Námsmenn erlendis í útrýmingarhættu? Jóhann Gunnar Þórarinsson skrifar 23. janúar 2019 08:46 Samband íslenskra námsmanna erlendis, SÍNE, var stofnað þann 13. ágúst 1961 og hefur æ síðan starfað að víðtækri hagsmunagæslu fyrir íslenska námsmenn á erlendri grundu.Það hefur sýnt sig að menntun erlendis færir bæði landi og þjóð efnahagslegan ávinning þar sem fyrirtæki landsins fá bæði aukna og nýja færni sem og þekkingu. Frá námsárinu 2013-2014 hefur hins vegar verið dregið gríðarlega úr hvatanum til að leita sér menntunar erlendis eftir að niðurskurður hófst á námslánum til framfærslu frá LÍN til námsmanna erlendis. Þannig var skerðingin á milli áranna 2013 og 2016 upp á tugi prósenta í meira en 40 löndum. Það var því jákvætt þegar ný stjórn LÍN tók stefnubreytingu með ákvörðun sinni um að skerða ekki námslán til námsmanna erlendis fyrir skólaárið 2018-2019 þrátt fyrir tillögu Analytica þar um. Analytica er áhættu- og fjárfestingarráðgjafafyrirtæki sem sér um að reikna út framfærslu fyrir námsmenn erlendis fyrir stjórn LÍN.Þegar framfærslan dugar ekki hefur fjöldi námsmanna ekki séð sér annað fært en að vinna með námi. Þó ber að hafa í huga að margir námsmenn erlendis fá ýmist ekki vinnu eða geta ekki fengið atvinnuleyfi í námslandinu og verða því að koma heim yfir sumartímann. Það er í raun þá sem frítekjumarkið tekur harkalega á móti þeim en það hefur staðið óbreytt núna í nokkur ár. Fyrir skólaárið 2018-2019 er frítekjumarkið upp á 930.000.- ISK fyrir skatt með 45% skerðingarhlutfall. Það er mun lægra en í öðrum Norðurlöndum en t.d. er frítekjumarkið meira en 1.000.000.- ISK hærra í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Þá hefur námsmönnum erlendis með námsaðstoð frá LÍN fækkað gríðarlega hratt síðustu árin. Þannig voru þeir 2333 fyrir skólaárið 2012-2013 en fyrir skólaárið 2015-2016 voru þeir komnir niður í 1727. Þeim hefur því fækkað um 606 á þessu tímabili eða um meira en fjórðung. Ekki verður annað séð en þeim muni halda áfram að fækka nema eitthvað verði að gert. Á sama tíma hefur stóraukinn fjöldi námsmanna ákveðið að sækja námsaðstoð til norrænna lánasjóða. Staðan er í raun sú í dag að fleiri íslenskir námsmenn á Norðurlöndunum sækja námsaðstoð til norrænna lánasjóða heldur en til LÍN sem er ekkert annað en áfellisdómur á lánasjóðinn íslenska. Krafa SÍNE er einföld og skýr, að framfærsla frá LÍN endurspegli raunverulega framfærslu námsmanna erlendis. Jóhann Gunnar Þórarinsson Stjórnarformaður SÍNEÞessi grein er hluti af greinaröð herferðar Landssamtaka íslenskra stúdenta um bættan Lánasjóð íslenskra námsmanna. Berjumst saman fyrir #betraLÍN Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Stúdentar mega ekki hafa það gott Á síðasta ári fór Stúdentaráð Háskóla Íslands af stað með verkefni í samstarfi við Reykjavíkurborg og Íbúa ses. Verkefnið nefndist Háskólinn okkar og snerist í stuttu máli um að auka lýðræðislega þátttöku innan veggja Háskólans í málefnum stúdenta og að gera hagsmunabaráttu stúdenta aðgengilegri og gagnsærri. 21. janúar 2019 07:00 Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Samband íslenskra námsmanna erlendis, SÍNE, var stofnað þann 13. ágúst 1961 og hefur æ síðan starfað að víðtækri hagsmunagæslu fyrir íslenska námsmenn á erlendri grundu.Það hefur sýnt sig að menntun erlendis færir bæði landi og þjóð efnahagslegan ávinning þar sem fyrirtæki landsins fá bæði aukna og nýja færni sem og þekkingu. Frá námsárinu 2013-2014 hefur hins vegar verið dregið gríðarlega úr hvatanum til að leita sér menntunar erlendis eftir að niðurskurður hófst á námslánum til framfærslu frá LÍN til námsmanna erlendis. Þannig var skerðingin á milli áranna 2013 og 2016 upp á tugi prósenta í meira en 40 löndum. Það var því jákvætt þegar ný stjórn LÍN tók stefnubreytingu með ákvörðun sinni um að skerða ekki námslán til námsmanna erlendis fyrir skólaárið 2018-2019 þrátt fyrir tillögu Analytica þar um. Analytica er áhættu- og fjárfestingarráðgjafafyrirtæki sem sér um að reikna út framfærslu fyrir námsmenn erlendis fyrir stjórn LÍN.Þegar framfærslan dugar ekki hefur fjöldi námsmanna ekki séð sér annað fært en að vinna með námi. Þó ber að hafa í huga að margir námsmenn erlendis fá ýmist ekki vinnu eða geta ekki fengið atvinnuleyfi í námslandinu og verða því að koma heim yfir sumartímann. Það er í raun þá sem frítekjumarkið tekur harkalega á móti þeim en það hefur staðið óbreytt núna í nokkur ár. Fyrir skólaárið 2018-2019 er frítekjumarkið upp á 930.000.- ISK fyrir skatt með 45% skerðingarhlutfall. Það er mun lægra en í öðrum Norðurlöndum en t.d. er frítekjumarkið meira en 1.000.000.- ISK hærra í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Þá hefur námsmönnum erlendis með námsaðstoð frá LÍN fækkað gríðarlega hratt síðustu árin. Þannig voru þeir 2333 fyrir skólaárið 2012-2013 en fyrir skólaárið 2015-2016 voru þeir komnir niður í 1727. Þeim hefur því fækkað um 606 á þessu tímabili eða um meira en fjórðung. Ekki verður annað séð en þeim muni halda áfram að fækka nema eitthvað verði að gert. Á sama tíma hefur stóraukinn fjöldi námsmanna ákveðið að sækja námsaðstoð til norrænna lánasjóða. Staðan er í raun sú í dag að fleiri íslenskir námsmenn á Norðurlöndunum sækja námsaðstoð til norrænna lánasjóða heldur en til LÍN sem er ekkert annað en áfellisdómur á lánasjóðinn íslenska. Krafa SÍNE er einföld og skýr, að framfærsla frá LÍN endurspegli raunverulega framfærslu námsmanna erlendis. Jóhann Gunnar Þórarinsson Stjórnarformaður SÍNEÞessi grein er hluti af greinaröð herferðar Landssamtaka íslenskra stúdenta um bættan Lánasjóð íslenskra námsmanna. Berjumst saman fyrir #betraLÍN
Stúdentar mega ekki hafa það gott Á síðasta ári fór Stúdentaráð Háskóla Íslands af stað með verkefni í samstarfi við Reykjavíkurborg og Íbúa ses. Verkefnið nefndist Háskólinn okkar og snerist í stuttu máli um að auka lýðræðislega þátttöku innan veggja Háskólans í málefnum stúdenta og að gera hagsmunabaráttu stúdenta aðgengilegri og gagnsærri. 21. janúar 2019 07:00
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun