„Eina sem við gátum gert var að láta þessa menn fara“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. janúar 2019 10:15 Karl Gauti Hjaltason, Inga Sæland og Ólafur Ísleifsson. Vísir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að það hafi aldrei komið til greina af hálfu stjórnar og grasrótar flokksins að biðja þá Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson um að stíga til hliðar. Eina sem flokkurinn hafi getað gert var að láta þá fara. Karl Gauti og Ólafur voru á meðal þeirra sex þingmanna sem komu saman á Klaustur Bar í nóvember en samtal þingmannanna var tekið upp af Báru Halldórsdóttur. Hún sendi upptökurnar á fjölmiðla sem hófu svo að fjalla um samræðurnar en á upptökunum mátti heyra Klaustursþingmennina, eins og hópurinn hefur verið kallaður, fara ófögrum orðum um meðal annars samstarfsmenn sína á þingi. Ein af þeim sem fékk hvað versta útreið í samræðunum var Inga Sæland. Hún ræddi málið og eftirmála þess í Bítinu á Bylgjunni í morgun en í síðustu viku sneru þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, aftur til þingstarfa eftir að hafa verið í ótímabundnu leyfi vegna Klaustursmálsins.Vildi óska að málinu væri lokið Inga var spurð að því hvort að málinu væri lokið. „Ég vildi óska þess að svo væri vegna þess að eins og hún sagði okkar ágæti menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, að þessir aðilar sem þarna sátu þeir eigi ekki á neinum tíma að vera með dagskrárvaldið og okkur ber náttúrulega skylda til að vinna okkar vinnu. En eðli málsins samkvæmt þá er það svolítið þrúgandi, maður er svona einhvern veginn í ákveðnu limbói þó að maður sé að berjast í málefnunum og halda áfram að vinna,“ sagði Inga. Hún sagði málið vera risaskugga og það væri verulega óþægilegt að vera í þinginu núna með alla þingmennina sem sátu á Klaustri aftur komna á þing. „Þinghúsið er lítið þannig að maður er ítrekað að rekast á þessa einstaklinga sem eru ekki bara búnir að taka niður konur og samkynhneigða og fatlað fólk, þetta er bara hræðilegt.“Sannfærð um að Karl Gauti og Ólafur gangi í Miðflokkinn Eftir að fjölmiðlar hófu að fjalla um Klaustursupptökurnar ákvað Flokkur fólksins að reka þá Karl Gauta og Ólaf úr flokknum. Inga kvaðst sannfærð um að þeir hafi ætlað sér að ganga í Miðflokkinn og telur hún að það muni sannast á næstu dögum. Aðspurð hvort það hafi ekki verið mistök hjá flokknum að reka þá en biðja þá ekki um að stíga til hliðar og fá þá inn varamenn sagði hún: „Mistök eða ekki mistök. Við vorum þarna á þremur fundum. Það var ekki bara stjórn, níu manna, heldur var grasrótin kölluð saman, framkvæmdastjórn og annað. Þetta var bara ákveðið, þetta var ákvörðun sem var tekin. Það var bara litið á þá, þetta væri gjörsamlega óásættanlegt og ef að við myndum ekki grípa til einhverra ráðstafana til að sýna okkar heiðarleika og einlægni og vilja til að breyta siðferðinu á Alþingi Íslendinga, eina sem við gátum gert var að láta þessa menn fara.“ Hlusta má á viðtalið við Ingu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Alþingi Bítið Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Kjörnir fulltrúar geta ekki haft þessar skoðanir“ Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt við heimspekideild Háskóla Íslands og sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun, óttast að Miðflokksþingmennirnir Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson eigi ekki hæglega afturkvæmt á Alþingi eftir leyfið sem þeir tóku sér vegna Klaustursmálsins. 27. janúar 2019 12:02 Þingmenn utan flokka útiloka ekki að ganga til liðs við Miðflokkinn Líkur eru á að þingmennirnir tveir sem reknir voru úr Flokki fólksins gangi til liðs við Miðflokkinn. Hann yrði þá þriðji fjölmennasti þingflokkurinn á Alþingi og sá stærsti í stjórnarandstöðu. 25. janúar 2019 18:45 Ætlar ekki að láta Gunnar Braga og Bergþór trufla sig við sín störf Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að sér hafi brugðið við að sjá þá Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, aftur í þingi í gær er þeir sneru til baka eftir Klaustursmálið svokallaða. 25. janúar 2019 15:30 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að það hafi aldrei komið til greina af hálfu stjórnar og grasrótar flokksins að biðja þá Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson um að stíga til hliðar. Eina sem flokkurinn hafi getað gert var að láta þá fara. Karl Gauti og Ólafur voru á meðal þeirra sex þingmanna sem komu saman á Klaustur Bar í nóvember en samtal þingmannanna var tekið upp af Báru Halldórsdóttur. Hún sendi upptökurnar á fjölmiðla sem hófu svo að fjalla um samræðurnar en á upptökunum mátti heyra Klaustursþingmennina, eins og hópurinn hefur verið kallaður, fara ófögrum orðum um meðal annars samstarfsmenn sína á þingi. Ein af þeim sem fékk hvað versta útreið í samræðunum var Inga Sæland. Hún ræddi málið og eftirmála þess í Bítinu á Bylgjunni í morgun en í síðustu viku sneru þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, aftur til þingstarfa eftir að hafa verið í ótímabundnu leyfi vegna Klaustursmálsins.Vildi óska að málinu væri lokið Inga var spurð að því hvort að málinu væri lokið. „Ég vildi óska þess að svo væri vegna þess að eins og hún sagði okkar ágæti menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, að þessir aðilar sem þarna sátu þeir eigi ekki á neinum tíma að vera með dagskrárvaldið og okkur ber náttúrulega skylda til að vinna okkar vinnu. En eðli málsins samkvæmt þá er það svolítið þrúgandi, maður er svona einhvern veginn í ákveðnu limbói þó að maður sé að berjast í málefnunum og halda áfram að vinna,“ sagði Inga. Hún sagði málið vera risaskugga og það væri verulega óþægilegt að vera í þinginu núna með alla þingmennina sem sátu á Klaustri aftur komna á þing. „Þinghúsið er lítið þannig að maður er ítrekað að rekast á þessa einstaklinga sem eru ekki bara búnir að taka niður konur og samkynhneigða og fatlað fólk, þetta er bara hræðilegt.“Sannfærð um að Karl Gauti og Ólafur gangi í Miðflokkinn Eftir að fjölmiðlar hófu að fjalla um Klaustursupptökurnar ákvað Flokkur fólksins að reka þá Karl Gauta og Ólaf úr flokknum. Inga kvaðst sannfærð um að þeir hafi ætlað sér að ganga í Miðflokkinn og telur hún að það muni sannast á næstu dögum. Aðspurð hvort það hafi ekki verið mistök hjá flokknum að reka þá en biðja þá ekki um að stíga til hliðar og fá þá inn varamenn sagði hún: „Mistök eða ekki mistök. Við vorum þarna á þremur fundum. Það var ekki bara stjórn, níu manna, heldur var grasrótin kölluð saman, framkvæmdastjórn og annað. Þetta var bara ákveðið, þetta var ákvörðun sem var tekin. Það var bara litið á þá, þetta væri gjörsamlega óásættanlegt og ef að við myndum ekki grípa til einhverra ráðstafana til að sýna okkar heiðarleika og einlægni og vilja til að breyta siðferðinu á Alþingi Íslendinga, eina sem við gátum gert var að láta þessa menn fara.“ Hlusta má á viðtalið við Ingu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Alþingi Bítið Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Kjörnir fulltrúar geta ekki haft þessar skoðanir“ Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt við heimspekideild Háskóla Íslands og sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun, óttast að Miðflokksþingmennirnir Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson eigi ekki hæglega afturkvæmt á Alþingi eftir leyfið sem þeir tóku sér vegna Klaustursmálsins. 27. janúar 2019 12:02 Þingmenn utan flokka útiloka ekki að ganga til liðs við Miðflokkinn Líkur eru á að þingmennirnir tveir sem reknir voru úr Flokki fólksins gangi til liðs við Miðflokkinn. Hann yrði þá þriðji fjölmennasti þingflokkurinn á Alþingi og sá stærsti í stjórnarandstöðu. 25. janúar 2019 18:45 Ætlar ekki að láta Gunnar Braga og Bergþór trufla sig við sín störf Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að sér hafi brugðið við að sjá þá Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, aftur í þingi í gær er þeir sneru til baka eftir Klaustursmálið svokallaða. 25. janúar 2019 15:30 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
„Kjörnir fulltrúar geta ekki haft þessar skoðanir“ Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt við heimspekideild Háskóla Íslands og sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun, óttast að Miðflokksþingmennirnir Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson eigi ekki hæglega afturkvæmt á Alþingi eftir leyfið sem þeir tóku sér vegna Klaustursmálsins. 27. janúar 2019 12:02
Þingmenn utan flokka útiloka ekki að ganga til liðs við Miðflokkinn Líkur eru á að þingmennirnir tveir sem reknir voru úr Flokki fólksins gangi til liðs við Miðflokkinn. Hann yrði þá þriðji fjölmennasti þingflokkurinn á Alþingi og sá stærsti í stjórnarandstöðu. 25. janúar 2019 18:45
Ætlar ekki að láta Gunnar Braga og Bergþór trufla sig við sín störf Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að sér hafi brugðið við að sjá þá Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, aftur í þingi í gær er þeir sneru til baka eftir Klaustursmálið svokallaða. 25. janúar 2019 15:30