Lífið

Segir í sama viðtalinu að það sé góður vinnufriður og enginn vinnufriður í Ráðhúsinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vigdís Hauksdóttir í smá vandræðum í viðtali.
Vigdís Hauksdóttir í smá vandræðum í viðtali.
Stjórn starfsmannafélags Ráðhúss Reykjavíkur óskaði í síðustu viku eftir því að starfsfólk fái frið til að vinna vinnuna sína án þess að störf þess séu gerð tortryggileg og án þess að vera blandað í stjórnmálaumræðu sem á með réttu að eiga sér stað á milli kjörinna fulltrúa og á pólitískum vettvangi.

Þetta kom fram í yfirlýsingu frá stjórn starfsmannafélagsins sem send var fjölmiðlum þann 22. febrúar

Tilefni yfirlýsingarinnar er fjölmiðlaumfjöllun um bréf Stefáns Eiríkssonar borgarritara sem hann ritaði á lokuðum Facebook-vef sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa aðgang að.

Í kvöldfréttum RÚV á dögunum var Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, spurð út í starfsumhverfið í Ráðhúsinu og hefur samanklippt myndband á Facebook-síðu Láru Hönnu úr viðtalinu slegið í gegn á samfélagsmiðlum. Þar segir Vigdís að það sé bæði enginn vinnufriður og mikill vinnufriður á vinnustaðnum, í einu og sama viðtalinu.

Hér að neðan má sjá myndbandið sem grínarar hafa gert sér mat út á samfélagsmiðlum.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×