Plastið og heilsan Teitur Guðmundsson skrifar 7. febrúar 2019 07:00 Veruleg umræða hefur skapast vegna plastnotkunar, umhverfisáhrifa þess og þá núna upp á síðkastið heilsu og líðan einstaklinga. Plastmengun virðist hafa áhrif á nokkuð margvíslegan hátt, plastagnir og þá sérstaklega efni sem eru notuð við framleiðslu eru að hluta eitruð og því ástæða til að hafa áhyggjur. Það eru til möguleikar á að mæla hleðslu slíkra efna í líkamanum, en þær eru flóknar og almennt ekki á færi venjulegra rannsóknarstofa. Helst er verið að nefna þalöt og BPA sem þau efni sem eru talin skaðleg og geta komist í snertingu við líkamann í gegnum húð, með innöndun og einnig inntöku svo leiðirnar eru margar og talið er líklegt að við verðum fyrir samtímaáreiti í raun. Umræðan um áhrif þessara efna er enn að hluta til þess eðlis að erfitt er að staðhæfa nákvæmlega eða magnsetja áhrif og toxísk mörk. Ljóst er að efnin hafa áhrif á efnaskiptakerfi, hormónastarfsemi, hafa áhrif á fóstur og svo framvegis. Nokkrar rannsóknir hafa verið að sýna fram á tengingu við frjósemi karla, sáðfrumuframleiðslu og magn testósteróns. Þessu til viðbótar er talið að áhrif á lifur og starfsemi hennar, bris og þar með insúlín séu einhver og geti haft neikvæð áhrif á þróun sykursýki. Hjarta- og æðasjúkdómar eru einnig nefndir sem og breytingar sem menn hafa séð í heilavef og tengjast minnisstöðvum hans. Erfitt er eins og kom fram að tengja saman öll púslin og má segja að rannsóknir á þessu sviði séu enn aðeins of skammt á veg komnar til að fullyrða nákvæmlega um orsakasamhengi og öryggismörk sem er mikilvægt í umræðu sem þessari. Hagsmunatengsl eru augljós og plast er allt um kring í okkar daglega lífi og neyslumynstri. Það þarf hins vegar ekki að horfa langt til að átta sig á því að við erum þegar búin að valda töluverðum skaða á umhverfinu í kringum okkur og þá líklega heilsu okkar í leiðinni þó það sé ekki eins sjáanlegt. Mikilvægt verður að fylgjast með framleiðslu og innihaldi í tengslum við plastiðnað og að reyna eftir fremsta megni að skýra orsakasamhengi. Ef þau verða augljós þá er engin önnur leið en að reyna að finna aðrar nálganir en plast og plastefni eða íblöndunarefni þeirra. Grænni leiðir verða lykilatriði hér og að breyta notkun plastefna almennt en ekki síst fyrir heilsu okkar og líðan. Mest vitum við eins og fram kom um þau efni sem notuð eru í iðnaði, míkróplast er svo önnur umræða þar sem litlar agnir safnast saman og geta með þeim hætti haft áhrif á líkamann með ýmsum hætti. Míkróplast er aðskotahlutur í líkamanum og sem slíkur veldur það bólgusvari og ónæmiskerfið bregst við því. Þá dregur plast að sér ýmis efni og getur bundið þau, efni sem geta verið skaðleg eða eitruð fyrir líkamann líkt og kvikasilfur, díoxín og önnur efni sem við vitum í dag að eru krabbameinsvaldandi. Það er því að mörgu að huga en í dag er líklega besta leiðin, sem einstaklingar geta farið til að verja sig, að vera meðvitaður um þetta og breyta neyslumynstri sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Teitur Guðmundsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Veruleg umræða hefur skapast vegna plastnotkunar, umhverfisáhrifa þess og þá núna upp á síðkastið heilsu og líðan einstaklinga. Plastmengun virðist hafa áhrif á nokkuð margvíslegan hátt, plastagnir og þá sérstaklega efni sem eru notuð við framleiðslu eru að hluta eitruð og því ástæða til að hafa áhyggjur. Það eru til möguleikar á að mæla hleðslu slíkra efna í líkamanum, en þær eru flóknar og almennt ekki á færi venjulegra rannsóknarstofa. Helst er verið að nefna þalöt og BPA sem þau efni sem eru talin skaðleg og geta komist í snertingu við líkamann í gegnum húð, með innöndun og einnig inntöku svo leiðirnar eru margar og talið er líklegt að við verðum fyrir samtímaáreiti í raun. Umræðan um áhrif þessara efna er enn að hluta til þess eðlis að erfitt er að staðhæfa nákvæmlega eða magnsetja áhrif og toxísk mörk. Ljóst er að efnin hafa áhrif á efnaskiptakerfi, hormónastarfsemi, hafa áhrif á fóstur og svo framvegis. Nokkrar rannsóknir hafa verið að sýna fram á tengingu við frjósemi karla, sáðfrumuframleiðslu og magn testósteróns. Þessu til viðbótar er talið að áhrif á lifur og starfsemi hennar, bris og þar með insúlín séu einhver og geti haft neikvæð áhrif á þróun sykursýki. Hjarta- og æðasjúkdómar eru einnig nefndir sem og breytingar sem menn hafa séð í heilavef og tengjast minnisstöðvum hans. Erfitt er eins og kom fram að tengja saman öll púslin og má segja að rannsóknir á þessu sviði séu enn aðeins of skammt á veg komnar til að fullyrða nákvæmlega um orsakasamhengi og öryggismörk sem er mikilvægt í umræðu sem þessari. Hagsmunatengsl eru augljós og plast er allt um kring í okkar daglega lífi og neyslumynstri. Það þarf hins vegar ekki að horfa langt til að átta sig á því að við erum þegar búin að valda töluverðum skaða á umhverfinu í kringum okkur og þá líklega heilsu okkar í leiðinni þó það sé ekki eins sjáanlegt. Mikilvægt verður að fylgjast með framleiðslu og innihaldi í tengslum við plastiðnað og að reyna eftir fremsta megni að skýra orsakasamhengi. Ef þau verða augljós þá er engin önnur leið en að reyna að finna aðrar nálganir en plast og plastefni eða íblöndunarefni þeirra. Grænni leiðir verða lykilatriði hér og að breyta notkun plastefna almennt en ekki síst fyrir heilsu okkar og líðan. Mest vitum við eins og fram kom um þau efni sem notuð eru í iðnaði, míkróplast er svo önnur umræða þar sem litlar agnir safnast saman og geta með þeim hætti haft áhrif á líkamann með ýmsum hætti. Míkróplast er aðskotahlutur í líkamanum og sem slíkur veldur það bólgusvari og ónæmiskerfið bregst við því. Þá dregur plast að sér ýmis efni og getur bundið þau, efni sem geta verið skaðleg eða eitruð fyrir líkamann líkt og kvikasilfur, díoxín og önnur efni sem við vitum í dag að eru krabbameinsvaldandi. Það er því að mörgu að huga en í dag er líklega besta leiðin, sem einstaklingar geta farið til að verja sig, að vera meðvitaður um þetta og breyta neyslumynstri sínu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun