Keyptu meira en tíu lúxusíbúðir Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 27. febrúar 2019 07:00 ÞG Verk byggir Hafnartorgið. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari ÞG Verk hefur selt eða samþykkt kauptilboð í allar íbúðir nema tvær, samtals þrjátíu íbúðir, í fyrstu tveimur húsum á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur. Þetta staðfestir Davíð Már Sigurðsson, sölu- og markaðsstjóri ÞG Verks, í samtali við Markaðinn. Fyrir skemmstu var samþykkt eitt kauptilboð um kaup fjárfesta á meira en tíu lúxusíbúðum í húsunum tveimur. Davíð Már segir aðspurður að kaupendur að íbúðunum þrjátíu, sem voru settar í sölu um mitt síðasta ár, séu Íslendingar. Meðalverð á fermetra hefur verið um 800 þúsund krónur sem hann segir vel viðunandi. Það sé talsvert hærra en gangi og gerist í öðrum nýbyggingum á svæðinu. Samkvæmt söluvef ÞG Verks eru samanlagt 70 íbúðir í fimm mismunandi byggingum á Hafnartorgi. Eins og áður segir hafa 30 íbúðir í tveimur fyrstu húsunum nú verið seldar og stendur til að setja íbúðir í hinum blokkunum þremur formlega í sölu í næsta mánuði, að sögn Davíðs Más. Þó kemur til greina að ÞG Verk haldi einhverjum íbúðum og eigi þær áfram í tvö til þrjú ár. Haft var eftir Þorvaldi Gissurarsyni, forstjóra ÞG Verks, í Markaðinum í síðasta mánuði að verkefnið kostaði í heild um 13 til 14 milljarða. Um það bil helmingur fjárhæðarinnar væri lánsfé frá Landsbankanum. „Eins lengi og þarf á að halda,“ svaraði Þorvaldur spurður hve lengi fyrirtækið gæti beðið með að selja eignirnar á meðan markaðsaðstæður væru krefjandi. „Ég hef engar áhyggjur af Hafnartorgi. Það er ekkert óeðlilegt að svona verkefni taki lengri tíma í markaðssetningu og sölu en hefðbundið húsnæði. Það kemur ekki á óvart. Þetta er allt önnur vara sem verið er að bjóða en annars staðar,“ sagði hann. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Segir það „tóma tjöru“ að Beckham-hjónin hafi sýnt íbúðum á Hafnartorgi áhuga Staðfesting á því fékkst frá vini Beckham-hjónanna, Björgólfi Thor. 17. október 2018 20:25 Síminn krefst húsleitar hjá RÚV vegna fréttar um Hafnartorg íminn hefur krafist þess að Fjölmiðlanefnd rannsaki hvort að óeðlileg tengsl séu á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. 10. október 2018 22:45 Beðið með sölu á lúxusíbúðum Ekki hefur verið ákveðið hvenær lúxusíbúðir í þremur blokkum á Hafnartorgi sem ÞG Verk byggir verða settar formlega í sölu. 30. janúar 2019 06:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
ÞG Verk hefur selt eða samþykkt kauptilboð í allar íbúðir nema tvær, samtals þrjátíu íbúðir, í fyrstu tveimur húsum á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur. Þetta staðfestir Davíð Már Sigurðsson, sölu- og markaðsstjóri ÞG Verks, í samtali við Markaðinn. Fyrir skemmstu var samþykkt eitt kauptilboð um kaup fjárfesta á meira en tíu lúxusíbúðum í húsunum tveimur. Davíð Már segir aðspurður að kaupendur að íbúðunum þrjátíu, sem voru settar í sölu um mitt síðasta ár, séu Íslendingar. Meðalverð á fermetra hefur verið um 800 þúsund krónur sem hann segir vel viðunandi. Það sé talsvert hærra en gangi og gerist í öðrum nýbyggingum á svæðinu. Samkvæmt söluvef ÞG Verks eru samanlagt 70 íbúðir í fimm mismunandi byggingum á Hafnartorgi. Eins og áður segir hafa 30 íbúðir í tveimur fyrstu húsunum nú verið seldar og stendur til að setja íbúðir í hinum blokkunum þremur formlega í sölu í næsta mánuði, að sögn Davíðs Más. Þó kemur til greina að ÞG Verk haldi einhverjum íbúðum og eigi þær áfram í tvö til þrjú ár. Haft var eftir Þorvaldi Gissurarsyni, forstjóra ÞG Verks, í Markaðinum í síðasta mánuði að verkefnið kostaði í heild um 13 til 14 milljarða. Um það bil helmingur fjárhæðarinnar væri lánsfé frá Landsbankanum. „Eins lengi og þarf á að halda,“ svaraði Þorvaldur spurður hve lengi fyrirtækið gæti beðið með að selja eignirnar á meðan markaðsaðstæður væru krefjandi. „Ég hef engar áhyggjur af Hafnartorgi. Það er ekkert óeðlilegt að svona verkefni taki lengri tíma í markaðssetningu og sölu en hefðbundið húsnæði. Það kemur ekki á óvart. Þetta er allt önnur vara sem verið er að bjóða en annars staðar,“ sagði hann.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Segir það „tóma tjöru“ að Beckham-hjónin hafi sýnt íbúðum á Hafnartorgi áhuga Staðfesting á því fékkst frá vini Beckham-hjónanna, Björgólfi Thor. 17. október 2018 20:25 Síminn krefst húsleitar hjá RÚV vegna fréttar um Hafnartorg íminn hefur krafist þess að Fjölmiðlanefnd rannsaki hvort að óeðlileg tengsl séu á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. 10. október 2018 22:45 Beðið með sölu á lúxusíbúðum Ekki hefur verið ákveðið hvenær lúxusíbúðir í þremur blokkum á Hafnartorgi sem ÞG Verk byggir verða settar formlega í sölu. 30. janúar 2019 06:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Segir það „tóma tjöru“ að Beckham-hjónin hafi sýnt íbúðum á Hafnartorgi áhuga Staðfesting á því fékkst frá vini Beckham-hjónanna, Björgólfi Thor. 17. október 2018 20:25
Síminn krefst húsleitar hjá RÚV vegna fréttar um Hafnartorg íminn hefur krafist þess að Fjölmiðlanefnd rannsaki hvort að óeðlileg tengsl séu á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. 10. október 2018 22:45
Beðið með sölu á lúxusíbúðum Ekki hefur verið ákveðið hvenær lúxusíbúðir í þremur blokkum á Hafnartorgi sem ÞG Verk byggir verða settar formlega í sölu. 30. janúar 2019 06:00