Erlent

Talin hafa falið lík systur sinnar í frystikistu í átján ár

Atli Ísleifsson skrifar
Konan er talin hafa banað systur sinni árið 2000 eða 2001 og komið líkinu fyrir í frystikistu í kjallara hússins. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Konan er talin hafa banað systur sinni árið 2000 eða 2001 og komið líkinu fyrir í frystikistu í kjallara hússins. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty
Lögregla í Króatíu hefur handtekið 45 ára konu sem grunuð er um að hafa myrt systur sína í kringum aldamót og falið lík hennar í frystikistu í um átján ár.

AFP greinir frá því að Jasmina Dominic hafi horfið sporlaust árið 2000 en hún hafi lík hennar fundist í frystikistu.

Saksóknarar í Króatíu segja að systir Jasminu hafi verið handtekin í bænum Mala Subotica í norðurhluta landsins um síðustu helgi.

Konan er talin hafa banað systur sinni árið 2000 eða 2001 og komið líkinu fyrir í frystikistu í kjallara hússins. „Við teljum að líkið sem fannst í frystikistunni sé af konu sem fæddist 1977 og var tilkynnt að væri saknað í ágúst 2005,“ segir Nenad Risak, talsmaður lögreglunnar í samtali við AFP.

Hin handtekna bjó í húsinu ásamt eiginmanni sínum og þremur börnum þeirra.

Jasmina Dominic var 23 ára þegar síðast sást til hennar árið 2000. Króatíska blaðið Vecernji List segir að fjölskylda hennar hafi fyrst tilkynnt hvarfið til lögreglu fimm árum síðar.

Jasmina stundaði nám í höfuðborginni Zagreb þegar hún hvarf. Faðir systranna á áður að hafa greint frá því að hann hafi fengið boð um að Jasmina hafi fengið starf á skemmtiferðaskipi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×