Fáir tekið afstöðu gegn líffæragjöf Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. febrúar 2019 20:15 Innan við eitt prósent landsmanna hefur tekið afstöðu gegn líffæragjöf eftir andlát. Einungis um fjögur prósent látinna koma til greina sem líffæragjafar að sögn yfirlæknis á lyflækningadeild Landspítalans. Um áramótin höfðu hátt í 44 þúsund manns tekið afstöðu til líffæragjafar frá því að opnað var fyrir möguleikann í október 2014. Þar af vilja nær allir, eða 41 þúsund, gefa líffæri við andlát. Um áramót tóku lög um brottnám líffæra breytingum og verða nú allir yfir átján ára aldri sjálfkrafa líffæragjafar eftir andlát ef nánustu aðstandendur hafna því ekki og vilji til annars hefur ekki verið skráður. Í nóvember var farið að kynna lagabreytinguna og tóku þá ríflega ellefu hundruð afstöðu. Þar af sögðust um eitt hundrað vilja undanskilja ákveðin líffæri eða tóku alfarið fyrir líffæragjöf. Í desember hækkaði hlutfallið töluvert. Af 1400 sem tóku afstöðu höfnuðu hátt í sex hundruð líffæragjöf alfarið eða að einhverju leyti. Tölur janúarmánaðar hafa ekki verið teknar saman en samkvæmt upplýsingum frá embætti Landlæknis hefur hlutfall þeirra sem eru andvígir líffæragjöf haldist svipað eftir breytingu og er enn innan við eitt prósent. Yfirlæknir á Landspítalanum segir líffæragjöfum hafa fjölgað á síðustu árum og bindur vonir við að lagabreytingin viðhaldi þróuninni. „Það voru í kringum þrjár til fjórar líffæragjafir á ári, allar götur þar til fyrir fjórum árum þegar þær urðu skyndilega tólf. Ég hygg að meðaltalið á síðustu fjórum árum hafi verið í kringum níu á ári,“ segir Runólfur Pálsson, yfirlæknir lyflækninga á Landspítalanum. Einungis fáir koma til greina sem líffæragjafar við andlát. „Það eru eingöngu einstaklingar sem látast heiladauða. Eru þannig á gjörgæsludeild, í öndunarvél og svo framvegis þannig að líffærin varðveitast og það sé hægt að nýta þau.“ Heilbrigðismál Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Sjá meira
Innan við eitt prósent landsmanna hefur tekið afstöðu gegn líffæragjöf eftir andlát. Einungis um fjögur prósent látinna koma til greina sem líffæragjafar að sögn yfirlæknis á lyflækningadeild Landspítalans. Um áramótin höfðu hátt í 44 þúsund manns tekið afstöðu til líffæragjafar frá því að opnað var fyrir möguleikann í október 2014. Þar af vilja nær allir, eða 41 þúsund, gefa líffæri við andlát. Um áramót tóku lög um brottnám líffæra breytingum og verða nú allir yfir átján ára aldri sjálfkrafa líffæragjafar eftir andlát ef nánustu aðstandendur hafna því ekki og vilji til annars hefur ekki verið skráður. Í nóvember var farið að kynna lagabreytinguna og tóku þá ríflega ellefu hundruð afstöðu. Þar af sögðust um eitt hundrað vilja undanskilja ákveðin líffæri eða tóku alfarið fyrir líffæragjöf. Í desember hækkaði hlutfallið töluvert. Af 1400 sem tóku afstöðu höfnuðu hátt í sex hundruð líffæragjöf alfarið eða að einhverju leyti. Tölur janúarmánaðar hafa ekki verið teknar saman en samkvæmt upplýsingum frá embætti Landlæknis hefur hlutfall þeirra sem eru andvígir líffæragjöf haldist svipað eftir breytingu og er enn innan við eitt prósent. Yfirlæknir á Landspítalanum segir líffæragjöfum hafa fjölgað á síðustu árum og bindur vonir við að lagabreytingin viðhaldi þróuninni. „Það voru í kringum þrjár til fjórar líffæragjafir á ári, allar götur þar til fyrir fjórum árum þegar þær urðu skyndilega tólf. Ég hygg að meðaltalið á síðustu fjórum árum hafi verið í kringum níu á ári,“ segir Runólfur Pálsson, yfirlæknir lyflækninga á Landspítalanum. Einungis fáir koma til greina sem líffæragjafar við andlát. „Það eru eingöngu einstaklingar sem látast heiladauða. Eru þannig á gjörgæsludeild, í öndunarvél og svo framvegis þannig að líffærin varðveitast og það sé hægt að nýta þau.“
Heilbrigðismál Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Sjá meira