Mikilvægt að horfast í augu við tölvuleikjafíkn Stefán Árni Pálsson skrifar 25. janúar 2019 15:30 Marteinn Gíslason og Nikola Milansson Remic verða í spjalli á Stöð 2 í kvöld. Stjórnarformaður nýlega stofnaðra Rafíþróttasamtaka Íslands vill að tölvuleikjaástundun geti orðið heilsubót fyrir ungt fólk frekar en hið gagnstæða. Keppt verður í rafíþróttum á Reykjavíkurleikunum í Laugardal í fyrsta sinn nú um helgina. „Rafíþróttir eru í rauninni spilun á tölvuleikjum undir forsendum íþrótta. Þú ert partur af liði, þú ert að æfa markvisst, þú ert að hugsa um líkamlega og andlega heilsu, þú ert að sofa vel og þetta fer allt inn í það að vera íþróttamaður – þó keppnisíþróttavöllurinn sé ekki frjálsíþróttavöllur heldur stafrænn leikvöllur,“ segir stjórnarformaðurinn Ólafur Hrafn Steinarsson.Vinsælla en Super Bowl Rafíþróttakeppni helgarinnar fer fram í Laugardalshöll, en keppendur sitja uppi á sviði, leikjunum er lýst fyrir áhorfendur og pláss verður fyrir um þúsund manns í sætum. Þrátt fyrir að viðburðurinn kunni að hljóma nokkuð stór segir Ólafur hreyfinguna frekar stutt komna hér á landi í alþjóðlegum samanburði. „Ef við tökum dæmi, heimsmeistaramótið í League of Legends sem var núna nýlega þá horfðu 200 milljón manns á útsendinguna. Það er til dæmis næstum því tvöfalt áhorfið á Super Bowl, sem er einn stærsti íþróttaviðburður heims,“ segir Ólafur. Hann segir mikilvægt að loka ekki augunum fyrir vandamálum á borð við tölvuleikjafíkn og telur rétt að fleiri úrræði og betri umgjörð sé utan um aðstoð við þann hóp, sem oft sé talsvert jaðarsettur. Þá sé markmið Rafíþróttasamtakanna ekki að börn ungmenni séu að spila tölvuleiki daginn út og daginn inn, heldur frekar að starfinu svipi í auknum mæli til íþróttaæfinga – þar sem takmarkaður hluti dagsins fer í markvissar æfingar. „Minn draumur er að sjá krakka æfa rafíþróttir og íþróttir, hugsa um líkamlegu hliðina og hugarleikfimina.“ Þeir Marteinn Gíslason og Nikola Milansson Remic eru í einu þeirra liða sem keppa í leiknum League of Legends um helgina, Marteinn sem leikmaður og Nikola sem þjálfari. Þeir segjast ótvírætt líta á greinina sem íþrótt. „Þetta er kannski ekki að hlaupa um, en skák er íþrótt og þú notar heilann í það. Þetta er svona svipað, þú notar hendurnar og heilann,“ segir Nikola. Rætt verður við þá Ólaf, Martein og Nikola í Íslandi í dag um rafíþróttir, æfingar, framtíðarsýnina, tölvuleikjafíkn og fleira í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvölfréttir.Klippa: Tölvuleikjamót eitt vinsælasta sjónvarpsefni heims Rafíþróttir Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Fleiri fréttir Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Sjá meira
Stjórnarformaður nýlega stofnaðra Rafíþróttasamtaka Íslands vill að tölvuleikjaástundun geti orðið heilsubót fyrir ungt fólk frekar en hið gagnstæða. Keppt verður í rafíþróttum á Reykjavíkurleikunum í Laugardal í fyrsta sinn nú um helgina. „Rafíþróttir eru í rauninni spilun á tölvuleikjum undir forsendum íþrótta. Þú ert partur af liði, þú ert að æfa markvisst, þú ert að hugsa um líkamlega og andlega heilsu, þú ert að sofa vel og þetta fer allt inn í það að vera íþróttamaður – þó keppnisíþróttavöllurinn sé ekki frjálsíþróttavöllur heldur stafrænn leikvöllur,“ segir stjórnarformaðurinn Ólafur Hrafn Steinarsson.Vinsælla en Super Bowl Rafíþróttakeppni helgarinnar fer fram í Laugardalshöll, en keppendur sitja uppi á sviði, leikjunum er lýst fyrir áhorfendur og pláss verður fyrir um þúsund manns í sætum. Þrátt fyrir að viðburðurinn kunni að hljóma nokkuð stór segir Ólafur hreyfinguna frekar stutt komna hér á landi í alþjóðlegum samanburði. „Ef við tökum dæmi, heimsmeistaramótið í League of Legends sem var núna nýlega þá horfðu 200 milljón manns á útsendinguna. Það er til dæmis næstum því tvöfalt áhorfið á Super Bowl, sem er einn stærsti íþróttaviðburður heims,“ segir Ólafur. Hann segir mikilvægt að loka ekki augunum fyrir vandamálum á borð við tölvuleikjafíkn og telur rétt að fleiri úrræði og betri umgjörð sé utan um aðstoð við þann hóp, sem oft sé talsvert jaðarsettur. Þá sé markmið Rafíþróttasamtakanna ekki að börn ungmenni séu að spila tölvuleiki daginn út og daginn inn, heldur frekar að starfinu svipi í auknum mæli til íþróttaæfinga – þar sem takmarkaður hluti dagsins fer í markvissar æfingar. „Minn draumur er að sjá krakka æfa rafíþróttir og íþróttir, hugsa um líkamlegu hliðina og hugarleikfimina.“ Þeir Marteinn Gíslason og Nikola Milansson Remic eru í einu þeirra liða sem keppa í leiknum League of Legends um helgina, Marteinn sem leikmaður og Nikola sem þjálfari. Þeir segjast ótvírætt líta á greinina sem íþrótt. „Þetta er kannski ekki að hlaupa um, en skák er íþrótt og þú notar heilann í það. Þetta er svona svipað, þú notar hendurnar og heilann,“ segir Nikola. Rætt verður við þá Ólaf, Martein og Nikola í Íslandi í dag um rafíþróttir, æfingar, framtíðarsýnina, tölvuleikjafíkn og fleira í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvölfréttir.Klippa: Tölvuleikjamót eitt vinsælasta sjónvarpsefni heims
Rafíþróttir Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Fleiri fréttir Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Sjá meira