Bæjarstjóri skaut að lögregluþjónum í Flórída Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2019 13:42 Frá æfingu lögregluþjóna í Flórída. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. AP/Omar Ricardo Aquije Dale Glen Massad, bæjarstjóri Port Richey í Flórída, skaut á fimmtudaginn á sérsveit lögreglunnar sem komin var að heimili bæjarstjórans. Lögregluþjónar voru þangað komnir til að handtaka Massad fyrir að stunda lækningar, þar á meðal skurðaðgerð, án réttinda. Chris Nocco, fógeti, segir Massad hafa skotið tveimur skotum að lögregluþjónum áður en hann var handtekinn. Engan sakaði þó en Massad hefur verið ákærður fyrir tvær tilraunir til manndráps.Samkvæmt Washington Post kynntu lögregluþjónar sig og bönkuðu hjá Massad. Þá reyndu þeir að brjóta niður hurðina og skjóta hana af lömunum en uppgötvuðu að hún opnaðist út á við. Eftir að þeir heyrðu tvo skothvelli fóru þeir aftur að bílum sínum og sáu Massad í glugga á efri hæð hússins. Þar stóð hann með byssu í einni hendi og síma í henni. Lögregluþjónarnir réðust aftur til atlögu og handtóku Massad, sem samkvæmt fógetanum lýsti því yfir að hann ætlaði ekki aftur í fangelsi. Lögregluþjónar töldu sig vissa um að Massad væri undir áhrifum fíkniefna þegar þeir réðust til atlögu og hafði hann einnig nýverið verið handtekinn vegna heimiliserja. „Hann er heppinn að vera ekki dáinn,“ sagði Nocco. „Þegar einhver segir að hann ætli sér ekki aftur í fangelsi endar það yfirleitt með skothríð, þeir reyni að flýja eða reyni að fá lögregluþjóna til að skjóta sig. Massad var læknir á árunum 1977 til 1992 en skilaði inn réttindum sínum eftir að þriggja ára sjúklingur hans dó. Samkvæmt Washington Post gaf hann barninu Valíum, án þess að kanna hver leyfilegur skammtur væri í þessu tilfelli, og leyfði tannlækni að gefa barninu svefnlyf, aftur án þess að kanna hver leyfilegur skammtur væri. Barnið dó vegna of stórra skammta. Þá var hann kosinn bæjarstjóri í kosningum árið 2015. Einungis 27 prósent kjósenda í Port Richey, þar sem um 2.600 manns búa, greiddu atkvæði og Massad fékk í heildina 182 atkvæði. Hann sigraði tvo aðra frambjóðendur. Massad og þáverandi kærasta hans voru handtekin í ágúst, vegna heimiliserja, en lögregluþjónar höfðu þá verið kallaðir fjórum sinnum til heimilis þeirra á fáeinum mánuðum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Dale Glen Massad, bæjarstjóri Port Richey í Flórída, skaut á fimmtudaginn á sérsveit lögreglunnar sem komin var að heimili bæjarstjórans. Lögregluþjónar voru þangað komnir til að handtaka Massad fyrir að stunda lækningar, þar á meðal skurðaðgerð, án réttinda. Chris Nocco, fógeti, segir Massad hafa skotið tveimur skotum að lögregluþjónum áður en hann var handtekinn. Engan sakaði þó en Massad hefur verið ákærður fyrir tvær tilraunir til manndráps.Samkvæmt Washington Post kynntu lögregluþjónar sig og bönkuðu hjá Massad. Þá reyndu þeir að brjóta niður hurðina og skjóta hana af lömunum en uppgötvuðu að hún opnaðist út á við. Eftir að þeir heyrðu tvo skothvelli fóru þeir aftur að bílum sínum og sáu Massad í glugga á efri hæð hússins. Þar stóð hann með byssu í einni hendi og síma í henni. Lögregluþjónarnir réðust aftur til atlögu og handtóku Massad, sem samkvæmt fógetanum lýsti því yfir að hann ætlaði ekki aftur í fangelsi. Lögregluþjónar töldu sig vissa um að Massad væri undir áhrifum fíkniefna þegar þeir réðust til atlögu og hafði hann einnig nýverið verið handtekinn vegna heimiliserja. „Hann er heppinn að vera ekki dáinn,“ sagði Nocco. „Þegar einhver segir að hann ætli sér ekki aftur í fangelsi endar það yfirleitt með skothríð, þeir reyni að flýja eða reyni að fá lögregluþjóna til að skjóta sig. Massad var læknir á árunum 1977 til 1992 en skilaði inn réttindum sínum eftir að þriggja ára sjúklingur hans dó. Samkvæmt Washington Post gaf hann barninu Valíum, án þess að kanna hver leyfilegur skammtur væri í þessu tilfelli, og leyfði tannlækni að gefa barninu svefnlyf, aftur án þess að kanna hver leyfilegur skammtur væri. Barnið dó vegna of stórra skammta. Þá var hann kosinn bæjarstjóri í kosningum árið 2015. Einungis 27 prósent kjósenda í Port Richey, þar sem um 2.600 manns búa, greiddu atkvæði og Massad fékk í heildina 182 atkvæði. Hann sigraði tvo aðra frambjóðendur. Massad og þáverandi kærasta hans voru handtekin í ágúst, vegna heimiliserja, en lögregluþjónar höfðu þá verið kallaðir fjórum sinnum til heimilis þeirra á fáeinum mánuðum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira