Dalur dauðans, miðbæjarflot og ljósaganga á Vetrarhátíð 2019 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2019 13:50 Frá Vetrarhátíð árið 2012. Fréttablaðið/Anton Brink Vetrarhátíð verður haldin dagana 7. – 9. febrúar næstkomandi. Hátíðin er nú haldin í 18. sinn og fer fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Megintilgangur Vetrarhátíðar er að skemmta fólki á höfuðborgarsvæðinu og gefa því tækifæri til að njóta menningar, lista, íþrótta og útiveru í eigin sveitarfélagi og/eða heimsækja nágranna sína, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Setning Setning Vetrarhátíðar 2019 fer að þessu sinni fram við Hallgrímskirkju þann 7. febrúar nk. klukkan 19.45. Opnunaratriðið er ljósainnsetningin Passage eftir listamannahópinn Nocturnal frá Nýja Sjálandi sem er unnin í samvinnu við List í ljósi. Verkinu verður varpað á Hallgrímskirkjuturn. Unnið er með íslenska arfleið og mun verkið vekja turninn til lífsins með mynd og hljóði. Verkið verður til sýnis öll kvöld á hátíðinni frá kl. 19.00 - 23.00 Að setningu lokinni munu víkingar ganga fylktu liði að Listasafni Reykjavíkur þar sem þeir bjóða upp á sýningu um arfleifð víkinga. Nýjung á dagskrá Vetrarhátíðar er Ljósagangan, en það er gönguleið um ljóslistaverkin á Vetrarhátíð í miðborg Reykjavíkur. Alls eru ljóslistaverkin í ár sex talsins að meðtöldu verkinu á Hallgrímskirkju. Verkin eru á Hörputorgi, í Hörpu, á gafli Listasafns Reykjavíkur Geirsgötumegin, Ráðhúsi Reykjavíkur og í Listasafni Íslands. Tilvalið er að fara í Ljósagönguna með fjölskyldu eða vinum, sjón er sögu ríkari. Hugrakkir krakkar á Safnanótt Safnanótt verður síðan haldin föstudagskvöldið 8. febrúar 2019 en þá opna 53 söfn á höfuðborgarsvæðinu dyr sínar og bjóða upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá frá klukkan 18:00 til klukkan 23.00. Lögð verður áhersla á að bjóða upp á óhefðbundna viðburði þetta kvöld og veita gestum nýja sýn á söfnin. Mikið verður um að vera fyrir hugrakka krakka í Grófarhúsi. Borgarbókasafnið heldur Háskaleika fyrir hugrakka krakka. Í Borgarskjalasafni verður boðið upp á ferðir um Dal dauðans. Boðið verður upp á tónlist, getraunir, föndur og fleira fyrir gesti og gangandi. Á Árbæjarsafni verður Draugaganga og í Sjóminjasafninu verður Litli sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur. Myntsafn Seðlabanka Íslands sýnir hin umdeildu málverk eftir Gunnlaug Blöndal í listaverkasafni bankans sem komust í fréttirnar á dögunum ásamt því að gestir geta skoðað og lyft gullstöng sem er nú sýnd í fyrsta sinn. Íbúar og gestir borgarinnar á öllum aldri geta notið Safnanætur fram eftir kvöldi sér að kostnaðarlausu. Frítt verður í sérstakan Safnanæturstrætó á milli allra safnanna. Sundlauganótt – Tónleikar, kayak og miðbæjarflot Sundlauganótt verður haldin laugardagskvöldið 9. febrúar 2018 en þá verður frítt í sund frá klukkan 17:00 til 22.00 í tólf sundlaugum höfuðborgarsvæðisins. Boðið verður upp á fjölbreytta viðburði í laugunum og munu gestir fá að upplifa einstaka og óvenjulega kvöldstund í mögnuðu myrkri. Tónlist, dans, kayak og leikhús verða allsráðandi, þar sem gestir eru hvattir til að taka þátt með því að dansa, syngja eða slaka á og njóta stundarinnar. Í Sundhöll Reykjavíkur verður boðið upp á miðbæjarflot í umsjón Ellýjar Ármannsdóttur flotþerapista sem ætlar að stýra kyrrlátu og heilandi samfloti í innilauginni. Flothettur verða á staðnum. Kósýheit og kyndlar á útisvæði. Skoðið fjölbreytta dagskrá Vetrarhátíðar á heimasíðu vetrarhatid.is. Borgarstjórn Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Seltjarnarnes Vetrarhátíð Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Vetrarhátíð verður haldin dagana 7. – 9. febrúar næstkomandi. Hátíðin er nú haldin í 18. sinn og fer fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Megintilgangur Vetrarhátíðar er að skemmta fólki á höfuðborgarsvæðinu og gefa því tækifæri til að njóta menningar, lista, íþrótta og útiveru í eigin sveitarfélagi og/eða heimsækja nágranna sína, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Setning Setning Vetrarhátíðar 2019 fer að þessu sinni fram við Hallgrímskirkju þann 7. febrúar nk. klukkan 19.45. Opnunaratriðið er ljósainnsetningin Passage eftir listamannahópinn Nocturnal frá Nýja Sjálandi sem er unnin í samvinnu við List í ljósi. Verkinu verður varpað á Hallgrímskirkjuturn. Unnið er með íslenska arfleið og mun verkið vekja turninn til lífsins með mynd og hljóði. Verkið verður til sýnis öll kvöld á hátíðinni frá kl. 19.00 - 23.00 Að setningu lokinni munu víkingar ganga fylktu liði að Listasafni Reykjavíkur þar sem þeir bjóða upp á sýningu um arfleifð víkinga. Nýjung á dagskrá Vetrarhátíðar er Ljósagangan, en það er gönguleið um ljóslistaverkin á Vetrarhátíð í miðborg Reykjavíkur. Alls eru ljóslistaverkin í ár sex talsins að meðtöldu verkinu á Hallgrímskirkju. Verkin eru á Hörputorgi, í Hörpu, á gafli Listasafns Reykjavíkur Geirsgötumegin, Ráðhúsi Reykjavíkur og í Listasafni Íslands. Tilvalið er að fara í Ljósagönguna með fjölskyldu eða vinum, sjón er sögu ríkari. Hugrakkir krakkar á Safnanótt Safnanótt verður síðan haldin föstudagskvöldið 8. febrúar 2019 en þá opna 53 söfn á höfuðborgarsvæðinu dyr sínar og bjóða upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá frá klukkan 18:00 til klukkan 23.00. Lögð verður áhersla á að bjóða upp á óhefðbundna viðburði þetta kvöld og veita gestum nýja sýn á söfnin. Mikið verður um að vera fyrir hugrakka krakka í Grófarhúsi. Borgarbókasafnið heldur Háskaleika fyrir hugrakka krakka. Í Borgarskjalasafni verður boðið upp á ferðir um Dal dauðans. Boðið verður upp á tónlist, getraunir, föndur og fleira fyrir gesti og gangandi. Á Árbæjarsafni verður Draugaganga og í Sjóminjasafninu verður Litli sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur. Myntsafn Seðlabanka Íslands sýnir hin umdeildu málverk eftir Gunnlaug Blöndal í listaverkasafni bankans sem komust í fréttirnar á dögunum ásamt því að gestir geta skoðað og lyft gullstöng sem er nú sýnd í fyrsta sinn. Íbúar og gestir borgarinnar á öllum aldri geta notið Safnanætur fram eftir kvöldi sér að kostnaðarlausu. Frítt verður í sérstakan Safnanæturstrætó á milli allra safnanna. Sundlauganótt – Tónleikar, kayak og miðbæjarflot Sundlauganótt verður haldin laugardagskvöldið 9. febrúar 2018 en þá verður frítt í sund frá klukkan 17:00 til 22.00 í tólf sundlaugum höfuðborgarsvæðisins. Boðið verður upp á fjölbreytta viðburði í laugunum og munu gestir fá að upplifa einstaka og óvenjulega kvöldstund í mögnuðu myrkri. Tónlist, dans, kayak og leikhús verða allsráðandi, þar sem gestir eru hvattir til að taka þátt með því að dansa, syngja eða slaka á og njóta stundarinnar. Í Sundhöll Reykjavíkur verður boðið upp á miðbæjarflot í umsjón Ellýjar Ármannsdóttur flotþerapista sem ætlar að stýra kyrrlátu og heilandi samfloti í innilauginni. Flothettur verða á staðnum. Kósýheit og kyndlar á útisvæði. Skoðið fjölbreytta dagskrá Vetrarhátíðar á heimasíðu vetrarhatid.is.
Borgarstjórn Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Seltjarnarnes Vetrarhátíð Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira