Dökkar horfur vegna Kasmírárásar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. febrúar 2019 06:45 Pakistanar eru margir ævareiðir vegna árásar Indverja og hafa mótmælt ríkisstjórn Indlands. Nordicphotos/AFP Pakistan Indverskar herþotur flugu áttatíu kílómetra inn fyrir hin eiginlegu landamæri á milli Indlands og Pakistans í Kasmír-héraði og réðust á þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtakanna Jaish-e-Mohammed (JeM) í Balakot í gær. Frá þessu greindu indversk stjórnvöld í gær og sögðust staðráðin í því að uppræta starfsemi samtakanna. Sjálfsmorðsárásarmaður JeM felldi um fjörutíu herþjálfaða Indverja í Pulwaka í indverska hluta Kasmír fyrir tæpum tveimur vikum. Árásin hefur gert erfið samskipti Indlands og Pakistans enn verri. Ríkin hafa átt í deilu um Kasmír í áratugi og í kjarnorkukapphlaupi frá því á áttunda áratugnum. Indverjar kenndu Pakistönum um Pulwama-árásina og sögðu þá leyfa starfsemi JeM að viðgangast þar í landi. Togstreitan er mikil eftir árás gærdagsins. Indverskir og pakistanskir hermenn skutu hvorir á aðra í gær við mörkin í Kasmír, samkvæmt því sem upplýsingafulltrúi indverska varnarmálaráðuneytisins sagði. „Pakistanar brutu gegn vopnahléinu með stuttri skothríð og Indverjar svöruðu í sömu mynt.“ Indverski miðillinn Times of India sagði loftárásina marka kaflaskil. Í fyrsta sinn í áratugi hafa Indverjar farið svo langt yfir línuna í Kasmír til að gera árás. Það var, samkvæmt miðlinum, ekki einu sinni gert í Kargil-stríðinu árið 1999 þegar á annað þúsund fórust í vopnaviðskiptum ríkjanna. Samkvæmt heimildum miðilsins féllu allt að 350 JeM-liðar í árásinni en enginn almennur borgari, enda búðirnar fjarri byggð. „Hryðjuverkamennirnir höfðu ekki hugmynd um að Balakot væri skotmarkið. Sofandi hryðjuverkamenn áttu aldrei séns,“ var haft eftir heimildarmanni.Asif Ghafoor, upplýsingafulltrúi pakistanska hersinsVijay Gokhale, utanríkisráðherra Indverja, boðaði til blaðamannafundar. Hann sagði að eftir árásina á Pulwama hefðu upplýsingastofnanir Indverja komist að því að JeM undirbyggju að öllum líkindum frekari sjálfsmorðsárásir á Indverja. Í Balakot væri verið að þjálfa fólk fyrir slíkar árásir. „Þegar við horfðum upp á yfirvofandi hættu áttuðum við okkur á því að fyrirbyggjandi árásir væru lífsnauðsynlegar. Þess vegna réðumst við á þessar búðir,“ bætti Gokhale við. En tvær hliðar eru á sögunni og frásögn Pakistana stangast á við það sem Indverjar sögðu í gær. Asif Ghafoor, hershöfðingi og upplýsingafulltrúi pakistanska hersins, sagði frá því að pakistanski flugherinn hefði flogið á móti Indverjum um leið og þeir komu inn fyrir mörkin og hrakið vélarnar indversku á brott. Þá sagði hann sömuleiðis að enginn hefði farist í árásinni. Ghafoor var ómyrkur í máli og tók fram að þótt sjö áratugir væru liðnir frá því að Pakistan klauf sig frá Indlandi gætu Indverjar ekki enn sætt sig við sjálfstæði landsins.Shah Mahmood Qureshi, utanríkisráðherra Pakistans„Hvenær sem eitthvað mikilvægt á sér stað í Pakistan verður einhver sviðsettur atburður í annaðhvort Indlandi eða hinu hernumda Kasmír. Þessir atburðir virðast alltaf eiga sér stað þegar stutt er í kosningar á Indlandi,“ sagði hershöfðinginn en kosningar fara fram á Indlandi í maí og Pakistanar bíða meðal annars spenntir eftir umræðum ESB um Kasmír. „Þess vegna spyr ég ykkur hvernig Pakistan ætti að hagnast á meintri aðkomu að Pulwama-árásinni? Ég skal leyfa ykkur að skera út um hver hagnast á þessu öllu saman,“ bætti Ghafoor við. Aukinheldur er einfaldlega undarlegt að skella sökinni á Pakistan, samkvæmt Ghafoor. Indverjar hefðu stranga öryggisgæslu á hinum eiginlegu landamærum í Kasmír og ættu þarlend stjórnvöld því að spyrja hermenn sína hvernig sjálfsmorðsárásarmaður hafi komist yfir línuna. Ghafoor sagði Pakistana ekki vera að undirbúa stríð en þeir ættu rétt á að svara stríðsundirbúningi Indverja. „Við höfum varið landið okkar gegn hryðjuverkamönnum og erum reynslunni ríkari. Það var erfitt að eiga við ósýnilegan óvin. Indverjar eru engin ógn. Við höfum fylgst með ykkur í sjötíu ár, horft á ykkur, undirbúið okkur fyrir ykkur. Svar okkar verður miðað að ykkur. Við óskum þess ekki að fara í stríð en þið skulið vita að ef þið stígið fyrsta skrefið munuð þið aldrei geta komið okkur á óvart.“Vijay Gokhale, utanríkisráðherra IndlandsPakistanska þjóðaröryggisráðið fundaði vegna málsins að ósk Imrans Khan forsætisráðherra. Khan skipaði her, erindrekum, ríkisstjórninni og almenningi að undirbúa sig fyrir allar mögulegar útkomur og lofaði pakistanska flugherinn fyrir skjót viðbrögð. Eftir fundinn héldu fjármála-, varnarmála-, og utanríkisráðherra Pakistans blaðamannafund. Shah Mahmood Qureshi utanríkisráðherra sagði að Pakistanar myndu svara árás Indverja þegar hentaði. „Þriggja manna nefnd hefur verið skipuð sem í eru fjármálaráðherra og varnarmálaráðherra ásamt mér. Við munum leita til þingsins svo pakistanska þjóðin geti treyst stjórn okkar á ástandinu.“ Þá sagði Qureshi að fjölmiðlum yrði gefinn aðgangur að árásarsvæðinu. „Ef veður leyfir verða fjölmiðlar fluttir þangað svo þeir geti skoðað svæðið og uppljóstrað um áróður Indverja. Sagan sem þeir segja stangast á við staðreyndir málsins,“ sagði ráðherra og bætti við: „Í enn eitt skiptið hafa Indverjar ákveðið að fleygja fram óábyrgri og rangri fullyrðingu.“ Pervez Khattak ráðherra sagði svar við árásinni í undirbúningi á öllum sviðum stjórnkerfisins og Qureshi lauk fundinum með því að segja að þótt Pakistan væri ábyrgðarfullt og friðsælt ríki væru stjórnvöld meðvituð um mikilvægi þess að standa vörð um landamæri sín. „Ekki vanmeta pakistanskar herþotur.“ Birtist í Fréttablaðinu Indland Pakistan Tengdar fréttir Indverjar taldir hafa gert loftárás í Pakistan Indverski flugherinn gerði í nótt loftárásir á bækistöðvar vígamanna. 26. febrúar 2019 07:31 Þjóðarsportið í hættu vegna Kasmírdeilu Indverjar vilja ekki spila við Pakistana á HM í krikket. Vilja raunar ekki sjá þá taka þátt vegna meints skeytingarleysis Pakistana í garð hryðjuverkastarfsemi. Indverjar ætla einnig að skera á rennsli vatns til Pakistans. 23. febrúar 2019 08:45 Pakistanar heita því að bregðast við árásum Indverja Indverjar hafa gert loftárásir gegn hryðjuverkasamtökum sem lýst hefur yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás þar sem 40 indverskir hermenn féllu fyrr í þessum mánuði. 26. febrúar 2019 15:49 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Pakistan Indverskar herþotur flugu áttatíu kílómetra inn fyrir hin eiginlegu landamæri á milli Indlands og Pakistans í Kasmír-héraði og réðust á þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtakanna Jaish-e-Mohammed (JeM) í Balakot í gær. Frá þessu greindu indversk stjórnvöld í gær og sögðust staðráðin í því að uppræta starfsemi samtakanna. Sjálfsmorðsárásarmaður JeM felldi um fjörutíu herþjálfaða Indverja í Pulwaka í indverska hluta Kasmír fyrir tæpum tveimur vikum. Árásin hefur gert erfið samskipti Indlands og Pakistans enn verri. Ríkin hafa átt í deilu um Kasmír í áratugi og í kjarnorkukapphlaupi frá því á áttunda áratugnum. Indverjar kenndu Pakistönum um Pulwama-árásina og sögðu þá leyfa starfsemi JeM að viðgangast þar í landi. Togstreitan er mikil eftir árás gærdagsins. Indverskir og pakistanskir hermenn skutu hvorir á aðra í gær við mörkin í Kasmír, samkvæmt því sem upplýsingafulltrúi indverska varnarmálaráðuneytisins sagði. „Pakistanar brutu gegn vopnahléinu með stuttri skothríð og Indverjar svöruðu í sömu mynt.“ Indverski miðillinn Times of India sagði loftárásina marka kaflaskil. Í fyrsta sinn í áratugi hafa Indverjar farið svo langt yfir línuna í Kasmír til að gera árás. Það var, samkvæmt miðlinum, ekki einu sinni gert í Kargil-stríðinu árið 1999 þegar á annað þúsund fórust í vopnaviðskiptum ríkjanna. Samkvæmt heimildum miðilsins féllu allt að 350 JeM-liðar í árásinni en enginn almennur borgari, enda búðirnar fjarri byggð. „Hryðjuverkamennirnir höfðu ekki hugmynd um að Balakot væri skotmarkið. Sofandi hryðjuverkamenn áttu aldrei séns,“ var haft eftir heimildarmanni.Asif Ghafoor, upplýsingafulltrúi pakistanska hersinsVijay Gokhale, utanríkisráðherra Indverja, boðaði til blaðamannafundar. Hann sagði að eftir árásina á Pulwama hefðu upplýsingastofnanir Indverja komist að því að JeM undirbyggju að öllum líkindum frekari sjálfsmorðsárásir á Indverja. Í Balakot væri verið að þjálfa fólk fyrir slíkar árásir. „Þegar við horfðum upp á yfirvofandi hættu áttuðum við okkur á því að fyrirbyggjandi árásir væru lífsnauðsynlegar. Þess vegna réðumst við á þessar búðir,“ bætti Gokhale við. En tvær hliðar eru á sögunni og frásögn Pakistana stangast á við það sem Indverjar sögðu í gær. Asif Ghafoor, hershöfðingi og upplýsingafulltrúi pakistanska hersins, sagði frá því að pakistanski flugherinn hefði flogið á móti Indverjum um leið og þeir komu inn fyrir mörkin og hrakið vélarnar indversku á brott. Þá sagði hann sömuleiðis að enginn hefði farist í árásinni. Ghafoor var ómyrkur í máli og tók fram að þótt sjö áratugir væru liðnir frá því að Pakistan klauf sig frá Indlandi gætu Indverjar ekki enn sætt sig við sjálfstæði landsins.Shah Mahmood Qureshi, utanríkisráðherra Pakistans„Hvenær sem eitthvað mikilvægt á sér stað í Pakistan verður einhver sviðsettur atburður í annaðhvort Indlandi eða hinu hernumda Kasmír. Þessir atburðir virðast alltaf eiga sér stað þegar stutt er í kosningar á Indlandi,“ sagði hershöfðinginn en kosningar fara fram á Indlandi í maí og Pakistanar bíða meðal annars spenntir eftir umræðum ESB um Kasmír. „Þess vegna spyr ég ykkur hvernig Pakistan ætti að hagnast á meintri aðkomu að Pulwama-árásinni? Ég skal leyfa ykkur að skera út um hver hagnast á þessu öllu saman,“ bætti Ghafoor við. Aukinheldur er einfaldlega undarlegt að skella sökinni á Pakistan, samkvæmt Ghafoor. Indverjar hefðu stranga öryggisgæslu á hinum eiginlegu landamærum í Kasmír og ættu þarlend stjórnvöld því að spyrja hermenn sína hvernig sjálfsmorðsárásarmaður hafi komist yfir línuna. Ghafoor sagði Pakistana ekki vera að undirbúa stríð en þeir ættu rétt á að svara stríðsundirbúningi Indverja. „Við höfum varið landið okkar gegn hryðjuverkamönnum og erum reynslunni ríkari. Það var erfitt að eiga við ósýnilegan óvin. Indverjar eru engin ógn. Við höfum fylgst með ykkur í sjötíu ár, horft á ykkur, undirbúið okkur fyrir ykkur. Svar okkar verður miðað að ykkur. Við óskum þess ekki að fara í stríð en þið skulið vita að ef þið stígið fyrsta skrefið munuð þið aldrei geta komið okkur á óvart.“Vijay Gokhale, utanríkisráðherra IndlandsPakistanska þjóðaröryggisráðið fundaði vegna málsins að ósk Imrans Khan forsætisráðherra. Khan skipaði her, erindrekum, ríkisstjórninni og almenningi að undirbúa sig fyrir allar mögulegar útkomur og lofaði pakistanska flugherinn fyrir skjót viðbrögð. Eftir fundinn héldu fjármála-, varnarmála-, og utanríkisráðherra Pakistans blaðamannafund. Shah Mahmood Qureshi utanríkisráðherra sagði að Pakistanar myndu svara árás Indverja þegar hentaði. „Þriggja manna nefnd hefur verið skipuð sem í eru fjármálaráðherra og varnarmálaráðherra ásamt mér. Við munum leita til þingsins svo pakistanska þjóðin geti treyst stjórn okkar á ástandinu.“ Þá sagði Qureshi að fjölmiðlum yrði gefinn aðgangur að árásarsvæðinu. „Ef veður leyfir verða fjölmiðlar fluttir þangað svo þeir geti skoðað svæðið og uppljóstrað um áróður Indverja. Sagan sem þeir segja stangast á við staðreyndir málsins,“ sagði ráðherra og bætti við: „Í enn eitt skiptið hafa Indverjar ákveðið að fleygja fram óábyrgri og rangri fullyrðingu.“ Pervez Khattak ráðherra sagði svar við árásinni í undirbúningi á öllum sviðum stjórnkerfisins og Qureshi lauk fundinum með því að segja að þótt Pakistan væri ábyrgðarfullt og friðsælt ríki væru stjórnvöld meðvituð um mikilvægi þess að standa vörð um landamæri sín. „Ekki vanmeta pakistanskar herþotur.“
Birtist í Fréttablaðinu Indland Pakistan Tengdar fréttir Indverjar taldir hafa gert loftárás í Pakistan Indverski flugherinn gerði í nótt loftárásir á bækistöðvar vígamanna. 26. febrúar 2019 07:31 Þjóðarsportið í hættu vegna Kasmírdeilu Indverjar vilja ekki spila við Pakistana á HM í krikket. Vilja raunar ekki sjá þá taka þátt vegna meints skeytingarleysis Pakistana í garð hryðjuverkastarfsemi. Indverjar ætla einnig að skera á rennsli vatns til Pakistans. 23. febrúar 2019 08:45 Pakistanar heita því að bregðast við árásum Indverja Indverjar hafa gert loftárásir gegn hryðjuverkasamtökum sem lýst hefur yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás þar sem 40 indverskir hermenn féllu fyrr í þessum mánuði. 26. febrúar 2019 15:49 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Indverjar taldir hafa gert loftárás í Pakistan Indverski flugherinn gerði í nótt loftárásir á bækistöðvar vígamanna. 26. febrúar 2019 07:31
Þjóðarsportið í hættu vegna Kasmírdeilu Indverjar vilja ekki spila við Pakistana á HM í krikket. Vilja raunar ekki sjá þá taka þátt vegna meints skeytingarleysis Pakistana í garð hryðjuverkastarfsemi. Indverjar ætla einnig að skera á rennsli vatns til Pakistans. 23. febrúar 2019 08:45
Pakistanar heita því að bregðast við árásum Indverja Indverjar hafa gert loftárásir gegn hryðjuverkasamtökum sem lýst hefur yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás þar sem 40 indverskir hermenn féllu fyrr í þessum mánuði. 26. febrúar 2019 15:49