Sagan um barnfóstruna Libu sigursæl á Bafta-verðlaunahátíðinni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. febrúar 2019 00:56 Kvikmyndagerðamaðurinn Alfonso Cuarón var valinn besti leikstjóri ársins. Vísir/getty Hugarfóstur mexíkanska kvikmyndagerðamannsins Alfonso Cuarón hlaut þrenn verðlaun bresku Bafta-verðlaunahátíðinni sem var haldin með pompi og prakt í Royal Albert Hall í Lundúnum í kvöld. Roma var bæði valin besta kvikmynd ársins og besta erlenda kvikmynd ársins og þá var Alfonso Cuarón valinn besti kvikmyndaleikstjóri ársins. Roma, sem heitir í höfuðið á hverfið í Mexíkóborg sem Cuarón ólst upp í, er afar persónuleg því hún byggir á minningum hans úr æsku. Innri tími frásagnarinnar er heilt ár í lífi fjölskyldu hans á fyrri hluta áttunda áratugarins. Kvikmyndin fjallar um áfallið sem dynur á fjölskyldunni þegar faðir hans ákveður einn daginn að yfirgefa þau. Hún hverfist þó aðallega um barnfóstruna Liboriu Rodríguez eða „Libu“ eins og Cuarón kallar hana. Í myndinni er hún kölluð Cleo en leikkonan Yalitza Aparicio fer með aðalhlutverkið. Kvikmyndin er tileinkuð Lilboriu en hún hóf störf hjá fjölskyldunni þegar Cuarón var aðeins níu mánaða gamall en Liboria var Cuarón sem móðir þegar hann var að alast upp. Hún reyndist honum afar vel en hann gengur jafnvel svo langt að segja að hún hafi orðið til þess að hann hafi ákveðið að leggja kvikmyndagerð fyrir sig því hún fór margoft með hann og systkinum hans í kvikmyndahús að sjá hinar ýmsu kvikmyndir.Alfonso Cuarón ásamt skáldagyðjunni sinni og barnfóstru úr æsku Liboriu Rodríguez.Vísir/gettyLiboria trúði Cuarón fyrir raunum sínum úr æsku þegar hann var ungur. Hún sagði honum frá því hvernig það hefði líf sitt hefði verið sem ung stúlka í fátækt. Henni hafi sífellt verið kalt og hún svöng. Cuarón segist ekki hafa að fullu meðtekið sögur Liboriu því þær hafi verið svo fjarri hans raunveruleika því hann bjó við mikil forréttindi í samanburði við barnfóstruna. Sögur Liboriu voru honum því eins og spennandi ævintýrasögur. Cuarón segir að það hafi ekki verið fyrr en hann óx úr grasi og þegar hann viðaði að sér upplýsingum fyrir kvikmyndina sem hann gerði sér grein fyrir alvarleika frásagna Liboriu. Þegar skrifaði handritið að myndinni tók hann ótal viðtöl við Liboriu til að öðlast fyllri mynd af henni sem manneskju og Roma er afrakstur þeirra. Sjálf segir Liboria það vera mikinn heiður að hafa fengið að taka þátt í kvikmynd sem hefur svona mikla þýðingu fyrir áhorfendur. „Ég er stolt af því að kvikmyndin sé að kalla fram þessi viðbrögð og að hreyfa við fólki. Það er draumur minn að vera friðardúfa sem dreifir boðskapnum. Það er þannig sem mér líður. Mig langar til þess að gera eitthvað fyrir alla í öllum heiminum,“ segir Liboria í viðtali hjá Variety. Hér er hægt að sjá lista yfir alla verðlaunahafa kvöldsins. BAFTA Menning Mexíkó Tengdar fréttir BAFTA verðlaunin veitt í kvöld Verðlaunahátíð bresku kvikmyndaakademíunnar BAFTA fer fram í Royal Albert Hall í kvöld. 10. febrúar 2019 18:10 Cuarón hlaut Directors Guild verðlaunin fyrir Roma Leikstjórinn Alfonso Cuarón hlaut í gær aðalverðlaun Director's Guild verðlaunanna fyrir mynd sína Roma. Ef eitthvað má læra af sögunni má telja ansi líklegt að Óskarinn muni fylgja. 3. febrúar 2019 18:25 Black Panther, Bohemian Rhapsody og A Star Is Born tilnefndar til Óskarsverðlauna Tilnefningarnar voru kynntar í dag. 22. janúar 2019 13:45 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Hugarfóstur mexíkanska kvikmyndagerðamannsins Alfonso Cuarón hlaut þrenn verðlaun bresku Bafta-verðlaunahátíðinni sem var haldin með pompi og prakt í Royal Albert Hall í Lundúnum í kvöld. Roma var bæði valin besta kvikmynd ársins og besta erlenda kvikmynd ársins og þá var Alfonso Cuarón valinn besti kvikmyndaleikstjóri ársins. Roma, sem heitir í höfuðið á hverfið í Mexíkóborg sem Cuarón ólst upp í, er afar persónuleg því hún byggir á minningum hans úr æsku. Innri tími frásagnarinnar er heilt ár í lífi fjölskyldu hans á fyrri hluta áttunda áratugarins. Kvikmyndin fjallar um áfallið sem dynur á fjölskyldunni þegar faðir hans ákveður einn daginn að yfirgefa þau. Hún hverfist þó aðallega um barnfóstruna Liboriu Rodríguez eða „Libu“ eins og Cuarón kallar hana. Í myndinni er hún kölluð Cleo en leikkonan Yalitza Aparicio fer með aðalhlutverkið. Kvikmyndin er tileinkuð Lilboriu en hún hóf störf hjá fjölskyldunni þegar Cuarón var aðeins níu mánaða gamall en Liboria var Cuarón sem móðir þegar hann var að alast upp. Hún reyndist honum afar vel en hann gengur jafnvel svo langt að segja að hún hafi orðið til þess að hann hafi ákveðið að leggja kvikmyndagerð fyrir sig því hún fór margoft með hann og systkinum hans í kvikmyndahús að sjá hinar ýmsu kvikmyndir.Alfonso Cuarón ásamt skáldagyðjunni sinni og barnfóstru úr æsku Liboriu Rodríguez.Vísir/gettyLiboria trúði Cuarón fyrir raunum sínum úr æsku þegar hann var ungur. Hún sagði honum frá því hvernig það hefði líf sitt hefði verið sem ung stúlka í fátækt. Henni hafi sífellt verið kalt og hún svöng. Cuarón segist ekki hafa að fullu meðtekið sögur Liboriu því þær hafi verið svo fjarri hans raunveruleika því hann bjó við mikil forréttindi í samanburði við barnfóstruna. Sögur Liboriu voru honum því eins og spennandi ævintýrasögur. Cuarón segir að það hafi ekki verið fyrr en hann óx úr grasi og þegar hann viðaði að sér upplýsingum fyrir kvikmyndina sem hann gerði sér grein fyrir alvarleika frásagna Liboriu. Þegar skrifaði handritið að myndinni tók hann ótal viðtöl við Liboriu til að öðlast fyllri mynd af henni sem manneskju og Roma er afrakstur þeirra. Sjálf segir Liboria það vera mikinn heiður að hafa fengið að taka þátt í kvikmynd sem hefur svona mikla þýðingu fyrir áhorfendur. „Ég er stolt af því að kvikmyndin sé að kalla fram þessi viðbrögð og að hreyfa við fólki. Það er draumur minn að vera friðardúfa sem dreifir boðskapnum. Það er þannig sem mér líður. Mig langar til þess að gera eitthvað fyrir alla í öllum heiminum,“ segir Liboria í viðtali hjá Variety. Hér er hægt að sjá lista yfir alla verðlaunahafa kvöldsins.
BAFTA Menning Mexíkó Tengdar fréttir BAFTA verðlaunin veitt í kvöld Verðlaunahátíð bresku kvikmyndaakademíunnar BAFTA fer fram í Royal Albert Hall í kvöld. 10. febrúar 2019 18:10 Cuarón hlaut Directors Guild verðlaunin fyrir Roma Leikstjórinn Alfonso Cuarón hlaut í gær aðalverðlaun Director's Guild verðlaunanna fyrir mynd sína Roma. Ef eitthvað má læra af sögunni má telja ansi líklegt að Óskarinn muni fylgja. 3. febrúar 2019 18:25 Black Panther, Bohemian Rhapsody og A Star Is Born tilnefndar til Óskarsverðlauna Tilnefningarnar voru kynntar í dag. 22. janúar 2019 13:45 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
BAFTA verðlaunin veitt í kvöld Verðlaunahátíð bresku kvikmyndaakademíunnar BAFTA fer fram í Royal Albert Hall í kvöld. 10. febrúar 2019 18:10
Cuarón hlaut Directors Guild verðlaunin fyrir Roma Leikstjórinn Alfonso Cuarón hlaut í gær aðalverðlaun Director's Guild verðlaunanna fyrir mynd sína Roma. Ef eitthvað má læra af sögunni má telja ansi líklegt að Óskarinn muni fylgja. 3. febrúar 2019 18:25
Black Panther, Bohemian Rhapsody og A Star Is Born tilnefndar til Óskarsverðlauna Tilnefningarnar voru kynntar í dag. 22. janúar 2019 13:45