Betra samfélag fyrir stúdenta Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 6. febrúar 2019 10:34 Setjum okkur í stellingar og ímyndum okkur heim. Heim þar sem heilsugæsla, lágvöruverslun, sprotafyrirtæki, nýsköpunarsetur, háskólanám, líkamsrækt og leikskólar eru í námunda hvert við annað og allt í göngufæri. Hljómar of gott til að vera satt? Ákveðinn draumaheimur kannski en þetta ætti að vera vel mögulegt. Tækifærið er á háskólasvæðinu. Farið er fögrum orðum um framtíð Vísindagarða í greinargerð með samþykktu deiliskipulagi svæðisins frá 12. maí 2016. Þar kemur fram að heimilt er að starfrækja matvöruverslun, gert er ráð fyrir líkamsrækt á svæðinu, blandaðri háskólastarfsemi og tengdra fyrirtækja. Það eru öll færi til staðar til þess að skapa þennan draumaheim. En hvernig eigum við samt að gera þetta? Jú sprotafyrirtæki og fyrirtæki sem þrífast á nýsköpun yrðu með starfsstöðvar á svæði Vísindagarða þar sem stúdentar hefðu færi á að vinna að verkefnum nátengdum námi sínu. Í heilsugæslustöðinni gætu stúdentar í klínísku námi og nemar á Heilbrigðisvísindasviði fengið þjálfun og haft starfsstöð. Matvöruverslunin og líkamsræktarstöð eru nauðsynlegir þættir á svæðið til að minnka þörf á einkabílnum og gera umhverfisvænni samgöngukosti meira heillandi. Nú þegar eru starfræktir leikskólar á svæði stúdentagarðanna, þar sem allir stúdentar sem eiga börn geta sótt um pláss fyrir börn sín. Stækka mætti þá enn frekar með aukinni uppbyggingu á svæðinu. Það þarf að vera ódýarara að lifa sem námsmaður. Samkvæmt Félagi íslenskra bifreiðaeigenda kostar að meðaltali 1,1 milljón að reka bíl á ári. Gott háskólasvæði, með „campus“ stemningu og mikilvæga þjónustu í nærumhverfi námsmanna myndi ekki aðeins gera nám við HÍ meira aðlaðandi heldur hefði því jákvæð áhrif á hag námsmanna. Til að slík kjarabót verði að veruleika þarf sterka framtíðarsýn, öfluga hagsmunabaráttu og skýra stefnu fyrir betri aðstæðum stúdenta. Röskva er með slíka framtíðarsýn. Við viljum fylgja henni eftir með því að vera áfram í forystu í hagsmunabaráttu stúdenta við HÍ. Betra háskólasamfélag stuðlar að betra samfélagi, enda eru háskólar og menntunin sem þeir veita mikilvægur liður í því að takast á við áskoranir samtímans. Til þess að háskólanám sé áfram aðgengilegt og aðlaðandi þurfa málefni stúdenta þurfa að vera sett í forgang. Ég hvet því nemendur við HÍ að kjósa Röskvu í kosningum til Stúdentaráðs - fyrir skýra framtíðarsýn, öfluga hagsmunabaráttu og róttækni að leiðarljósi. Kjósum betra samfélag fyrir stúdenta.Höfundur er oddviti Röskvu í Stúdentaráði HÍ 2019-2020. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Þórey Pétursdóttir Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Setjum okkur í stellingar og ímyndum okkur heim. Heim þar sem heilsugæsla, lágvöruverslun, sprotafyrirtæki, nýsköpunarsetur, háskólanám, líkamsrækt og leikskólar eru í námunda hvert við annað og allt í göngufæri. Hljómar of gott til að vera satt? Ákveðinn draumaheimur kannski en þetta ætti að vera vel mögulegt. Tækifærið er á háskólasvæðinu. Farið er fögrum orðum um framtíð Vísindagarða í greinargerð með samþykktu deiliskipulagi svæðisins frá 12. maí 2016. Þar kemur fram að heimilt er að starfrækja matvöruverslun, gert er ráð fyrir líkamsrækt á svæðinu, blandaðri háskólastarfsemi og tengdra fyrirtækja. Það eru öll færi til staðar til þess að skapa þennan draumaheim. En hvernig eigum við samt að gera þetta? Jú sprotafyrirtæki og fyrirtæki sem þrífast á nýsköpun yrðu með starfsstöðvar á svæði Vísindagarða þar sem stúdentar hefðu færi á að vinna að verkefnum nátengdum námi sínu. Í heilsugæslustöðinni gætu stúdentar í klínísku námi og nemar á Heilbrigðisvísindasviði fengið þjálfun og haft starfsstöð. Matvöruverslunin og líkamsræktarstöð eru nauðsynlegir þættir á svæðið til að minnka þörf á einkabílnum og gera umhverfisvænni samgöngukosti meira heillandi. Nú þegar eru starfræktir leikskólar á svæði stúdentagarðanna, þar sem allir stúdentar sem eiga börn geta sótt um pláss fyrir börn sín. Stækka mætti þá enn frekar með aukinni uppbyggingu á svæðinu. Það þarf að vera ódýarara að lifa sem námsmaður. Samkvæmt Félagi íslenskra bifreiðaeigenda kostar að meðaltali 1,1 milljón að reka bíl á ári. Gott háskólasvæði, með „campus“ stemningu og mikilvæga þjónustu í nærumhverfi námsmanna myndi ekki aðeins gera nám við HÍ meira aðlaðandi heldur hefði því jákvæð áhrif á hag námsmanna. Til að slík kjarabót verði að veruleika þarf sterka framtíðarsýn, öfluga hagsmunabaráttu og skýra stefnu fyrir betri aðstæðum stúdenta. Röskva er með slíka framtíðarsýn. Við viljum fylgja henni eftir með því að vera áfram í forystu í hagsmunabaráttu stúdenta við HÍ. Betra háskólasamfélag stuðlar að betra samfélagi, enda eru háskólar og menntunin sem þeir veita mikilvægur liður í því að takast á við áskoranir samtímans. Til þess að háskólanám sé áfram aðgengilegt og aðlaðandi þurfa málefni stúdenta þurfa að vera sett í forgang. Ég hvet því nemendur við HÍ að kjósa Röskvu í kosningum til Stúdentaráðs - fyrir skýra framtíðarsýn, öfluga hagsmunabaráttu og róttækni að leiðarljósi. Kjósum betra samfélag fyrir stúdenta.Höfundur er oddviti Röskvu í Stúdentaráði HÍ 2019-2020.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar