Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í Reykjavík árið 2020 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 07:57 Stórleikarinn Ralph Fiennes á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum í fyrra en þá hlaut hann sérstök heiðursverðlaun hátíðarinnar. vísir/getty Verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna verður haldin í Hörpu í Reykjavík í desember árið 2020. Frá þessu er greint í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu en í desember síðastliðnum var greint frá því að Reykjavíkurborg og íslenska ríkið hefðu sótt um að halda hátíðina hér á landi. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að um samstarfsverkefni á milli borgarinnar og ríkisins sé að ræða. Viðræður við Evrópsku kvikmyndaakademíuna hafa staðið yfir í nokkurn tíma en tvær aðrar borgir sóttu um að halda hátíðina. Stofnað var til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna árið 1988 og er megintilgangur þeirra að efla og vekja athygli á evrópskri kvikmyndagerð. Er hátíðin haldin annað hvert ár í Berlín en þess á milli til skiptis í öðrum borgum Evrópu. „Hátíðin hefur laðað til sín erlenda gesti víða að úr kvikmyndaheiminum og vel á annað hundrað erlenda blaðamenn. Því má búast við að hátíðin í Reykjavík hljóti mikla umfjöllun og stuðli að öflugri kynningu og markaðssetningu á Íslandi og Reykjavík sem ákjósanlegum áfangastað ferðamanna og tökustað fyrir kvikmyndir. Þá mun hátíðin beina athygli að íslenskri kvikmyndagerð og menningu,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Íslendingar hafa nokkrum sinnum hlotið Evrópsku kvikmyndaverðlaunin. Hilmar Örn Hilmarsson fékk verðlaun fyrir bestu tónlistina í kvikmyndinni Börn náttúrunnar eftir Friðrik Þór Friðriksson og árið 2000 var Björk Guðmundsdóttir hlutskörpust í flokki leikkvenna fyrir hlutverk sitt í mynd Lars von Trier, Dancer in the Dark. Björk hlaut einnig áhorfendaverðlaunin það ár fyrir leik sinn og Ingvar E. Sigurðsson hlaut áhorfendaverðlaun fyrir leik í Englum alheimsins í leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar. Hátíðin fór fram í Sevilla á Spáni á síðasta ári en hún hefur einnig farið fram í London, París, Róm, Barcelóna, Varsjá, Kaupmannahöfn, Tallin, Möltu, Riga og Wroclaw, svo dæmi séu nefnd. Bíó og sjónvarp Menning Reykjavík Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Tengdar fréttir Vilja halda verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg hafa formlega sótt um að fá að halda verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna árið 2020. 16. desember 2018 17:40 Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Fleiri fréttir Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna verður haldin í Hörpu í Reykjavík í desember árið 2020. Frá þessu er greint í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu en í desember síðastliðnum var greint frá því að Reykjavíkurborg og íslenska ríkið hefðu sótt um að halda hátíðina hér á landi. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að um samstarfsverkefni á milli borgarinnar og ríkisins sé að ræða. Viðræður við Evrópsku kvikmyndaakademíuna hafa staðið yfir í nokkurn tíma en tvær aðrar borgir sóttu um að halda hátíðina. Stofnað var til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna árið 1988 og er megintilgangur þeirra að efla og vekja athygli á evrópskri kvikmyndagerð. Er hátíðin haldin annað hvert ár í Berlín en þess á milli til skiptis í öðrum borgum Evrópu. „Hátíðin hefur laðað til sín erlenda gesti víða að úr kvikmyndaheiminum og vel á annað hundrað erlenda blaðamenn. Því má búast við að hátíðin í Reykjavík hljóti mikla umfjöllun og stuðli að öflugri kynningu og markaðssetningu á Íslandi og Reykjavík sem ákjósanlegum áfangastað ferðamanna og tökustað fyrir kvikmyndir. Þá mun hátíðin beina athygli að íslenskri kvikmyndagerð og menningu,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Íslendingar hafa nokkrum sinnum hlotið Evrópsku kvikmyndaverðlaunin. Hilmar Örn Hilmarsson fékk verðlaun fyrir bestu tónlistina í kvikmyndinni Börn náttúrunnar eftir Friðrik Þór Friðriksson og árið 2000 var Björk Guðmundsdóttir hlutskörpust í flokki leikkvenna fyrir hlutverk sitt í mynd Lars von Trier, Dancer in the Dark. Björk hlaut einnig áhorfendaverðlaunin það ár fyrir leik sinn og Ingvar E. Sigurðsson hlaut áhorfendaverðlaun fyrir leik í Englum alheimsins í leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar. Hátíðin fór fram í Sevilla á Spáni á síðasta ári en hún hefur einnig farið fram í London, París, Róm, Barcelóna, Varsjá, Kaupmannahöfn, Tallin, Möltu, Riga og Wroclaw, svo dæmi séu nefnd.
Bíó og sjónvarp Menning Reykjavík Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Tengdar fréttir Vilja halda verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg hafa formlega sótt um að fá að halda verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna árið 2020. 16. desember 2018 17:40 Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Fleiri fréttir Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Vilja halda verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg hafa formlega sótt um að fá að halda verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna árið 2020. 16. desember 2018 17:40
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið