Sjúkrahótelið afhent í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. janúar 2019 14:09 Framkvæmdum er lokið við sjúkrahótel Nýs Landspítala við Hringbraut og klukkan 14 í dag hófst athöfn við hótelið þar sem það er afhent með formlegum hætti. Í tilkynningu segir að sjúkrahótelið sé fyrsti áfangi í heildaruppbyggingu Nýs Landspítala við Hringbraut en aðrar byggingar eru meðferðarkjarninn, rannsóknahús og bílastæða,- tækni- og skrifstofuhús. Landspítalinn mun sjá um rekstur sjúkrahótelsins og hefur verið greint frá því að stefnt sé að opnun þess í apríl næstkomandi. „Dagurinn í dag markar tímamót í heilbrigðisþjónustu við alla landsmenn og er í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar í uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar. Meðal annars mun opnun sjúkrahótelsins stuðla að því mikilvæga markmiði að sjúklingar fái þjónustu á réttu og viðeigandi þjónustustigi, líkt og er leiðarstef í þeirri heilbrigðisstefnu sem nú er til umfjöllunar á Alþingi,“ er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í tilkynningu.Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, við athöfnina í dag.vísir/vilhelmMikilvægur áfangi við að tryggja fyrsta flokks heilbrigðisaðstöðu Þar er einnig haft eftir Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, að sjúkrahótel sé mikilvægur áfangi við að tryggja fyrsta flokks heilbrigðisaðstöðu fyrir landsmenn. „Sjúklingar, aðstandendur þeirra, fjölskyldur - fjölbreyttur hópur fólks af öllu landinu mun njóta góða af þeirri góðu aðstöðu sem hér er að finna og það fer ekki fram hjá neinum sem fer um húsið að hér hefur verið vandað til verka og hugað að hverju smáatriði. Ég vona að sjúkrahótelið styðji við rekstur spítalans og létti álagi af honum þar sem allt of oft er verið að nota of dýr úrræði til að leysa vanda sjúkra. Hér eru fjölbreytt tækifæri, bæði tengd gistirýmum en einnig annarri þjónustu sem hægt að er veita hér t.d. á grundvelli þess glæsilega eldhúss sem komið hefur verið upp. Væntanlega skýrast slíkir þættir betur verði reksturinn boðinn út að loknum samningstímanum við LSH,“ segir Bjarni.Þeir sjást hér Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og fyrrverandi heilbrigðisráðherrarnir Óttarr Proppé, Jón Kristjánsson og Svavar Gestsson, sem jafnframt er faðir núverandi heilbrigðisráðherra, en við hlið hans stendur kona hans, Guðrún Ágústsdóttir.vísir/vilhelmFjórar hæðir, kjallari og 75 herbergi „Sjúkrahótelið veitir Landspítala kærkomið tækifæri til að efla enn frekar þjónustu við sjúklinga og fjölskyldur þeirra. Stefnt er að að opnun hótelsins núna á vordögum, vonandi í aprílmánuði. Tilkoma hótelsins markar sömuleiðis ákveðin tímamót í uppbyggingu Landspítalaþorpsins við Hringbraut þar sem framkvæmdir við aðrar nýbyggingar okkar þar eru löngu hafnar og ganga vel. Framundan eru spennandi tímar,“ er svo haft eftir Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans, í tilkynningu. Sjúkrahótelið er fjórar hæðir og kjallari. Fjöldi herbergja er 75 að fjölbreyttri en á hótelinu og er aðstaða fyrir fatlaða og stærri herbergi fyrir fjölskyldur. Hótelið er 4.258 fermetrar að stærð (brúttó), 14.780 rúmmetrar (brúttó), með móttöku, veitingasal, sólstofu, vinnuaðstöðu hjúkrunarfræðinga og samtengt Landspítalanum með kjallara og tengigöngum.Afhending lyklanna gekk ekki áfallalaust fyrir sig en kannski að fall sé fararheill.Vísir/Vilhelm Heilbrigðismál Landspítalinn Borgarstjórn Tengdar fréttir Ómögulegt að sinna sýkingarvörnum og meðalbiðtími nær sólarhringur Alma D. Möller landlæknir hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra áliti sínu vegna alvarlegrar stöðu sem skapast hefur á bráðamóttöku Landspítalans. 20. desember 2018 12:43 Lokaþrif um helgina og afhending í lok mánaðar NLSH tók við verkinu ókláruðu af verktakanum Munck Ísland ehf. vegna ágreinings. 23. janúar 2019 15:54 Afhenda sjúkrahótelið óklárað vegna ágreinings Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýjum landspítala sem send var fjölmiðlum í dag. 30. nóvember 2018 16:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Framkvæmdum er lokið við sjúkrahótel Nýs Landspítala við Hringbraut og klukkan 14 í dag hófst athöfn við hótelið þar sem það er afhent með formlegum hætti. Í tilkynningu segir að sjúkrahótelið sé fyrsti áfangi í heildaruppbyggingu Nýs Landspítala við Hringbraut en aðrar byggingar eru meðferðarkjarninn, rannsóknahús og bílastæða,- tækni- og skrifstofuhús. Landspítalinn mun sjá um rekstur sjúkrahótelsins og hefur verið greint frá því að stefnt sé að opnun þess í apríl næstkomandi. „Dagurinn í dag markar tímamót í heilbrigðisþjónustu við alla landsmenn og er í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar í uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar. Meðal annars mun opnun sjúkrahótelsins stuðla að því mikilvæga markmiði að sjúklingar fái þjónustu á réttu og viðeigandi þjónustustigi, líkt og er leiðarstef í þeirri heilbrigðisstefnu sem nú er til umfjöllunar á Alþingi,“ er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í tilkynningu.Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, við athöfnina í dag.vísir/vilhelmMikilvægur áfangi við að tryggja fyrsta flokks heilbrigðisaðstöðu Þar er einnig haft eftir Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, að sjúkrahótel sé mikilvægur áfangi við að tryggja fyrsta flokks heilbrigðisaðstöðu fyrir landsmenn. „Sjúklingar, aðstandendur þeirra, fjölskyldur - fjölbreyttur hópur fólks af öllu landinu mun njóta góða af þeirri góðu aðstöðu sem hér er að finna og það fer ekki fram hjá neinum sem fer um húsið að hér hefur verið vandað til verka og hugað að hverju smáatriði. Ég vona að sjúkrahótelið styðji við rekstur spítalans og létti álagi af honum þar sem allt of oft er verið að nota of dýr úrræði til að leysa vanda sjúkra. Hér eru fjölbreytt tækifæri, bæði tengd gistirýmum en einnig annarri þjónustu sem hægt að er veita hér t.d. á grundvelli þess glæsilega eldhúss sem komið hefur verið upp. Væntanlega skýrast slíkir þættir betur verði reksturinn boðinn út að loknum samningstímanum við LSH,“ segir Bjarni.Þeir sjást hér Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og fyrrverandi heilbrigðisráðherrarnir Óttarr Proppé, Jón Kristjánsson og Svavar Gestsson, sem jafnframt er faðir núverandi heilbrigðisráðherra, en við hlið hans stendur kona hans, Guðrún Ágústsdóttir.vísir/vilhelmFjórar hæðir, kjallari og 75 herbergi „Sjúkrahótelið veitir Landspítala kærkomið tækifæri til að efla enn frekar þjónustu við sjúklinga og fjölskyldur þeirra. Stefnt er að að opnun hótelsins núna á vordögum, vonandi í aprílmánuði. Tilkoma hótelsins markar sömuleiðis ákveðin tímamót í uppbyggingu Landspítalaþorpsins við Hringbraut þar sem framkvæmdir við aðrar nýbyggingar okkar þar eru löngu hafnar og ganga vel. Framundan eru spennandi tímar,“ er svo haft eftir Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans, í tilkynningu. Sjúkrahótelið er fjórar hæðir og kjallari. Fjöldi herbergja er 75 að fjölbreyttri en á hótelinu og er aðstaða fyrir fatlaða og stærri herbergi fyrir fjölskyldur. Hótelið er 4.258 fermetrar að stærð (brúttó), 14.780 rúmmetrar (brúttó), með móttöku, veitingasal, sólstofu, vinnuaðstöðu hjúkrunarfræðinga og samtengt Landspítalanum með kjallara og tengigöngum.Afhending lyklanna gekk ekki áfallalaust fyrir sig en kannski að fall sé fararheill.Vísir/Vilhelm
Heilbrigðismál Landspítalinn Borgarstjórn Tengdar fréttir Ómögulegt að sinna sýkingarvörnum og meðalbiðtími nær sólarhringur Alma D. Möller landlæknir hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra áliti sínu vegna alvarlegrar stöðu sem skapast hefur á bráðamóttöku Landspítalans. 20. desember 2018 12:43 Lokaþrif um helgina og afhending í lok mánaðar NLSH tók við verkinu ókláruðu af verktakanum Munck Ísland ehf. vegna ágreinings. 23. janúar 2019 15:54 Afhenda sjúkrahótelið óklárað vegna ágreinings Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýjum landspítala sem send var fjölmiðlum í dag. 30. nóvember 2018 16:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Ómögulegt að sinna sýkingarvörnum og meðalbiðtími nær sólarhringur Alma D. Möller landlæknir hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra áliti sínu vegna alvarlegrar stöðu sem skapast hefur á bráðamóttöku Landspítalans. 20. desember 2018 12:43
Lokaþrif um helgina og afhending í lok mánaðar NLSH tók við verkinu ókláruðu af verktakanum Munck Ísland ehf. vegna ágreinings. 23. janúar 2019 15:54
Afhenda sjúkrahótelið óklárað vegna ágreinings Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýjum landspítala sem send var fjölmiðlum í dag. 30. nóvember 2018 16:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent