim félögum var síðan vikið úr Flokki fólksins hafa verið háværar raddir um að þeir væru á leið í Miðflokkinn.Voruð þið fram að þessu alveg heilir í Flokki fólksins á sínum tíma, þannig að þið voruð ekki að undirbúa brottför ykkar þaðan?„Algerlega. Það var aldrei nokkuð snið á okkur að fara úr þeim flokki. Það kom okkur mjög á óvart að forysta flokksins skyldi taka þessa fljótfærnu ákvörðun sem þau gerðu þarna á mjög skömmum tíma,” segir Karl Gauti. Ákvörðun þeirra tvímenninga að ganga til liðs við Miðflokkinn hafi ekki verið tekinn fyrr en í dag. Hér að neðan má sjá muninn á skipan þingflokka stjórnarandstöðunnar fyrir og eftir inngöngu Karls Gauta og Ólafs í Miðflokkinn.
Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent