Vanskil 23 milljónir króna Kolbrún Baldursdóttir skrifar 31. janúar 2019 07:00 Vanskil vegna skólamáltíða í Reykjavík 2017 voru 23 m.kr. eða 2,22%. Í innheimtureglum borgarinnar kemur fram að ekki komi til afskrifta nema í undantekningartilvikum að undangengnu mati félagsráðgjafa þegar um er að ræða sérstakar aðstæður sem réttlætt geta afskriftir. Í tvígang hefur verið lögð fram tillaga í borgarstjórn af borgarfulltrúa Flokks fólksins um að lækka gjaldskrá skólamáltíða um þriðjung (33%) og að tekjulækkun sviðsins, sem talin er að næmi 361 m.kr. árið 2019, yrði mætt með auknum fjárheimildum sem kæmu af kostnaðarliðnum „ófyrirséð“. Tillagan var felld í borgarstjórn í desember sl. Hefði hún verið samþykkt hefði það falið í sér að gjaldskrá máltíða í grunnskólum yrði 6.563 kr. á mánuði í stað 9.796 kr. eins og nú er. Enda þótt lækkun á gjaldskrá skólamáltíða útiloki ekki vanskil má leiða líkum að því að lækkun dragi úr vanskilum vegna skólamáltíða. Þá sem glíma við erfiðan fjárhag munar um 3200 kr. á mánuði. Með lækkuninni aukast líkur þess að þeir sem glíma við erfiðan fjárhag eigi meiri möguleika á að greiða mat fyrir barnið sitt í skólanum. Vissulega er þetta allt spurning um forgangsröðun og hér er verið að tala um að forgangsraða fyrir börnin. Helst ætti allt sem tengist leik- og grunnskólanum að kosta lítið og sumt á að vera alveg frítt. Þá fyrst getum við tryggt að öll börn sitji við sama borð. Efnahagsstaða foreldra er misjöfn. Í Reykjavík hefur stéttaskipting vaxið síðustu ár. Bilið milli ríkra og fátækra hefur aukist. Hópur þeirra sem skilgreindir eru undir fátæktarviðmiði velferðarráðuneytisins hefur stækkað og mun fara stækkandi nema gripið verði til róttækra aðgerða til að spyrna við fótum. Svengd kemur niður á almennri vellíðan og afköstum. Aðalatriðið er að fullvissa liggi fyrir um að ekkert barn sé svangt í skólanum. Börn eiga rétt á að sitja við sama borð þegar kemur að grunnþörfum eins og fæði, klæði og húsnæði. Liður í því er að öll aukaþjónusta grunnskóla kosti lítið eða ekkert svo sem frístundastarf og matur. Fordæmi er nú þegar fyrir lækkun gjalds skólamáltíða í öðrum sveitarfélögum og á Reykjavík ekki að láta sitt eftir liggja í þessum efnum.Höfundur er sálfræðingur og oddviti Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Vanskil vegna skólamáltíða í Reykjavík 2017 voru 23 m.kr. eða 2,22%. Í innheimtureglum borgarinnar kemur fram að ekki komi til afskrifta nema í undantekningartilvikum að undangengnu mati félagsráðgjafa þegar um er að ræða sérstakar aðstæður sem réttlætt geta afskriftir. Í tvígang hefur verið lögð fram tillaga í borgarstjórn af borgarfulltrúa Flokks fólksins um að lækka gjaldskrá skólamáltíða um þriðjung (33%) og að tekjulækkun sviðsins, sem talin er að næmi 361 m.kr. árið 2019, yrði mætt með auknum fjárheimildum sem kæmu af kostnaðarliðnum „ófyrirséð“. Tillagan var felld í borgarstjórn í desember sl. Hefði hún verið samþykkt hefði það falið í sér að gjaldskrá máltíða í grunnskólum yrði 6.563 kr. á mánuði í stað 9.796 kr. eins og nú er. Enda þótt lækkun á gjaldskrá skólamáltíða útiloki ekki vanskil má leiða líkum að því að lækkun dragi úr vanskilum vegna skólamáltíða. Þá sem glíma við erfiðan fjárhag munar um 3200 kr. á mánuði. Með lækkuninni aukast líkur þess að þeir sem glíma við erfiðan fjárhag eigi meiri möguleika á að greiða mat fyrir barnið sitt í skólanum. Vissulega er þetta allt spurning um forgangsröðun og hér er verið að tala um að forgangsraða fyrir börnin. Helst ætti allt sem tengist leik- og grunnskólanum að kosta lítið og sumt á að vera alveg frítt. Þá fyrst getum við tryggt að öll börn sitji við sama borð. Efnahagsstaða foreldra er misjöfn. Í Reykjavík hefur stéttaskipting vaxið síðustu ár. Bilið milli ríkra og fátækra hefur aukist. Hópur þeirra sem skilgreindir eru undir fátæktarviðmiði velferðarráðuneytisins hefur stækkað og mun fara stækkandi nema gripið verði til róttækra aðgerða til að spyrna við fótum. Svengd kemur niður á almennri vellíðan og afköstum. Aðalatriðið er að fullvissa liggi fyrir um að ekkert barn sé svangt í skólanum. Börn eiga rétt á að sitja við sama borð þegar kemur að grunnþörfum eins og fæði, klæði og húsnæði. Liður í því er að öll aukaþjónusta grunnskóla kosti lítið eða ekkert svo sem frístundastarf og matur. Fordæmi er nú þegar fyrir lækkun gjalds skólamáltíða í öðrum sveitarfélögum og á Reykjavík ekki að láta sitt eftir liggja í þessum efnum.Höfundur er sálfræðingur og oddviti Flokks fólksins
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar