Góð þjónusta í Garðabæ Gunnar Einarsson skrifar 31. janúar 2019 07:00 Á dögunum voru niðurstöður í árlegri þjónustukönnun Gallup kynntar þar sem viðhorf íbúa til þjónustu í 19 stærstu sveitarfélögunum eru mæld. Garðbæingar geta verið stoltir þar sem sveitarfélagið lendir í 1. sæti í sex af þrettán viðhorfsspurningum. Garðabær lendir í fyrsta sæti þegar spurt er um ánægju íbúa með þjónustu leikskóla, grunnskóla, þjónustu við barnafjölskyldur, almennt um skipulagsmál og þjónustuna á heildina litið. Einnig lendir Garðabær í fyrsta sæti þar sem spurt er um hversu vel eða illa starfsfólk bæjarins hefur leyst úr erindum íbúa. Garðabær er í flestum spurningum í efstu sætum og meðaltal úr öllum spurningum er hærra í öllum tilvikum nema í einni spurningu í samanburði við önnur sveitarfélög. Þessar góðu niðurstöður eru fyrst og fremst framúrskarandi starfsfólki að þakka. Garðabær hefur nýtt þessa árlegu könnun Gallup sem tæki til að bæta þjónustu bæjarins. Á þar síðasta ári voru settir á fót rýnihópar til að greina hvað mætti bæta í þjónustu við fatlað fólk, barnafjölskyldur, eldri borgara og við úrlausn erinda. Eftir þá vinnu var m.a. bætt við starfsmanni á fjölskyldusviði og uppbygging á búsetukjarna fyrir fatlað fólk hefur verið í fullum gangi. Niðurstöður nýrrar könnunnar sýna að enn meira þarf að leggja t.d. í málaflokk fatlaðs fólks. Við viljum gera enn betur og munum setja aukna vinnu í þann málaflokk. Við erum stolt af háu þjónustustigi á sama tíma og álögum er haldið í lágmarki. Garðabær var það sveitarfélag sem skoraði hæst í rekstrarsamanburði í skýrslu Samtaka atvinnulífsins þar sem fjármál 12 stærstu sveitarfélaga landsins voru skoðuð. Þar kom fram að ánægja íbúa með leik- og grunnskóla er mest þar sem reksturinn er traustur og skilvirkni mikil. Garðbæingar eru almennt kröfuharðir um góða þjónustu og reglulega berast góðar ábendingar um bætta þjónustu bæjarins. Alltaf er hægt að bæta þjónustuna og við viljum gera Garðabæ enn betri!Höfundur er bæjarstjóri Garðabæjar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leiðin úr svartholinu - Hugleiðingar við heimkomu Gunnar Páll Tryggvason Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Á dögunum voru niðurstöður í árlegri þjónustukönnun Gallup kynntar þar sem viðhorf íbúa til þjónustu í 19 stærstu sveitarfélögunum eru mæld. Garðbæingar geta verið stoltir þar sem sveitarfélagið lendir í 1. sæti í sex af þrettán viðhorfsspurningum. Garðabær lendir í fyrsta sæti þegar spurt er um ánægju íbúa með þjónustu leikskóla, grunnskóla, þjónustu við barnafjölskyldur, almennt um skipulagsmál og þjónustuna á heildina litið. Einnig lendir Garðabær í fyrsta sæti þar sem spurt er um hversu vel eða illa starfsfólk bæjarins hefur leyst úr erindum íbúa. Garðabær er í flestum spurningum í efstu sætum og meðaltal úr öllum spurningum er hærra í öllum tilvikum nema í einni spurningu í samanburði við önnur sveitarfélög. Þessar góðu niðurstöður eru fyrst og fremst framúrskarandi starfsfólki að þakka. Garðabær hefur nýtt þessa árlegu könnun Gallup sem tæki til að bæta þjónustu bæjarins. Á þar síðasta ári voru settir á fót rýnihópar til að greina hvað mætti bæta í þjónustu við fatlað fólk, barnafjölskyldur, eldri borgara og við úrlausn erinda. Eftir þá vinnu var m.a. bætt við starfsmanni á fjölskyldusviði og uppbygging á búsetukjarna fyrir fatlað fólk hefur verið í fullum gangi. Niðurstöður nýrrar könnunnar sýna að enn meira þarf að leggja t.d. í málaflokk fatlaðs fólks. Við viljum gera enn betur og munum setja aukna vinnu í þann málaflokk. Við erum stolt af háu þjónustustigi á sama tíma og álögum er haldið í lágmarki. Garðabær var það sveitarfélag sem skoraði hæst í rekstrarsamanburði í skýrslu Samtaka atvinnulífsins þar sem fjármál 12 stærstu sveitarfélaga landsins voru skoðuð. Þar kom fram að ánægja íbúa með leik- og grunnskóla er mest þar sem reksturinn er traustur og skilvirkni mikil. Garðbæingar eru almennt kröfuharðir um góða þjónustu og reglulega berast góðar ábendingar um bætta þjónustu bæjarins. Alltaf er hægt að bæta þjónustuna og við viljum gera Garðabæ enn betri!Höfundur er bæjarstjóri Garðabæjar
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar