Andlát: Stefán Dan Óskarsson Birgir Olgeirsson skrifar 20. janúar 2019 20:00 Stefán Dan Óskarsson. Ágúst G. Atlason Ísfirðingurinn Stefán Dan Óskarsson varð bráðkvaddur á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði síðastliðinn mánudag, 71 árs að aldri. Stefán fæddist 11. júní árið 1947 en foreldrar hans voru Óskar Brynjólfsson, úr Landeyjum, og Björg Rögnvaldsdóttir, frá Húnavatnssýslu. Bjó Stefán alla sína ævi á Ísafirði en hann var næstelstur af sex systkinum. Stefán var kvæntur Rannveigu Hestnes en saman eignuðust þau fjögur börn, þau Hörpu, Selmu, Sverri Karl og Helga Dan. Fyrir átti Stefán soninn Inga Þór. Stefán og Rannveigu ráku líkamsræktarstöðina Stúdíó Dan á Ísafirði í 31 ár. Var stöðin fyrst opnuð árið 1987 en Stefán og Rannveig létu af störfum í fyrra þegar nýir eigendur tóku við. Var Stúdíó Dan eina líkamsræktarstöðin á Ísafirði í þessa þrjá áratugi og fastur punktur í lífi margra Ísfirðinga og nærsveitunga. Stefán var langflestum íbúum á norðanverðum Vestfjörðum, og þó víðar væri leitað, að góðu kunnur og eignaðist fjölda vina í gegnum Stúdíó Dan og Ráðgjafa- og nuddsetrið sem hann rak á Ísafirði. Stefán var menntaður nuddari auk þess að hafa lokið námi í Ráðgjafaskólanum og leituðu því hundruð manna til hans eftir ráðgjöf og stuðning. Var Stefán mikill frumkvöðull þegar kom að líkamsrækt og heilsu og sinnti einnig samfélagsmálum af mikilli alúð. Þegar Stefán var 22 ára gamall hóf hann rekstur á Stebbabúð í Túngötu á Ísafirði. Var Stebbabúð rekin í sex ár en eftir það sneri Stefán sér að sjómennsku og starfaði á ýmsum togurum. Um miðbik níunda áratugar síðustu aldar ákvað hann að venda kvæði sínu í kross og fara í nuddskóla. Þótti þetta einkennilegt á sínum tíma en svo fór að Stefán hafði vart undan við að nudda Ísfirðinga og nærsveitunga sem varð fyrsti vísir að líkamsræktarstöðinni sem síðar fékk nafnið Stúdíó Dan.Vísir ræddi við Stefán þegar hann tók á móti gestum á síðasta degi sínum í Stúdíóinu í fyrra. Þegar hann var spurður hvað stæði upp úr eftir þriggja áratuga starf stóð ekki á svörum. „Það er að hafa eignast svona mikið af vinum og kunningjum,“ svaraði Stefán. Útför hans fer fram frá Ísafjarðarkirkju klukkan 14 laugardaginn 26. janúar næstkomandi. Andlát Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Kveðja Stúdíó Dan eftir að hafa staðið vaktina í 31 ár Stebbi Dan og eiginkona hans Rannveig hafa rekið einu líkamsræktarstöðina á Ísafirði í þrjá áratugi. 31. janúar 2018 17:12 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Sjá meira
Ísfirðingurinn Stefán Dan Óskarsson varð bráðkvaddur á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði síðastliðinn mánudag, 71 árs að aldri. Stefán fæddist 11. júní árið 1947 en foreldrar hans voru Óskar Brynjólfsson, úr Landeyjum, og Björg Rögnvaldsdóttir, frá Húnavatnssýslu. Bjó Stefán alla sína ævi á Ísafirði en hann var næstelstur af sex systkinum. Stefán var kvæntur Rannveigu Hestnes en saman eignuðust þau fjögur börn, þau Hörpu, Selmu, Sverri Karl og Helga Dan. Fyrir átti Stefán soninn Inga Þór. Stefán og Rannveigu ráku líkamsræktarstöðina Stúdíó Dan á Ísafirði í 31 ár. Var stöðin fyrst opnuð árið 1987 en Stefán og Rannveig létu af störfum í fyrra þegar nýir eigendur tóku við. Var Stúdíó Dan eina líkamsræktarstöðin á Ísafirði í þessa þrjá áratugi og fastur punktur í lífi margra Ísfirðinga og nærsveitunga. Stefán var langflestum íbúum á norðanverðum Vestfjörðum, og þó víðar væri leitað, að góðu kunnur og eignaðist fjölda vina í gegnum Stúdíó Dan og Ráðgjafa- og nuddsetrið sem hann rak á Ísafirði. Stefán var menntaður nuddari auk þess að hafa lokið námi í Ráðgjafaskólanum og leituðu því hundruð manna til hans eftir ráðgjöf og stuðning. Var Stefán mikill frumkvöðull þegar kom að líkamsrækt og heilsu og sinnti einnig samfélagsmálum af mikilli alúð. Þegar Stefán var 22 ára gamall hóf hann rekstur á Stebbabúð í Túngötu á Ísafirði. Var Stebbabúð rekin í sex ár en eftir það sneri Stefán sér að sjómennsku og starfaði á ýmsum togurum. Um miðbik níunda áratugar síðustu aldar ákvað hann að venda kvæði sínu í kross og fara í nuddskóla. Þótti þetta einkennilegt á sínum tíma en svo fór að Stefán hafði vart undan við að nudda Ísfirðinga og nærsveitunga sem varð fyrsti vísir að líkamsræktarstöðinni sem síðar fékk nafnið Stúdíó Dan.Vísir ræddi við Stefán þegar hann tók á móti gestum á síðasta degi sínum í Stúdíóinu í fyrra. Þegar hann var spurður hvað stæði upp úr eftir þriggja áratuga starf stóð ekki á svörum. „Það er að hafa eignast svona mikið af vinum og kunningjum,“ svaraði Stefán. Útför hans fer fram frá Ísafjarðarkirkju klukkan 14 laugardaginn 26. janúar næstkomandi.
Andlát Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Kveðja Stúdíó Dan eftir að hafa staðið vaktina í 31 ár Stebbi Dan og eiginkona hans Rannveig hafa rekið einu líkamsræktarstöðina á Ísafirði í þrjá áratugi. 31. janúar 2018 17:12 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Sjá meira
Kveðja Stúdíó Dan eftir að hafa staðið vaktina í 31 ár Stebbi Dan og eiginkona hans Rannveig hafa rekið einu líkamsræktarstöðina á Ísafirði í þrjá áratugi. 31. janúar 2018 17:12