Thomas Lundin telur að Svala eigi mesta möguleika í Kíev Atli Ísleifsson skrifar 7. mars 2017 11:02 Thomas Lundin vakti mikla athygli í þáttum sænska ríkissjónvarpsins (SVT) fyrir nokkrum árum þar sem fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum komu saman til að hlusta á og ræða framlögin í söngvakeppninni. Finnski söngvarinn og Eurovision-sérfræðingurinn Thomas Lundin telur að Ísland muni eigi mesta möguleika á að komast upp úr undanúrslitum Eurovision-keppninnar í Kiev í maí ef landsmenn myndu velja stuðlag sem framlag sitt á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar næsta laugardag. Thomas vakti mikla athygli í þáttum sænska ríkissjónvarpsins (SVT) fyrir nokkrum árum þar sem fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum komu saman til að hlusta á og ræða framlögin í söngvakeppninni. Eiríkur Hauksson var fulltrúi Íslendinga í þáttunum.Svala, Aron og Hildur í uppáhaldi Thomas segir í samtali við Vísi að eftir fyrstu hlustun telji hann gæði íslensku laganna vera mikil – eins og alltaf. „Góðir listamenn og góð lög. Þið komið til með að fá flott úrslitakvöld. Uppáhaldslögin mín eru lög Svölu Björgvinsdóttur, Arons Brink og Hildar Kristínar Stefánsdóttur. Mér líkar líka við fallega ballöðu Arnars Jónssonar og Rakelar Pálsdóttur en minnir ansi mikið á „Blackbird“, lagið sem keppir fyrir hönd Finnlands í Kíev í maí.“ Hann bendir á að mörg lönd hafa þegar valið hvaða lög munu keppa í keppninni í maí og að ljóst sé að það verði mikið um ballöður í ár. „Stuðlag frá Íslandi myndi því auka breiddina í Eurovision-keppninni 2017 og örugglega auka möguleikana á að komast í úrslitin og gera vel.“Grípandi viðlagThomas telur að Svala Björgvins myndi eiga mesta möguleika þegar kæmi að stóru stundinni Úkraínu. „Gott lag með sterkt viðlag sem grípur mann við fyrstu hlustun. En það er sama hvaða lag þið veljið – framlag Íslands verður gott í ár. Öll sjö lögin eru góð, þó að einhver gætu átt á hættu að standa ekki nógu mikið upp úr á stóra sviðinu í Kíev.“ Ísland keppnir á fyrra undanúrslitakvöldinu þriðjudaginn 9. maí ásamt Albaníu, Ástralíu, Aserbaídsjan, Belgíu, Finnlandi, Georgíu, Svartfjallalandi, Portúgal, Svíþjóð, Armeníu, Kýpur, Tékklandi, Grikklandi, Lettlandi, Moldóvu, Póllandi og Slóveníu. Seinna undanúrslitakvöldið fer fram 11. maí og úrslitakvöldið laugardaginn 13. maí. Eurovision Tengdar fréttir Loreen mun ekki verða fulltrúi Svía í Eurovision 2017 Loreen, sem kom, sá og sigraði, með lagi sínu Euphoria, árið 2012, féll úr leik í kvöld, í sænsku undankeppni Eurovision. 4. mars 2017 23:16 Svölu spáð sigri af erlendum Eurovision-fræðingum Vefsíðan Wiwi Bloggs spáir Svölu Björgvinsdóttur í lokakeppnina í Eurovision en keppnin fer fram í Kænugarði í maí. 28. febrúar 2017 12:00 Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fleiri fréttir Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Sjá meira
Finnski söngvarinn og Eurovision-sérfræðingurinn Thomas Lundin telur að Ísland muni eigi mesta möguleika á að komast upp úr undanúrslitum Eurovision-keppninnar í Kiev í maí ef landsmenn myndu velja stuðlag sem framlag sitt á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar næsta laugardag. Thomas vakti mikla athygli í þáttum sænska ríkissjónvarpsins (SVT) fyrir nokkrum árum þar sem fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum komu saman til að hlusta á og ræða framlögin í söngvakeppninni. Eiríkur Hauksson var fulltrúi Íslendinga í þáttunum.Svala, Aron og Hildur í uppáhaldi Thomas segir í samtali við Vísi að eftir fyrstu hlustun telji hann gæði íslensku laganna vera mikil – eins og alltaf. „Góðir listamenn og góð lög. Þið komið til með að fá flott úrslitakvöld. Uppáhaldslögin mín eru lög Svölu Björgvinsdóttur, Arons Brink og Hildar Kristínar Stefánsdóttur. Mér líkar líka við fallega ballöðu Arnars Jónssonar og Rakelar Pálsdóttur en minnir ansi mikið á „Blackbird“, lagið sem keppir fyrir hönd Finnlands í Kíev í maí.“ Hann bendir á að mörg lönd hafa þegar valið hvaða lög munu keppa í keppninni í maí og að ljóst sé að það verði mikið um ballöður í ár. „Stuðlag frá Íslandi myndi því auka breiddina í Eurovision-keppninni 2017 og örugglega auka möguleikana á að komast í úrslitin og gera vel.“Grípandi viðlagThomas telur að Svala Björgvins myndi eiga mesta möguleika þegar kæmi að stóru stundinni Úkraínu. „Gott lag með sterkt viðlag sem grípur mann við fyrstu hlustun. En það er sama hvaða lag þið veljið – framlag Íslands verður gott í ár. Öll sjö lögin eru góð, þó að einhver gætu átt á hættu að standa ekki nógu mikið upp úr á stóra sviðinu í Kíev.“ Ísland keppnir á fyrra undanúrslitakvöldinu þriðjudaginn 9. maí ásamt Albaníu, Ástralíu, Aserbaídsjan, Belgíu, Finnlandi, Georgíu, Svartfjallalandi, Portúgal, Svíþjóð, Armeníu, Kýpur, Tékklandi, Grikklandi, Lettlandi, Moldóvu, Póllandi og Slóveníu. Seinna undanúrslitakvöldið fer fram 11. maí og úrslitakvöldið laugardaginn 13. maí.
Eurovision Tengdar fréttir Loreen mun ekki verða fulltrúi Svía í Eurovision 2017 Loreen, sem kom, sá og sigraði, með lagi sínu Euphoria, árið 2012, féll úr leik í kvöld, í sænsku undankeppni Eurovision. 4. mars 2017 23:16 Svölu spáð sigri af erlendum Eurovision-fræðingum Vefsíðan Wiwi Bloggs spáir Svölu Björgvinsdóttur í lokakeppnina í Eurovision en keppnin fer fram í Kænugarði í maí. 28. febrúar 2017 12:00 Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fleiri fréttir Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Sjá meira
Loreen mun ekki verða fulltrúi Svía í Eurovision 2017 Loreen, sem kom, sá og sigraði, með lagi sínu Euphoria, árið 2012, féll úr leik í kvöld, í sænsku undankeppni Eurovision. 4. mars 2017 23:16
Svölu spáð sigri af erlendum Eurovision-fræðingum Vefsíðan Wiwi Bloggs spáir Svölu Björgvinsdóttur í lokakeppnina í Eurovision en keppnin fer fram í Kænugarði í maí. 28. febrúar 2017 12:00