Gott kynlíf Bjarni Karlsson skrifar 6. febrúar 2019 07:00 Í síðustu viku var áhugaverð grein hér á síðum Fréttablaðsins þar sem fjallað var um breytingar á kynhegðun landans og vísbendingar um rénandi kynlíf ungs fólks. Þá var fullyrt að pör hugi í auknum mæli að opnum samböndum. Hugmyndir um kynlíf taka breytingum en vissir þættir eru líklegir til að vera þeir sömu á öllum tímum. Hvort sem við eigum kynlíf með sjálfum okkur eða öðru fólki er grundvöllur þess alltaf sá að þekkja og virða eigin þarfir. Persóna sem annast og elskar sjálfa sig og laðast að fólki sem hugsar vel um sig er að öllu jöfnu líkleg til að vera góður kynlífsfélagi. Ég hef séð það í mínu sálgæslustarfi að vanræksla í æsku er sennilega ein höfuðmeinsemdin í kynlífi fólks. Þau sem hafa lifað við vanrækslu eiga oft erfitt með að gera sér grein fyrir eigin þrám og þörfum, eru ekki vön að hlúa að sjálfum sér og eiga því margt ólært er kemur að kynferðislegu samspili við aðra. En öll getum við lært. Gott kynlíf byggir á heilbrigðri sjálfsást. Eins er mikilvægt að sjá að kynferðisleg samskipti lúta sömu lögmálum og önnur samskipti. Góð samskipti byggja á því að fólk ber ábyrgð á sjálfu sér og reiknar með því sama af öðrum. Sá sem nálgast aðra í þeim tilgangi að nota eða stjórna mun alltaf tapa á endanum. Neikvæð stjórnun er léleg samskiptatækni sem oft veldur miklu tjóni. Það versta sem maður gerir er að skaða aðra. Gott kynlíf þróast í gagnkvæmri virðingu og opnu samtali. Öll þjáumst við á sviði ástar og kynlífs og gerum alls kyns mistök. En á meðan við drögum andann er líkami okkar uppspretta óþrjótandi gæða og hæfileikinn til þess að teygja sig út fyrir sjálfan sig og gera sáttmála um kynferðislega ást er stórkostleg Guðs gjöf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var áhugaverð grein hér á síðum Fréttablaðsins þar sem fjallað var um breytingar á kynhegðun landans og vísbendingar um rénandi kynlíf ungs fólks. Þá var fullyrt að pör hugi í auknum mæli að opnum samböndum. Hugmyndir um kynlíf taka breytingum en vissir þættir eru líklegir til að vera þeir sömu á öllum tímum. Hvort sem við eigum kynlíf með sjálfum okkur eða öðru fólki er grundvöllur þess alltaf sá að þekkja og virða eigin þarfir. Persóna sem annast og elskar sjálfa sig og laðast að fólki sem hugsar vel um sig er að öllu jöfnu líkleg til að vera góður kynlífsfélagi. Ég hef séð það í mínu sálgæslustarfi að vanræksla í æsku er sennilega ein höfuðmeinsemdin í kynlífi fólks. Þau sem hafa lifað við vanrækslu eiga oft erfitt með að gera sér grein fyrir eigin þrám og þörfum, eru ekki vön að hlúa að sjálfum sér og eiga því margt ólært er kemur að kynferðislegu samspili við aðra. En öll getum við lært. Gott kynlíf byggir á heilbrigðri sjálfsást. Eins er mikilvægt að sjá að kynferðisleg samskipti lúta sömu lögmálum og önnur samskipti. Góð samskipti byggja á því að fólk ber ábyrgð á sjálfu sér og reiknar með því sama af öðrum. Sá sem nálgast aðra í þeim tilgangi að nota eða stjórna mun alltaf tapa á endanum. Neikvæð stjórnun er léleg samskiptatækni sem oft veldur miklu tjóni. Það versta sem maður gerir er að skaða aðra. Gott kynlíf þróast í gagnkvæmri virðingu og opnu samtali. Öll þjáumst við á sviði ástar og kynlífs og gerum alls kyns mistök. En á meðan við drögum andann er líkami okkar uppspretta óþrjótandi gæða og hæfileikinn til þess að teygja sig út fyrir sjálfan sig og gera sáttmála um kynferðislega ást er stórkostleg Guðs gjöf.
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar