Þekkjum einkenni krabbameina Halla Þorvaldsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 07:00 Þrátt fyrir stórbætta vísindalega þekkingu á krabbameinum og skilning sem skilað hefur miklum framförum í greiningu og meðferð fjölgar þeim enn sem fá krabbamein. Það stafar fyrst og fremst af hækkuðum aldri þjóðarinnar. Fleiri og fleiri læknast þó af krabbameini eða lifa með það sem langvinnan sjúkdóm. Einn af hverjum þremur fær krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni en rannsóknir sýna að draga má úr líkunum með heilsusamlegum lífsháttum. Þeir sem nota ekki tóbak, fylgja ráðleggingum um heilsusamlega fæðu, stunda reglulega líkamshreyfingu, takmarka neyslu áfengra drykkja og fylgja ráðleggingum um sólarvarnir eru í minni hættu á að fá krabbamein. Þannig er talið að hægt sé að koma veg fyrir meira en þriðjung allra krabbameinstilfella. Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn er í dag, 4. febrúar. Tilgangur dagsins er að vekja athygli á þeim vanda sem fylgir krabbameinum og hvetja til umbóta og eflingar á sviði forvarna, greiningar og meðferðar gegn krabbameinum. Krabbameinsfélög út um allan heim hafa sameinast í þriggja ára herferð sem gengur út á að fækka krabbameinstilvikum. Markmiðið er að uppfræða og vekja athygli á því að hver og einn einstaklingur getur haft áhrif, bæði fyrir sig og þá sem standa honum nærri en einnig út á við í samfélaginu. Miklu máli skiptir að greina krabbamein sem fyrst. Oftast er því þannig farið að því fyrr sem hægt er að hefja meðferð því meiri árangur ber hún. Því skiptir miklu máli að fólk þekki þau einkenni sem geta verið vísbending um krabbamein og bregðist fljótt við þeim. Fólk ætti að temja sér að vera vakandi fyrir líkama sínum til að taka eftir breytingum. Sérstaklega ætti að veita athygli breytingum eða einkennum sem eru langvarandi og ef ekki er ljóst hver orsökin er. Meðal helstu einkenna sem fólk ætti að vera vakandi fyrir eru sár sem ekki gróa, þykkildi og hnútar víða í líkamanum, óútskýrt þyngdartap, breytingar á hægðum eða þvaglátum, óvenjulegar blæðingar, þrálátur hósti, hæsi eða kyngingarörðugleikar. Einnig ætti að bregðast við breytingum á fæðingarblettum, óvenjulegri þreytu sem ekki minnkar við hvíld og viðvarandi verkjum sem eiga sér óljósar orsakir. Öll einkennin geta stafað af öðru en krabbameini en mikilvægt er að fá úr því skorið hjá lækni. Slagorð alþjóðlegu herferðarinnar er: „Ég er… og ég ætla…“ þar sem hverjum fyrir sig gefst færi á að lýsa sinni leið til að vinna gegn krabbameinum. Nánari upplýsingar er að finna á krabb.is. Ég er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands og ég ætla að tala fyrir auknum forvörnum gegn krabbameinum hvar og hvenær sem færi gefst. Vertu með!Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Halla Þorvaldsdóttir Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir stórbætta vísindalega þekkingu á krabbameinum og skilning sem skilað hefur miklum framförum í greiningu og meðferð fjölgar þeim enn sem fá krabbamein. Það stafar fyrst og fremst af hækkuðum aldri þjóðarinnar. Fleiri og fleiri læknast þó af krabbameini eða lifa með það sem langvinnan sjúkdóm. Einn af hverjum þremur fær krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni en rannsóknir sýna að draga má úr líkunum með heilsusamlegum lífsháttum. Þeir sem nota ekki tóbak, fylgja ráðleggingum um heilsusamlega fæðu, stunda reglulega líkamshreyfingu, takmarka neyslu áfengra drykkja og fylgja ráðleggingum um sólarvarnir eru í minni hættu á að fá krabbamein. Þannig er talið að hægt sé að koma veg fyrir meira en þriðjung allra krabbameinstilfella. Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn er í dag, 4. febrúar. Tilgangur dagsins er að vekja athygli á þeim vanda sem fylgir krabbameinum og hvetja til umbóta og eflingar á sviði forvarna, greiningar og meðferðar gegn krabbameinum. Krabbameinsfélög út um allan heim hafa sameinast í þriggja ára herferð sem gengur út á að fækka krabbameinstilvikum. Markmiðið er að uppfræða og vekja athygli á því að hver og einn einstaklingur getur haft áhrif, bæði fyrir sig og þá sem standa honum nærri en einnig út á við í samfélaginu. Miklu máli skiptir að greina krabbamein sem fyrst. Oftast er því þannig farið að því fyrr sem hægt er að hefja meðferð því meiri árangur ber hún. Því skiptir miklu máli að fólk þekki þau einkenni sem geta verið vísbending um krabbamein og bregðist fljótt við þeim. Fólk ætti að temja sér að vera vakandi fyrir líkama sínum til að taka eftir breytingum. Sérstaklega ætti að veita athygli breytingum eða einkennum sem eru langvarandi og ef ekki er ljóst hver orsökin er. Meðal helstu einkenna sem fólk ætti að vera vakandi fyrir eru sár sem ekki gróa, þykkildi og hnútar víða í líkamanum, óútskýrt þyngdartap, breytingar á hægðum eða þvaglátum, óvenjulegar blæðingar, þrálátur hósti, hæsi eða kyngingarörðugleikar. Einnig ætti að bregðast við breytingum á fæðingarblettum, óvenjulegri þreytu sem ekki minnkar við hvíld og viðvarandi verkjum sem eiga sér óljósar orsakir. Öll einkennin geta stafað af öðru en krabbameini en mikilvægt er að fá úr því skorið hjá lækni. Slagorð alþjóðlegu herferðarinnar er: „Ég er… og ég ætla…“ þar sem hverjum fyrir sig gefst færi á að lýsa sinni leið til að vinna gegn krabbameinum. Nánari upplýsingar er að finna á krabb.is. Ég er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands og ég ætla að tala fyrir auknum forvörnum gegn krabbameinum hvar og hvenær sem færi gefst. Vertu með!Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun