Samtökin ´78 fá 15 milljónir til að sinna fræðslu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2019 13:25 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ásamt Maríu Helgu Guðmundsdóttur, formanni Samtakanna '78. Stjórnarráðið Forsætisráðuneytið og Samtökin ´78, hagsmuna- og baráttusamtök hinsegin fólks á Íslandi, hafa gert með sér samning um að samtökin sinni sértækri fræðslu, þjónustu og ráðgjöf er varða málefni hinsegin fólks. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna ´78, undirrituðu samning þessa efnis í Stjórnarráðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Samningurinn gildir frá 15. febrúar 2019 til 15. febrúar 2020 og greiðir forsætisráðuneytið Samtökunum ´78 15 milljónir króna til að sinna þeim verkþáttum sem samningurinn tekur til. Árið 2018 voru fjárframlög ríkisins á grundvelli þjónustusamnings velferðarráðuneytisins og Samtakanna tvöfölduð úr 6 í 12 milljónir króna. Kveðið er á um að framkvæmd verkefna samkvæmt samningnum fari fram í nánu samráði við skrifstofu jafnréttismála í forsætisráðuneytinu. Greint var frá því í gær að samningur af svipuðum toga hefði verið gerður við Kvenréttindafélag Íslands sem fól í sér 10 milljóna króna framlag frá ríkinu. Í samræmi við áherslur stjórnvalda verður ráðgjafar- og fræðsluhlutverk Samtakanna ´78 eflt með fjárframlagi forsætisráðuneytisins. Þannig er samningnum ætlað að stuðla að hinseginvænu samfélagi og auknum sýnileika hinsegin fólks. Skal þjónusta þessi beinast annars vegar að hinsegin einstaklingum og aðstandendum þeirra og hins vegar að fagfólki í almannaþjónustu s.s. í opinberri stjórnsýslu og skólum. Stjórnvöld leggja ríka áherslu á jafnréttismál og í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram það markmið hennar að Ísland verði í fremstu röð hvað varðar málefni hinsegin fólks. Í forsætisráðuneytinu er unnið að stefnumótun í málaflokkum og á yfirstandandi löggjafarþingi verður lagt verður fram frumvarp til laga um kynrænt sjálfræði og þingsályktun um framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks. Auk þess að veita þjónustu og annast fræðslu skulu samtökin samkvæmt samningum standa að:Árlegum samráðsfundum með kennurum sem kenna kynja-, jafnréttis-, og hinseginfræði á öllum skólastigum í því augnamiði að auka þekkingu og færni kennara á jafnréttismálum og málefnum hinsegin fólks.Árlegum samráðsfundum með kjörnum fulltrúum og sérfræðingum sem vinna að opinberri stefnumótun á sviði jafnréttismála um málefni hinsegin fólks.Alþjóðasamstarfi sem hafi að markmiði að byggja upp tengsl við systursamtök á hinum Norðurlöndunum og á alþjóðavettvangi og miðla af reynslu annarra hér á landi.Þátttöku í árlegu kynjaþingi frjálsra félagasamtaka á sviði jafnréttismála og tryggja að raddir hinsegin fólks heyrist á þinginu. Jafnréttismál Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Kvenréttindafélag Íslands fær 10 milljóna styrk frá ríkinu Forsætisráðuneytið og Kvenréttindafélag Íslands hafa gert með sér samning um að félagið sinni fræðslu, námskeiðshaldi og upplýsingagjöf um jafnrétti kynjanna á innlendum og erlendum vettvangi. 6. febrúar 2019 14:42 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
Forsætisráðuneytið og Samtökin ´78, hagsmuna- og baráttusamtök hinsegin fólks á Íslandi, hafa gert með sér samning um að samtökin sinni sértækri fræðslu, þjónustu og ráðgjöf er varða málefni hinsegin fólks. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna ´78, undirrituðu samning þessa efnis í Stjórnarráðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Samningurinn gildir frá 15. febrúar 2019 til 15. febrúar 2020 og greiðir forsætisráðuneytið Samtökunum ´78 15 milljónir króna til að sinna þeim verkþáttum sem samningurinn tekur til. Árið 2018 voru fjárframlög ríkisins á grundvelli þjónustusamnings velferðarráðuneytisins og Samtakanna tvöfölduð úr 6 í 12 milljónir króna. Kveðið er á um að framkvæmd verkefna samkvæmt samningnum fari fram í nánu samráði við skrifstofu jafnréttismála í forsætisráðuneytinu. Greint var frá því í gær að samningur af svipuðum toga hefði verið gerður við Kvenréttindafélag Íslands sem fól í sér 10 milljóna króna framlag frá ríkinu. Í samræmi við áherslur stjórnvalda verður ráðgjafar- og fræðsluhlutverk Samtakanna ´78 eflt með fjárframlagi forsætisráðuneytisins. Þannig er samningnum ætlað að stuðla að hinseginvænu samfélagi og auknum sýnileika hinsegin fólks. Skal þjónusta þessi beinast annars vegar að hinsegin einstaklingum og aðstandendum þeirra og hins vegar að fagfólki í almannaþjónustu s.s. í opinberri stjórnsýslu og skólum. Stjórnvöld leggja ríka áherslu á jafnréttismál og í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram það markmið hennar að Ísland verði í fremstu röð hvað varðar málefni hinsegin fólks. Í forsætisráðuneytinu er unnið að stefnumótun í málaflokkum og á yfirstandandi löggjafarþingi verður lagt verður fram frumvarp til laga um kynrænt sjálfræði og þingsályktun um framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks. Auk þess að veita þjónustu og annast fræðslu skulu samtökin samkvæmt samningum standa að:Árlegum samráðsfundum með kennurum sem kenna kynja-, jafnréttis-, og hinseginfræði á öllum skólastigum í því augnamiði að auka þekkingu og færni kennara á jafnréttismálum og málefnum hinsegin fólks.Árlegum samráðsfundum með kjörnum fulltrúum og sérfræðingum sem vinna að opinberri stefnumótun á sviði jafnréttismála um málefni hinsegin fólks.Alþjóðasamstarfi sem hafi að markmiði að byggja upp tengsl við systursamtök á hinum Norðurlöndunum og á alþjóðavettvangi og miðla af reynslu annarra hér á landi.Þátttöku í árlegu kynjaþingi frjálsra félagasamtaka á sviði jafnréttismála og tryggja að raddir hinsegin fólks heyrist á þinginu.
Jafnréttismál Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Kvenréttindafélag Íslands fær 10 milljóna styrk frá ríkinu Forsætisráðuneytið og Kvenréttindafélag Íslands hafa gert með sér samning um að félagið sinni fræðslu, námskeiðshaldi og upplýsingagjöf um jafnrétti kynjanna á innlendum og erlendum vettvangi. 6. febrúar 2019 14:42 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
Kvenréttindafélag Íslands fær 10 milljóna styrk frá ríkinu Forsætisráðuneytið og Kvenréttindafélag Íslands hafa gert með sér samning um að félagið sinni fræðslu, námskeiðshaldi og upplýsingagjöf um jafnrétti kynjanna á innlendum og erlendum vettvangi. 6. febrúar 2019 14:42