Kúltúrinn í klessu Ólöf Skaftadóttir skrifar 13. febrúar 2019 07:00 Fréttir af hækkun mánaðarlauna bankastjóra Landsbankans um 1,2 milljónir hinn 1. júlí 2017 og aftur um 550 þúsund í apríl 2018 koma á versta tíma inn í viðkvæmar kjaraviðræður. Verkalýðsforystan hefur gagnrýnt hana harkalega, líkt og var fyrirséð. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hefur einnig gagnrýnt ákvörðunina og kallað hana taktlausa. Undir sjónarmið beggja er vel hægt að taka í þetta sinn. Stjórnmálamenn hafa einnig nýtt sér tækifærið undanfarna daga og gagnrýnt mjög launahækkun bankastjórans. Þar á meðal eru þingmenn og ráðherrar. Þótt launahækkun bankastjórans sé fullkomlega taktlaus og beinlínis hættulegt innlegg inn í þungan kjaravetur virðast stjórnmálamennirnir sem það gagnrýna einfaldlega of auðvelt skotmark, sérstaklega fyrir popúlista. Forsætisráðherra, sem kallaði launahækkun bankastjórans „óverjandi“, hefur ívið meira í mánaðarlaun en forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, þar sem um 66 milljónir manna búa. Það er vitaskuld umhugsunarefni, en það dæmir hana ekki sjálfkrafa úr leik þegar rætt er um kjaramál. Vandi vinnumarkaðarins er miklu djúpstæðari en samningar um launahækkanir nú. Kúltúrinn er allur í klessu. Þeir sem hafa sig mest í frammi úr ranni verkalýðsforystunnar leggja sig fram um að þagga niður í öllum þeim sem dirfast að koma fram á völlinn með skynsamar og hófstilltar skoðanir, og lemja þá niður með gífuryrðum og dónaskap. Ef marka má fullyrðingar sumra verkalýðsforingja má ekki einu sinni hlusta á seðlabankastjóra fjalla almennt um íslenskan efnahag. Einn verkalýðsforingjanna lýsti borðleggjandi málflutningi Más Guðmundssonar um að verkföll og launahækkanir umfram svigrúm yrðu hagkerfinu áfall sem ,,sjokkerandi“. Dæmdi seðlabankastjóra svo úr leik því hann er með svo há laun. Á hinum endanum situr bankaráð Landsbankans og virðist telja það forsvaranlega hugmynd og heppilegan tíma til þess að hækka laun bankastjóra ríkisbanka um 82 prósent, þvert á öll fyrirmæli úr fjármálaráðuneytinu sem fór fram á að fyrirtæki í ríkiseigu gættu varkárni við launaákvarðanir. Forsætisráðherra, sem ætlar að vanda um við bankaráðið, er svo aftur ótrúverðug í augum þeirra sem hafa hæst í kjarabaráttunni. Umræðan um kjaramál, og raunar umræðan um svo margt annað, er komin í miklar ógöngur. Eins og hundur sem eltir skottið á sér. Menn skipa sér í fylkingar, öskra og æpa út í tómið og svo kemur nýr fréttadagur og sagan endurtekur sig. Þetta getur ekki verið vænlegt til árangurs. Skynsamt fólk hlýtur að sakna margumtalaðs stöðugleika, lágmarksstillingar og almennrar skynsemi þegar rætt og fjallað er um stærsta hagsmunamál þjóðarinnar, stöðuna á vinnumarkaði. Annars er hætt við að fari illa. Venjulegt fólk á allt undir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Fréttir af hækkun mánaðarlauna bankastjóra Landsbankans um 1,2 milljónir hinn 1. júlí 2017 og aftur um 550 þúsund í apríl 2018 koma á versta tíma inn í viðkvæmar kjaraviðræður. Verkalýðsforystan hefur gagnrýnt hana harkalega, líkt og var fyrirséð. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hefur einnig gagnrýnt ákvörðunina og kallað hana taktlausa. Undir sjónarmið beggja er vel hægt að taka í þetta sinn. Stjórnmálamenn hafa einnig nýtt sér tækifærið undanfarna daga og gagnrýnt mjög launahækkun bankastjórans. Þar á meðal eru þingmenn og ráðherrar. Þótt launahækkun bankastjórans sé fullkomlega taktlaus og beinlínis hættulegt innlegg inn í þungan kjaravetur virðast stjórnmálamennirnir sem það gagnrýna einfaldlega of auðvelt skotmark, sérstaklega fyrir popúlista. Forsætisráðherra, sem kallaði launahækkun bankastjórans „óverjandi“, hefur ívið meira í mánaðarlaun en forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, þar sem um 66 milljónir manna búa. Það er vitaskuld umhugsunarefni, en það dæmir hana ekki sjálfkrafa úr leik þegar rætt er um kjaramál. Vandi vinnumarkaðarins er miklu djúpstæðari en samningar um launahækkanir nú. Kúltúrinn er allur í klessu. Þeir sem hafa sig mest í frammi úr ranni verkalýðsforystunnar leggja sig fram um að þagga niður í öllum þeim sem dirfast að koma fram á völlinn með skynsamar og hófstilltar skoðanir, og lemja þá niður með gífuryrðum og dónaskap. Ef marka má fullyrðingar sumra verkalýðsforingja má ekki einu sinni hlusta á seðlabankastjóra fjalla almennt um íslenskan efnahag. Einn verkalýðsforingjanna lýsti borðleggjandi málflutningi Más Guðmundssonar um að verkföll og launahækkanir umfram svigrúm yrðu hagkerfinu áfall sem ,,sjokkerandi“. Dæmdi seðlabankastjóra svo úr leik því hann er með svo há laun. Á hinum endanum situr bankaráð Landsbankans og virðist telja það forsvaranlega hugmynd og heppilegan tíma til þess að hækka laun bankastjóra ríkisbanka um 82 prósent, þvert á öll fyrirmæli úr fjármálaráðuneytinu sem fór fram á að fyrirtæki í ríkiseigu gættu varkárni við launaákvarðanir. Forsætisráðherra, sem ætlar að vanda um við bankaráðið, er svo aftur ótrúverðug í augum þeirra sem hafa hæst í kjarabaráttunni. Umræðan um kjaramál, og raunar umræðan um svo margt annað, er komin í miklar ógöngur. Eins og hundur sem eltir skottið á sér. Menn skipa sér í fylkingar, öskra og æpa út í tómið og svo kemur nýr fréttadagur og sagan endurtekur sig. Þetta getur ekki verið vænlegt til árangurs. Skynsamt fólk hlýtur að sakna margumtalaðs stöðugleika, lágmarksstillingar og almennrar skynsemi þegar rætt og fjallað er um stærsta hagsmunamál þjóðarinnar, stöðuna á vinnumarkaði. Annars er hætt við að fari illa. Venjulegt fólk á allt undir.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar