Samkvæmt slökkviliðinu voru börnin flutt í Árbæjarkirkju og er ekki vitað til þess að neinum hafi orðið hafi meint af.
Einhverjar skemmdir eru í eldhúsinu og er reykur um allan leikskólann. Eins og áður segir vinna slökkviliðsmenn að því að reykræsta skólann.
Eldur kom upp í leikskóla í Árbæ um kl. 13:00. Leikskólinn var rýmdur í kjölfarið. Enginn sakaði og búið er að flytja börn og starfsmenn af svæðinu.
— LRH (@logreglan) February 6, 2019