Bæjarstjórn ályktar um brotthvarf sýslumanns Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. janúar 2019 11:29 Vestmannaeyjar Vísir Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi verður sett tímabundið sem sýslumaður í Vestmannaeyjum á morgun. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir ekkert samráð hafa verið haft við bæjaryfirvöld um breytingarnar og gera hefði mátt aðrar ráðstafanir. Breyting á yfirstjórn embættis sýslumanns í Vestmannaeyjum var tilkynnt á vef dómsmálaráðuneytisins í fyrradag en Lára Huld Guðjónsdóttir, sýslumaður í Eyjum, hverfur tímabundið til annarra starfa hjá sýslumannaráði og mun sýslumaðurinn á Suðurlandi taka við embættinu. Mikil óánægja er með breytingarnar og sagði Páll Magnússon, fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi á Alþingi í gær, að stjórnsýsla Dómsmálaráðherra og flokkssystur sinnar, Sigríðar Á. Andersen óboðlega.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra.VísirBæjarstjóri komst að málinu fyrir tilviljun Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum undrast að ekkert samráð hafi verið haft við bæjaryfirvöld. „Við höfðum bara engar upplýsingar um þetta. Ég komst að þessu fyrir tilviljun en upplýsingarnar voru bara birtar á vef Dómsmálaráðuneytisins. það var enginn ætlun að hafa nein samskipti eða ræða þetta eitthvað við okkur,“ segir Íris. Í tilkynningu Dómsmálaráðuneytisins kemur fram að breytingar séu í samræmi við áform dómsmálaráðherra, sem hún hafi kynnt bæði ríkisstjórn og sýslumönnum, um stefnumörkun í stjórnsýslu ríkisins í héraði sem sýslumönnum hefur verið falin. Dómsmálaráðherra mun einnig leggja til við Alþingi á yfirstandandi þingi að gerðar verði breytingar á lögum um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði þannig að ráðherra verði á hverjum tíma heimilt að skipa sama sýslumann yfir fleiri embætti til allt að fimm ára í senn. Íris segir það skipta miklu máli fyrir samfélag sem sé eyja að sýslumaðurinn sjálfur sé staðsettur á staðnum. Bæjarstjórn Vestmannaeyja mun funda um málið í dag. „Bæjarstjórnin hefur öll verið að vinna að málinu og við erum mjög samstíga í því máli og það hefur verið ákveðið að taka þetta inn á bæjarstjórnarfund sem verður síðar í dag og það verður ályktað um þetta þar,“ segir Íris.Tryggja hefði mátt viðveru sýslumanns í Vestmannaeyjum með örðum hætti „Við teljum það að fulltrúi sýslumanns sem að býr í Eyjum og hefur verið að leysa af hefði getað verið sýslumaður í Vestmannaeyjum. Það hefði ekki þurft að fá utan að komandi aðila og það hefði bara verið hægt að ráða inn fulltrúa. Það hefði verið mjög einfalt, það er hérna löglærður fulltrúi sem hefði getað verið staðgengill sýslumanns þennan tíma,“ segir Íris. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Mynd/Tryggvi Már Dómsmál Stjórnsýsla Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Páll stendur við ræðuna þrátt fyrir athugasemdir ráðuneytisins Dómsmálaráðuneytið segir að Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins geti ekki hafa hitt fyrir "sendinefnd hjá dómsmálaráðuneytinu“ í Vestmannaeyjum þar sem enginn starfsmaður ráðuneytisins hafi farið þangað í embættiserindum. 30. janúar 2019 20:27 Enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum Páll Magnússon gagnrýnir Sigríði Á. Andersen harðlega. 30. janúar 2019 15:41 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Sjá meira
Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi verður sett tímabundið sem sýslumaður í Vestmannaeyjum á morgun. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir ekkert samráð hafa verið haft við bæjaryfirvöld um breytingarnar og gera hefði mátt aðrar ráðstafanir. Breyting á yfirstjórn embættis sýslumanns í Vestmannaeyjum var tilkynnt á vef dómsmálaráðuneytisins í fyrradag en Lára Huld Guðjónsdóttir, sýslumaður í Eyjum, hverfur tímabundið til annarra starfa hjá sýslumannaráði og mun sýslumaðurinn á Suðurlandi taka við embættinu. Mikil óánægja er með breytingarnar og sagði Páll Magnússon, fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi á Alþingi í gær, að stjórnsýsla Dómsmálaráðherra og flokkssystur sinnar, Sigríðar Á. Andersen óboðlega.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra.VísirBæjarstjóri komst að málinu fyrir tilviljun Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum undrast að ekkert samráð hafi verið haft við bæjaryfirvöld. „Við höfðum bara engar upplýsingar um þetta. Ég komst að þessu fyrir tilviljun en upplýsingarnar voru bara birtar á vef Dómsmálaráðuneytisins. það var enginn ætlun að hafa nein samskipti eða ræða þetta eitthvað við okkur,“ segir Íris. Í tilkynningu Dómsmálaráðuneytisins kemur fram að breytingar séu í samræmi við áform dómsmálaráðherra, sem hún hafi kynnt bæði ríkisstjórn og sýslumönnum, um stefnumörkun í stjórnsýslu ríkisins í héraði sem sýslumönnum hefur verið falin. Dómsmálaráðherra mun einnig leggja til við Alþingi á yfirstandandi þingi að gerðar verði breytingar á lögum um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði þannig að ráðherra verði á hverjum tíma heimilt að skipa sama sýslumann yfir fleiri embætti til allt að fimm ára í senn. Íris segir það skipta miklu máli fyrir samfélag sem sé eyja að sýslumaðurinn sjálfur sé staðsettur á staðnum. Bæjarstjórn Vestmannaeyja mun funda um málið í dag. „Bæjarstjórnin hefur öll verið að vinna að málinu og við erum mjög samstíga í því máli og það hefur verið ákveðið að taka þetta inn á bæjarstjórnarfund sem verður síðar í dag og það verður ályktað um þetta þar,“ segir Íris.Tryggja hefði mátt viðveru sýslumanns í Vestmannaeyjum með örðum hætti „Við teljum það að fulltrúi sýslumanns sem að býr í Eyjum og hefur verið að leysa af hefði getað verið sýslumaður í Vestmannaeyjum. Það hefði ekki þurft að fá utan að komandi aðila og það hefði bara verið hægt að ráða inn fulltrúa. Það hefði verið mjög einfalt, það er hérna löglærður fulltrúi sem hefði getað verið staðgengill sýslumanns þennan tíma,“ segir Íris. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Mynd/Tryggvi Már
Dómsmál Stjórnsýsla Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Páll stendur við ræðuna þrátt fyrir athugasemdir ráðuneytisins Dómsmálaráðuneytið segir að Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins geti ekki hafa hitt fyrir "sendinefnd hjá dómsmálaráðuneytinu“ í Vestmannaeyjum þar sem enginn starfsmaður ráðuneytisins hafi farið þangað í embættiserindum. 30. janúar 2019 20:27 Enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum Páll Magnússon gagnrýnir Sigríði Á. Andersen harðlega. 30. janúar 2019 15:41 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Sjá meira
Páll stendur við ræðuna þrátt fyrir athugasemdir ráðuneytisins Dómsmálaráðuneytið segir að Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins geti ekki hafa hitt fyrir "sendinefnd hjá dómsmálaráðuneytinu“ í Vestmannaeyjum þar sem enginn starfsmaður ráðuneytisins hafi farið þangað í embættiserindum. 30. janúar 2019 20:27
Enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum Páll Magnússon gagnrýnir Sigríði Á. Andersen harðlega. 30. janúar 2019 15:41