Finninn sannspái segir baráttuna standa milli tveggja laga Atli Ísleifsson skrifar 26. febrúar 2019 10:20 Thomas Lundin er sannkallaður Eurovision-sérfræðingur og segir íslensku flytjendurna í Söngvakeppninni sérstaklega góða. Myndir/RÚV/Cata Portin Finnski Eurovision-sérfræðingurinn Thomas Lundin telur að baráttan um sigur í Söngvakeppninni á laugardaginn muni standa á milli lags sveitarinnar Hatara og lags færeysku söngkonunnar Kristinu Bærendsen. Thomas segir að lag Heru Bjarkar fari aldrei almennilega á flug og að lag Friðriks Ómars minni um of á lag heimsþekktrar söngkonu. Þá segir hann gæðastig flytjendanna sem þátt taka í Söngvakeppninni vera sérstaklega hátt og að keppnin standi að því leyti framar sænsku undankeppninni, Melodifestivalen. Vísir hefur áður leitað til Lundin til að fá álit hans á lögunum í Söngvakeppninni. Á síðasta ári spáði hann laginu Our Choice, í flutningi Ara Ólafssonar, sigri í keppninni sem og varð raunin. Þá spáði hann einnig lagi Svölu, Paper, sigri árið 2017.Thomas Lundin starfar sem tónlistarmaður og fjölmiðlamaður í Finnlandi.Mynd/Cata PortinAlltaf jafn hamingjusamur Thomas vakti mikla athygli í þáttum sænska ríkissjónvarpsins (SVT) fyrir nokkrum árum þar sem fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum komu saman til að hlusta á og ræða framlögin í Eurovision. Eurovision-goðsögnin Eiríkur Hauksson var fulltrúi Íslendinga í þáttunum. Thomas segist alltaf verða jafn hamingjusamur þegar hann hlustar á lögin sem þátt taki í Söngvakeppninni. „Íslenska undankeppnin fyrir Eurovision er fyrsta sæti í Evrópu þegar kemur að röddum listamannanna. Hvergi annars staðar heyrir maður jafn góðar frammistöður þegar kemur að söng. Helsta vígi Eurovision, Svíþjóð, á langt í land hvað það varðar. Oj, oj, oj hvað maður hefur þurft að hlýða á mikið af fölskum söng í Melodifestivalen í ár,“ segir Thomas.Minnir um of á lag Rihönnu Thomas segir að „ofuratvinnumennirnir“ Hera Björk og Friðrik Ómar hafi vakið mikla aðdáun hjá sér með sviðsframkomu sinni, útgeislun og röddum. „En þar sem það eru ekki listamennirnir heldur lögin sem keppa í Eurovision er hvorugt þeirra líklegur sigurvegari í ár að mínum dómi. Lag Heru kemst aldrei almennilega á flug og lag Friðriks Ómars minnir líklegast aðeins of mikið á lag Rihönnu, Love on the Brain.“ Friðrik Ómar hefur sjálfur sagst lítið kippa sig upp við þá umræðu sem hafi blossað upp vegna meintra líkinda laganna og sagt Unchained Melody hafa verið innblásturinn. „Rihanna og ég tókum það þaðan,“ sagði Friðrik Ómar í samtali við Vísi í síðustu viku.Nauðsyn þess að skera sig úr Thomas starfar sjálfur sem söngvari og fjölmiðlamaður í Finnlandi og hefur lengi haft áhuga á Eurovision. „Til að ná árangri í Eurovision í dag þarf auk góðs lags og flytjanda að vera með fúnkerandi „show“ sem sker sig úr. Auðveldasta leiðin fyrir Ísland til að skera sig úr í Tel Avív er að sjálfsögðu að velja Hatara sem sigurvegara. Það verður pottþétt heild sem minnir ekki á neitt annað. Hatrið mun sigra er gott lag og á það sérstaklega við um viðlagið í stúdíóútgáfunni. Í „live-útgáfunni“ sem ég hef séð myndi ég vilja sjá aðeins meiri styrk og „hreðjar“ [„balls“] í flutningnum. Það er að segja í viðlaginu! „Growlsöngvarinn“ er jú klárlega með nægilega miklar „hreðjar“ til að dugi fyrir allt Ísland,“ segir Thomas léttur í bragði.Kristína í uppáhaldi Thomas segir lag Kristinu Bærendsen, Mama Said, vera í uppáhaldi hjá sér persónulega. „Ég elska röddina hennar og þetta sefjandi lag. Með því að fínpússa sviðssetninguna og sérstaklega með auknu sjálfstrausti þá verður þetta alger perla. Kristina og Hatari eru sem sagt líklegust. Ég held að þau hafi bæði möguleika á að komast á úrslitakvöldið í Tel Avív. Líklegast á Hatari mesta möguleika á því af þeim lögum sem keppa til úrslita í Söngvakeppninni í ár,“ segir Thomas að lokum. Fari svo að Kristína Bærendsen og lagið Mama Said vinni keppnina yrði það í fyrsta sinn sem lag sem kemst í úrslitakvöld Söngvakeppninnar fyrir tilstilli framkvæmdastjórnar Söngvakeppninnar, myndi bera sigur úr býtum. Lagið Lífið kviknar á ný, í flutningi Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur, komst í úrslitin árið 2014 sem „Wild Card“ og er eina lagið af slíkum toga sem hefur komist í „einvígið“. Beið lagið þar lægri hlut fyrir Pollapönki og laginu No prejudice. Íslendingar munu velja fulltrúa sinn í Eurovision árið 2019 næstkomandi laugardag, en Eurovision-keppnin sjálf fer fram dagana 14., 16. og 18. maí. Mun Ísland keppa á fyrra undanúrslitakvöldinu. Eurovision Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
Finnski Eurovision-sérfræðingurinn Thomas Lundin telur að baráttan um sigur í Söngvakeppninni á laugardaginn muni standa á milli lags sveitarinnar Hatara og lags færeysku söngkonunnar Kristinu Bærendsen. Thomas segir að lag Heru Bjarkar fari aldrei almennilega á flug og að lag Friðriks Ómars minni um of á lag heimsþekktrar söngkonu. Þá segir hann gæðastig flytjendanna sem þátt taka í Söngvakeppninni vera sérstaklega hátt og að keppnin standi að því leyti framar sænsku undankeppninni, Melodifestivalen. Vísir hefur áður leitað til Lundin til að fá álit hans á lögunum í Söngvakeppninni. Á síðasta ári spáði hann laginu Our Choice, í flutningi Ara Ólafssonar, sigri í keppninni sem og varð raunin. Þá spáði hann einnig lagi Svölu, Paper, sigri árið 2017.Thomas Lundin starfar sem tónlistarmaður og fjölmiðlamaður í Finnlandi.Mynd/Cata PortinAlltaf jafn hamingjusamur Thomas vakti mikla athygli í þáttum sænska ríkissjónvarpsins (SVT) fyrir nokkrum árum þar sem fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum komu saman til að hlusta á og ræða framlögin í Eurovision. Eurovision-goðsögnin Eiríkur Hauksson var fulltrúi Íslendinga í þáttunum. Thomas segist alltaf verða jafn hamingjusamur þegar hann hlustar á lögin sem þátt taki í Söngvakeppninni. „Íslenska undankeppnin fyrir Eurovision er fyrsta sæti í Evrópu þegar kemur að röddum listamannanna. Hvergi annars staðar heyrir maður jafn góðar frammistöður þegar kemur að söng. Helsta vígi Eurovision, Svíþjóð, á langt í land hvað það varðar. Oj, oj, oj hvað maður hefur þurft að hlýða á mikið af fölskum söng í Melodifestivalen í ár,“ segir Thomas.Minnir um of á lag Rihönnu Thomas segir að „ofuratvinnumennirnir“ Hera Björk og Friðrik Ómar hafi vakið mikla aðdáun hjá sér með sviðsframkomu sinni, útgeislun og röddum. „En þar sem það eru ekki listamennirnir heldur lögin sem keppa í Eurovision er hvorugt þeirra líklegur sigurvegari í ár að mínum dómi. Lag Heru kemst aldrei almennilega á flug og lag Friðriks Ómars minnir líklegast aðeins of mikið á lag Rihönnu, Love on the Brain.“ Friðrik Ómar hefur sjálfur sagst lítið kippa sig upp við þá umræðu sem hafi blossað upp vegna meintra líkinda laganna og sagt Unchained Melody hafa verið innblásturinn. „Rihanna og ég tókum það þaðan,“ sagði Friðrik Ómar í samtali við Vísi í síðustu viku.Nauðsyn þess að skera sig úr Thomas starfar sjálfur sem söngvari og fjölmiðlamaður í Finnlandi og hefur lengi haft áhuga á Eurovision. „Til að ná árangri í Eurovision í dag þarf auk góðs lags og flytjanda að vera með fúnkerandi „show“ sem sker sig úr. Auðveldasta leiðin fyrir Ísland til að skera sig úr í Tel Avív er að sjálfsögðu að velja Hatara sem sigurvegara. Það verður pottþétt heild sem minnir ekki á neitt annað. Hatrið mun sigra er gott lag og á það sérstaklega við um viðlagið í stúdíóútgáfunni. Í „live-útgáfunni“ sem ég hef séð myndi ég vilja sjá aðeins meiri styrk og „hreðjar“ [„balls“] í flutningnum. Það er að segja í viðlaginu! „Growlsöngvarinn“ er jú klárlega með nægilega miklar „hreðjar“ til að dugi fyrir allt Ísland,“ segir Thomas léttur í bragði.Kristína í uppáhaldi Thomas segir lag Kristinu Bærendsen, Mama Said, vera í uppáhaldi hjá sér persónulega. „Ég elska röddina hennar og þetta sefjandi lag. Með því að fínpússa sviðssetninguna og sérstaklega með auknu sjálfstrausti þá verður þetta alger perla. Kristina og Hatari eru sem sagt líklegust. Ég held að þau hafi bæði möguleika á að komast á úrslitakvöldið í Tel Avív. Líklegast á Hatari mesta möguleika á því af þeim lögum sem keppa til úrslita í Söngvakeppninni í ár,“ segir Thomas að lokum. Fari svo að Kristína Bærendsen og lagið Mama Said vinni keppnina yrði það í fyrsta sinn sem lag sem kemst í úrslitakvöld Söngvakeppninnar fyrir tilstilli framkvæmdastjórnar Söngvakeppninnar, myndi bera sigur úr býtum. Lagið Lífið kviknar á ný, í flutningi Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur, komst í úrslitin árið 2014 sem „Wild Card“ og er eina lagið af slíkum toga sem hefur komist í „einvígið“. Beið lagið þar lægri hlut fyrir Pollapönki og laginu No prejudice. Íslendingar munu velja fulltrúa sinn í Eurovision árið 2019 næstkomandi laugardag, en Eurovision-keppnin sjálf fer fram dagana 14., 16. og 18. maí. Mun Ísland keppa á fyrra undanúrslitakvöldinu.
Eurovision Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira