Fjárfestum í heilsu Þorsteinn Víglundsson skrifar 6. febrúar 2019 11:15 Við verjum nærri 250 milljörðum til heilbrigðiskerfisins okkar árlega að viðbættum beinum útgjöldum heimilanna til heilbrigðistengdrar þjónustu. Þess utan má leiða líkur að því að árleg útgjöld okkar til heilbrigðismála væru í það minnsta 50 milljörðum króna hærri á ári hverju ef meðalaldur þjóðarinnar væri á pari við hin Norðurlöndin. Því til viðbótar bætist síðan krafa okkar um sífellt betri þjónustu og fjölbreyttari úrræði eftir því sem læknavísindunum fleygir fram. Stór hluti kostnaðar heilbrigðiskerfisins í dag er vegna mikillar aukningar á lífsstílstengdum sjúkdómum. Við hreyfum okkur ekki nóg. Streita og álag er of mikið. Við borðum of mikið eða ekki nægilega holla fæðu og svo mætti áfram telja. Við þekkjum afleiðingarnar allt of vel. Aukin tíðni æða- og hjartasjúkdóma, sykursýki, krabbamein, þunglyndi og aðrir geðsjúkdómar. Oft er heilsubresturinn varanlegur og við glímum samhliða þessu við stóraukna tíðni örorku. Við verjum í dag um 70 milljörðum á ári til greiðslu örorkulífeyris og ef tíðni örorku þróast áfram með sama hætti og verið hefur mun árlegur kostnaður okkar hafa aukist um 40-60 milljarða króna árið 2030. Til að bregðast við þessari þróun verðum við að stórauka fjárframlög til heilsutengdrar fræðslu og forvarna. Við þurfum að auka framlög til geðheilbrigðismála og meðhöndla geðræn vandamál til jafns við aðra heilsutengda kvilla. Fyrsta skrefið gæti þar verið að fella þjónustu sálfræðinga og geðheilbrigðisstarfsfólks undir greiðsluþátttöku sjúkratrygginga og auka þannig aðgengi almennings að slíkri þjónustu óháð efnahag. Sú staðreynd að þetta hefur ekki enn verið gert endurspeglar fordóma sem því miður eru enn ríkjandi gagnvart geðsjúkdómum. Það horfir þó vonandi til breytinga því þingmenn Viðreisnar hafa, ásamt 21 öðrum þingmanni, lagt fram frumvarp þessa efnis á Alþingi. Það væri risastórt skref ef frumvarpið nær fram að ganga. Við getum gert miklu betur. Við vitum að aukin áhersla á geðheilbrigði, hreyfingu og heilsusamlegt líferni skilar sér margfalt í bættri heilsu og lífsgæðum og á endanum í lægri útgjöldum til heilbrigðismála og örorku en ella. Fjárfestum í heilsu! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Við verjum nærri 250 milljörðum til heilbrigðiskerfisins okkar árlega að viðbættum beinum útgjöldum heimilanna til heilbrigðistengdrar þjónustu. Þess utan má leiða líkur að því að árleg útgjöld okkar til heilbrigðismála væru í það minnsta 50 milljörðum króna hærri á ári hverju ef meðalaldur þjóðarinnar væri á pari við hin Norðurlöndin. Því til viðbótar bætist síðan krafa okkar um sífellt betri þjónustu og fjölbreyttari úrræði eftir því sem læknavísindunum fleygir fram. Stór hluti kostnaðar heilbrigðiskerfisins í dag er vegna mikillar aukningar á lífsstílstengdum sjúkdómum. Við hreyfum okkur ekki nóg. Streita og álag er of mikið. Við borðum of mikið eða ekki nægilega holla fæðu og svo mætti áfram telja. Við þekkjum afleiðingarnar allt of vel. Aukin tíðni æða- og hjartasjúkdóma, sykursýki, krabbamein, þunglyndi og aðrir geðsjúkdómar. Oft er heilsubresturinn varanlegur og við glímum samhliða þessu við stóraukna tíðni örorku. Við verjum í dag um 70 milljörðum á ári til greiðslu örorkulífeyris og ef tíðni örorku þróast áfram með sama hætti og verið hefur mun árlegur kostnaður okkar hafa aukist um 40-60 milljarða króna árið 2030. Til að bregðast við þessari þróun verðum við að stórauka fjárframlög til heilsutengdrar fræðslu og forvarna. Við þurfum að auka framlög til geðheilbrigðismála og meðhöndla geðræn vandamál til jafns við aðra heilsutengda kvilla. Fyrsta skrefið gæti þar verið að fella þjónustu sálfræðinga og geðheilbrigðisstarfsfólks undir greiðsluþátttöku sjúkratrygginga og auka þannig aðgengi almennings að slíkri þjónustu óháð efnahag. Sú staðreynd að þetta hefur ekki enn verið gert endurspeglar fordóma sem því miður eru enn ríkjandi gagnvart geðsjúkdómum. Það horfir þó vonandi til breytinga því þingmenn Viðreisnar hafa, ásamt 21 öðrum þingmanni, lagt fram frumvarp þessa efnis á Alþingi. Það væri risastórt skref ef frumvarpið nær fram að ganga. Við getum gert miklu betur. Við vitum að aukin áhersla á geðheilbrigði, hreyfingu og heilsusamlegt líferni skilar sér margfalt í bættri heilsu og lífsgæðum og á endanum í lægri útgjöldum til heilbrigðismála og örorku en ella. Fjárfestum í heilsu!
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun