Mikið af heitu vatni hefur fundist fyrir Selfyssinga 20. janúar 2019 00:45 Íbúar á Selfossi þurfa ekki að hafa áhyggjur af skorti á heitu vatni á næstu árum því mikið af slíku vatni hefur fundist í nýrri vinnsluholu þar sem jarðborinn Sleipnir fer niður á tvo og hálfan kílómetra eftir vatninu. Vatnið er á milli áttatíu og níutíu gráðu heitt. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða á Selfossi borar nýju holuna með jarðbornum Sleipni frá Jarðborunum. Landsvæðið heitir Ósabotnar skammt frá Laugardælum í Flóahreppi en það eru Selfossveitur sem standa að borun holunnar. Íslenskar orkurannsóknir, Ísor, staðsetti nýju vinnsluholu samkvæmt sprungumælingum úr nærliggjandi rannsóknarholu. Mikil ánægja er með allt heita vatnið sem hefur fundist og mun tryggja íbúum á Selfoss nóg af heitu vatni næstu árin. „Við duttum í lukkupottinn því við höfum verið á nippi undan farin ár með að afla heits vatns fyrir svæðið en eins og flestir vita þá hefur verið ör íbúafjölgun á svæðinu þannig að við duttum svo sannarlega í lukkupottinn“, segir Tómas Ellert Tómasson, formaður framkvæmda og veitustjórnar Árborgar. Tómas Ellert segir að borunin kosti Selfossveitur um 200 milljónir króna. Vatnið upp úr holunni er 80 til 90 gráðu heitt en ekki er vitað á þessari stundu hvað magnað verður mikið en það lofar góðu. En hvenær verður byrjað að nota nýja vatnið ? „Þetta verður klárt og sett inn á kerfið okkar fyrir næsta vetur þannig að við þurfum ekki að neinar áhyggjur næsta vetur, það verður engum sundlaugum loða eða neitt slíkt“. Tómas Ellert er í skýjunum yfir góðum árangri við borunina í Ósabotnum enda nóg af heitu vatni í holunni.Magnús HlynurEn stendur til að bora meira eftir heitu vatni á svæðinu ? „Já, næsta hola er hér við bakka Hvítár, þar verður byrjað í vor að bora. Við höfum borað líka fyrir utan á á Selfoss eins og það er kallað. Sú hola heppnaðist líka vel og er komin í hluta til í vinnslu og hún mun anna svæðinu fyrir utan á þannig að við þurfum ekki að dæla vatni lengur yfir Ölfusárbrú til að anna því svæði“, bætir Tómas Ellert við um leið og hann bætir því við að það sé frábært að finna svona mikið að heitu vatni.Á heimasíðu ÍSOR er hægt að sjá frekari upplýsingar um nýju vinnsluholuna í Ósabotnum Árborg Flóahreppur Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Íbúar á Selfossi þurfa ekki að hafa áhyggjur af skorti á heitu vatni á næstu árum því mikið af slíku vatni hefur fundist í nýrri vinnsluholu þar sem jarðborinn Sleipnir fer niður á tvo og hálfan kílómetra eftir vatninu. Vatnið er á milli áttatíu og níutíu gráðu heitt. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða á Selfossi borar nýju holuna með jarðbornum Sleipni frá Jarðborunum. Landsvæðið heitir Ósabotnar skammt frá Laugardælum í Flóahreppi en það eru Selfossveitur sem standa að borun holunnar. Íslenskar orkurannsóknir, Ísor, staðsetti nýju vinnsluholu samkvæmt sprungumælingum úr nærliggjandi rannsóknarholu. Mikil ánægja er með allt heita vatnið sem hefur fundist og mun tryggja íbúum á Selfoss nóg af heitu vatni næstu árin. „Við duttum í lukkupottinn því við höfum verið á nippi undan farin ár með að afla heits vatns fyrir svæðið en eins og flestir vita þá hefur verið ör íbúafjölgun á svæðinu þannig að við duttum svo sannarlega í lukkupottinn“, segir Tómas Ellert Tómasson, formaður framkvæmda og veitustjórnar Árborgar. Tómas Ellert segir að borunin kosti Selfossveitur um 200 milljónir króna. Vatnið upp úr holunni er 80 til 90 gráðu heitt en ekki er vitað á þessari stundu hvað magnað verður mikið en það lofar góðu. En hvenær verður byrjað að nota nýja vatnið ? „Þetta verður klárt og sett inn á kerfið okkar fyrir næsta vetur þannig að við þurfum ekki að neinar áhyggjur næsta vetur, það verður engum sundlaugum loða eða neitt slíkt“. Tómas Ellert er í skýjunum yfir góðum árangri við borunina í Ósabotnum enda nóg af heitu vatni í holunni.Magnús HlynurEn stendur til að bora meira eftir heitu vatni á svæðinu ? „Já, næsta hola er hér við bakka Hvítár, þar verður byrjað í vor að bora. Við höfum borað líka fyrir utan á á Selfoss eins og það er kallað. Sú hola heppnaðist líka vel og er komin í hluta til í vinnslu og hún mun anna svæðinu fyrir utan á þannig að við þurfum ekki að dæla vatni lengur yfir Ölfusárbrú til að anna því svæði“, bætir Tómas Ellert við um leið og hann bætir því við að það sé frábært að finna svona mikið að heitu vatni.Á heimasíðu ÍSOR er hægt að sjá frekari upplýsingar um nýju vinnsluholuna í Ósabotnum
Árborg Flóahreppur Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira