Rétttrúnaðarkirkjan rússneska fær lokaséns hjá borginni Sigurður Mikael Jónsson skrifar 6. febrúar 2019 06:00 Tillaga að rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni. MYND/ARKITEO Borgarráð samþykkti í síðustu viku að framlengja framkvæmdafrest rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi um fjögur ár vegna kirkjubyggingar á lóðunum Bræðraborgarstíg 2 og Bakkastíg 8. Söfnuður Moskvu-patríarkatsins fékk lóðirnar úthlutaðar af Reykjavíkurborg í október 2008 en enn hefur ekkert gerst á reitnum þar sem fyrirhugað er að hin glæsilega kirkja rísi. Í skjölum málsins segir að framkvæmdafresturinn nú skiptist í tveggja ára frest til að hefja framkvæmdir annars vegar og tveggja ára frest til að ljúka við kirkjuna eftir að framkvæmdir hefjast hins vegar. Í bókun meirihlutans, Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna, eru send skýr skilaboð um að kirkjan sé hér á síðasta séns. „Þótt skylda sveitarfélaga nái einvörðungu til að láta kirkjum þjóðkirkjunnar í té endurgjaldslausar lóðir þá markaði Reykjavíkurborg sér þá stefnu á árinu 1999, með vísan til almennra jafnræðissjónarmiða, að ekki ætti að gera upp á milli trúfélaga þegar kemur að réttindum þeirra til lóða eða undanþágu frá gjaldtöku af lóðum eða tilbeiðsluhúsum trúfélaga. Hér er verið að gefa frest til að hefja framkvæmdir vegna þess að trúfélagið vill minnka mannvirkið og með því er verið að verða við ósk borgarinnar. [...] En hér skal undirstrikað að þetta er frestur til að hefja framkvæmdir innan tveggja ára og þetta er lokafrestur.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Skipulag Trúmál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Borgarráð samþykkti í síðustu viku að framlengja framkvæmdafrest rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi um fjögur ár vegna kirkjubyggingar á lóðunum Bræðraborgarstíg 2 og Bakkastíg 8. Söfnuður Moskvu-patríarkatsins fékk lóðirnar úthlutaðar af Reykjavíkurborg í október 2008 en enn hefur ekkert gerst á reitnum þar sem fyrirhugað er að hin glæsilega kirkja rísi. Í skjölum málsins segir að framkvæmdafresturinn nú skiptist í tveggja ára frest til að hefja framkvæmdir annars vegar og tveggja ára frest til að ljúka við kirkjuna eftir að framkvæmdir hefjast hins vegar. Í bókun meirihlutans, Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna, eru send skýr skilaboð um að kirkjan sé hér á síðasta séns. „Þótt skylda sveitarfélaga nái einvörðungu til að láta kirkjum þjóðkirkjunnar í té endurgjaldslausar lóðir þá markaði Reykjavíkurborg sér þá stefnu á árinu 1999, með vísan til almennra jafnræðissjónarmiða, að ekki ætti að gera upp á milli trúfélaga þegar kemur að réttindum þeirra til lóða eða undanþágu frá gjaldtöku af lóðum eða tilbeiðsluhúsum trúfélaga. Hér er verið að gefa frest til að hefja framkvæmdir vegna þess að trúfélagið vill minnka mannvirkið og með því er verið að verða við ósk borgarinnar. [...] En hér skal undirstrikað að þetta er frestur til að hefja framkvæmdir innan tveggja ára og þetta er lokafrestur.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Skipulag Trúmál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira