Lífið

Gylfi Sig ruddist inn í hljóðver og tók við af Hödda Magg í miðri lýsingu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gylfi Sig stóð sig eins og hetja og gæti farið í þetta starf eftir að ferlinum lýkur.
Gylfi Sig stóð sig eins og hetja og gæti farið í þetta starf eftir að ferlinum lýkur.
Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson mun ganga í það heilaga með unnustu sinni Alexöndru Helgu Ívarsdóttur næsta sumar.

Skemmtileg uppákoma átti sér stað á Suðurlandsbraut í dag en þá mætti Gylfi Þór ásamt bestu vinum sínum til að koma Herði Magnússyni, íþróttafréttamanni, á óvart.

Gylfi ruddist inn í hljóðver Stöðvar 2 Sports, gaf Hödda Magg Everton treyju og tók við lýsingu á leik Real Madrid og Girona í spænsku úrvalsdeildinni en verið var að steggja landsliðsmanninn.

Hér að neðan má heyra lýsingu Gylfa Sig.

Gylfi hefur spilað með tveimur leikmönnum Real Madrid, þeim Gareth Bale og Luka Modric þegar þeir voru saman hjá Tottenham.

Gylfi var nokkuð stressaður fyrir verkefninu.
Hörður tók vel á móti Gylfa sem lýsti í tæplega tvær mínútur og það með miklum tilþrifum. Hér að neðan má sjá einnig stutt myndbrot innan úr hljóðveri Stöðvar 2 Sports.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.