Tárvot Lady Gaga þakkaði Bradley Cooper og söng Shallow af krafti Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. febrúar 2019 10:32 Tilfinningarnar báru Gaga nær ofurliði þegar tilkynnt var um sigurvegarann í flokki poppdúetta. Getty/John Shearer Tónlistarkonan Lady Gaga hreppti þrenn verðlaun á Grammy-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi, þar af tvenn fyrir lagið Shallow úr kvikmyndinni A Star is Born. Þakkarræða Gaga á sviðinu í Los Angeles í gær þótti afar hjartnæm og þá sló kröftugur flutningur hennar á hinu umrædda Shallow í gegn. Lagið var valið það besta í flokki kvikmynda- og sjónvarpstónlistar auk þess sem Gaga og meðleikari hennar í A Star is Born, Bradley Cooper, hlutu Grammy-verðlaunin fyrir besta poppdúettinn. Gaga kom á framfæri kærum kveðjum til Coopers í þakkarræðu sinni en hann var fjarri góðu gamni þar sem BAFTA-verðlaunahátíðin var einnig haldin í gærkvöldi. „Ég vildi að Bradley væri hér hjá mér núna, hann er á BAFTA-verðlaunahátíðinni í Bretlandi. Ég veit fyrir víst að hann vildi vera hérna. Bradley, ég elskaði að syngja þetta lag með þér,“ sagði Gaga. Að lokum benti hún á mikilvægi þess að fjallað sé hispurslaust um geðheilbrigðismál, sem eru einmitt í forgrunni í A Star is Born. „Og ef ég fæ ekki annað tækifæri til að segja þetta – ég er svo stolt af því að vera hluti af kvikmynd sem tekur andleg veikindi til umfjöllunar. Það er svo mikilvægt,“ sagði Gaga og uppskar lófatak áhorfenda. Ræðuna má sjá í heild í spilaranum hér að neðan.Hér að neðan má svo sjá kröftugan Grammy-flutning Gaga á hinu margverðlaunaða Shallow. Lagið hefur hlotið tilnefningar á öllum helstu verðlaunahátíðum vestanhafs það sem af er ári, þar á meðal Golden Globe-, Grammy- og Óskarsverðlauna.Lady Gaga performs a high-energy version of Shallow at this year's #GRAMMYS pic.twitter.com/k9cxiQOd2I— Gaga Notify (@gaganotify) February 11, 2019 Grammy Tónlist Tengdar fréttir Bradley Cooper kom óvænt fram á tónleikum Lady Gaga Cooper og Lady Gaga tóku lagið Shallow úr kvikmyndinni A Star is Born, sem notið hefur mikilla vinsælda. 27. janúar 2019 10:55 Sjáðu ræðu Drake sem stjórnendur Grammy klipptu á Kendrick Lamar, Drake og Childish Gambino höfnuðu boði um að koma fram á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt þrátt fyrir að vera allir tilnefndir til verðlauna. 11. febrúar 2019 10:00 Konur sigursælar á Grammy-verðlaunahátíðinni Grammy-verðlaunahátíðin var haldin í 61. skipti í Los Angeles í gær. 11. febrúar 2019 07:59 Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Tónlistarkonan Lady Gaga hreppti þrenn verðlaun á Grammy-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi, þar af tvenn fyrir lagið Shallow úr kvikmyndinni A Star is Born. Þakkarræða Gaga á sviðinu í Los Angeles í gær þótti afar hjartnæm og þá sló kröftugur flutningur hennar á hinu umrædda Shallow í gegn. Lagið var valið það besta í flokki kvikmynda- og sjónvarpstónlistar auk þess sem Gaga og meðleikari hennar í A Star is Born, Bradley Cooper, hlutu Grammy-verðlaunin fyrir besta poppdúettinn. Gaga kom á framfæri kærum kveðjum til Coopers í þakkarræðu sinni en hann var fjarri góðu gamni þar sem BAFTA-verðlaunahátíðin var einnig haldin í gærkvöldi. „Ég vildi að Bradley væri hér hjá mér núna, hann er á BAFTA-verðlaunahátíðinni í Bretlandi. Ég veit fyrir víst að hann vildi vera hérna. Bradley, ég elskaði að syngja þetta lag með þér,“ sagði Gaga. Að lokum benti hún á mikilvægi þess að fjallað sé hispurslaust um geðheilbrigðismál, sem eru einmitt í forgrunni í A Star is Born. „Og ef ég fæ ekki annað tækifæri til að segja þetta – ég er svo stolt af því að vera hluti af kvikmynd sem tekur andleg veikindi til umfjöllunar. Það er svo mikilvægt,“ sagði Gaga og uppskar lófatak áhorfenda. Ræðuna má sjá í heild í spilaranum hér að neðan.Hér að neðan má svo sjá kröftugan Grammy-flutning Gaga á hinu margverðlaunaða Shallow. Lagið hefur hlotið tilnefningar á öllum helstu verðlaunahátíðum vestanhafs það sem af er ári, þar á meðal Golden Globe-, Grammy- og Óskarsverðlauna.Lady Gaga performs a high-energy version of Shallow at this year's #GRAMMYS pic.twitter.com/k9cxiQOd2I— Gaga Notify (@gaganotify) February 11, 2019
Grammy Tónlist Tengdar fréttir Bradley Cooper kom óvænt fram á tónleikum Lady Gaga Cooper og Lady Gaga tóku lagið Shallow úr kvikmyndinni A Star is Born, sem notið hefur mikilla vinsælda. 27. janúar 2019 10:55 Sjáðu ræðu Drake sem stjórnendur Grammy klipptu á Kendrick Lamar, Drake og Childish Gambino höfnuðu boði um að koma fram á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt þrátt fyrir að vera allir tilnefndir til verðlauna. 11. febrúar 2019 10:00 Konur sigursælar á Grammy-verðlaunahátíðinni Grammy-verðlaunahátíðin var haldin í 61. skipti í Los Angeles í gær. 11. febrúar 2019 07:59 Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Bradley Cooper kom óvænt fram á tónleikum Lady Gaga Cooper og Lady Gaga tóku lagið Shallow úr kvikmyndinni A Star is Born, sem notið hefur mikilla vinsælda. 27. janúar 2019 10:55
Sjáðu ræðu Drake sem stjórnendur Grammy klipptu á Kendrick Lamar, Drake og Childish Gambino höfnuðu boði um að koma fram á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt þrátt fyrir að vera allir tilnefndir til verðlauna. 11. febrúar 2019 10:00
Konur sigursælar á Grammy-verðlaunahátíðinni Grammy-verðlaunahátíðin var haldin í 61. skipti í Los Angeles í gær. 11. febrúar 2019 07:59