Spörkuðu líklegum sigurvegara í Eurovision úr keppni Birgir Olgeirsson skrifar 26. febrúar 2019 11:19 Maruv á sviði í forkeppni Úkraínu. Vísir/Getty Mikil ólga ríkir í Úkraínu vegna vals þjóðarinnar á framlagi þeirra í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Það var söngkonan Maruv sem bar sigur úr bítum með laginu Siren Song en þegar úrslitin voru ljós fór úkraínska ríkissjónvarpið fram á að hún myndi skrifa undir samning sem Maruv sætti sig ekki við. Fór það svo að Maruv verður ekki fulltrúi Úkraínu í Eurovision. Maruv fékk lang flest atkvæði í úrslitum forkeppninnar í Úkraínu en ríkissjónvarpið þar í landi sagði það ekki sjálfkrafa gera hana að fulltrúa landsins í Eurovision. Fyrst þyrfti Maruv að undirrita samning þar sem á hana yrðu lagðar skyldur sem fulltrúa Úkraínu í keppninni. Samningurinn kveður meðal annars á um að sá sem keppir fyrir hönd Úkraínu í Eurovision sé ekki aðeins flytjandi lags heldur einnig sendifulltrúi landsins og þurfi því kynna land og þjóð og hvað hún stendur fyrir. Maruv hafði notið mikilla vinsælda en um 6,8 milljónir hafa horft á lag hennar á YouTube. Höfðu margir gengið svo langt að spá henni sigri í Eurovision.Skömmu eftir að Maruv hafði unnið forkeppnina í Úkraínu lýstu nokkrir stjórnmálamenn í landinu sig andvíga því að hún yrði fulltrúi þjóðarinnar í Eurovision vegna þess að hún hafði spilað á tónleikum í Rússlandi. Menningarmálaráðherra Úkraínu sagði að föðurlandsvinir, sem eru meðvitaðir um skyldur sínar, mættu einir syngja fyrir Úkraínu í Eurovision á meðan þúsundir hafa fórnað lífi sínu fyrir þjóðina. Í samningnum var að finna ákvæði um að Maruv myndi ekki syngja aftur á tónleikum í Rússlandi, sem hún sagðist geta sætt sig við, en hún gat ekki sætt sig við önnur ákvæði samningsins sem hún taldi vera ritskoðun. „Ég er þegn Úkraínu, borga skatta og elska Úkraínu. Ég er hins vegar ekki tilbúin til að ávarpa fólk með slagorðum og breyta þátttöku minni í kosningabaráttu fyrir stjórnmálamenn okkar. Ég er tónlistarmaður en ekki vopn í pólitískri baráttu,“ skrifaði Maruv á Facebook sem þakkaði öllum þeim sem trúðu á hana og kusu. Úkraínska ríkissjónvarpið tók fram í yfirlýsingu að það óttaðist klofning hjá úkraínsku þjóðinni ef Maruv yrði fyrir valinu. Maruv hafði notið mikilla vinsælda.Vísir/GettyÚrslitakvöld forkeppninnar í Úkraínu var þrungið spennu en í dómnefnd keppninnar var meðal annars Jamala sem vann Eurovision árið 2016 með laginu 1944 sem fjallaði um nauðungaflutninga sovéskra hermanna á Töturum af Krímskaga undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Jamala var aðgangshörð við keppendur á úrslitakvöldi forkeppninnar og spurði meðal annars Maruv hvort hún teldi Krímskaga tilheyra Úkraínu eða Rússlandi. „Úkraínu, að sjálfsögðu,“ svaraði Maruv.Úkraína fékk sjálfstæði við fall Sovétríkjanna árið 1991 en árið 2014 var forseta landsins, sem var hliðhollur Rússum, steypt af stóli eftir að ríkisstjórn hans hafði hætt við áætlanir um að skrifa undir samning við Evrópusambandið. Í kjölfarið innlimaði Rússland Krímskaga Úkraínu en rúmlega 10 þúsund manns hafa látið lífið í átökum aðskilnaðarsinna. Árið 2017 hélt Úkraína Eurovision og bannaði þar fulltrúa Rússa að taka þátt sökum þess að hann hafði sungið á tónleikum á Krímskaga. Eurovision Mest lesið Diane Keaton er látin Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira
Mikil ólga ríkir í Úkraínu vegna vals þjóðarinnar á framlagi þeirra í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Það var söngkonan Maruv sem bar sigur úr bítum með laginu Siren Song en þegar úrslitin voru ljós fór úkraínska ríkissjónvarpið fram á að hún myndi skrifa undir samning sem Maruv sætti sig ekki við. Fór það svo að Maruv verður ekki fulltrúi Úkraínu í Eurovision. Maruv fékk lang flest atkvæði í úrslitum forkeppninnar í Úkraínu en ríkissjónvarpið þar í landi sagði það ekki sjálfkrafa gera hana að fulltrúa landsins í Eurovision. Fyrst þyrfti Maruv að undirrita samning þar sem á hana yrðu lagðar skyldur sem fulltrúa Úkraínu í keppninni. Samningurinn kveður meðal annars á um að sá sem keppir fyrir hönd Úkraínu í Eurovision sé ekki aðeins flytjandi lags heldur einnig sendifulltrúi landsins og þurfi því kynna land og þjóð og hvað hún stendur fyrir. Maruv hafði notið mikilla vinsælda en um 6,8 milljónir hafa horft á lag hennar á YouTube. Höfðu margir gengið svo langt að spá henni sigri í Eurovision.Skömmu eftir að Maruv hafði unnið forkeppnina í Úkraínu lýstu nokkrir stjórnmálamenn í landinu sig andvíga því að hún yrði fulltrúi þjóðarinnar í Eurovision vegna þess að hún hafði spilað á tónleikum í Rússlandi. Menningarmálaráðherra Úkraínu sagði að föðurlandsvinir, sem eru meðvitaðir um skyldur sínar, mættu einir syngja fyrir Úkraínu í Eurovision á meðan þúsundir hafa fórnað lífi sínu fyrir þjóðina. Í samningnum var að finna ákvæði um að Maruv myndi ekki syngja aftur á tónleikum í Rússlandi, sem hún sagðist geta sætt sig við, en hún gat ekki sætt sig við önnur ákvæði samningsins sem hún taldi vera ritskoðun. „Ég er þegn Úkraínu, borga skatta og elska Úkraínu. Ég er hins vegar ekki tilbúin til að ávarpa fólk með slagorðum og breyta þátttöku minni í kosningabaráttu fyrir stjórnmálamenn okkar. Ég er tónlistarmaður en ekki vopn í pólitískri baráttu,“ skrifaði Maruv á Facebook sem þakkaði öllum þeim sem trúðu á hana og kusu. Úkraínska ríkissjónvarpið tók fram í yfirlýsingu að það óttaðist klofning hjá úkraínsku þjóðinni ef Maruv yrði fyrir valinu. Maruv hafði notið mikilla vinsælda.Vísir/GettyÚrslitakvöld forkeppninnar í Úkraínu var þrungið spennu en í dómnefnd keppninnar var meðal annars Jamala sem vann Eurovision árið 2016 með laginu 1944 sem fjallaði um nauðungaflutninga sovéskra hermanna á Töturum af Krímskaga undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Jamala var aðgangshörð við keppendur á úrslitakvöldi forkeppninnar og spurði meðal annars Maruv hvort hún teldi Krímskaga tilheyra Úkraínu eða Rússlandi. „Úkraínu, að sjálfsögðu,“ svaraði Maruv.Úkraína fékk sjálfstæði við fall Sovétríkjanna árið 1991 en árið 2014 var forseta landsins, sem var hliðhollur Rússum, steypt af stóli eftir að ríkisstjórn hans hafði hætt við áætlanir um að skrifa undir samning við Evrópusambandið. Í kjölfarið innlimaði Rússland Krímskaga Úkraínu en rúmlega 10 þúsund manns hafa látið lífið í átökum aðskilnaðarsinna. Árið 2017 hélt Úkraína Eurovision og bannaði þar fulltrúa Rússa að taka þátt sökum þess að hann hafði sungið á tónleikum á Krímskaga.
Eurovision Mest lesið Diane Keaton er látin Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira